Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 19
hreyfinguna, auka hjá því ábyrgðartil- finningu? Ég skal játa, að ég hefi ekki hugsað þetta atriði til enda, en varpa því fram til umhugsunar. Ég vænti þess, að fundarmenn séu all- ir sammála um, að hið lifandi samband milli samvinnufélaganna og félagsfólks- ins má ekki minnka, hvað þá rofna. Þá er hreyfingunni í heild hætt, því án öfl- ugs stuðnings fólksins getur hún vart dafnað. Hugleiðingar mínar um þessi mál stefna allar að því að treysta þetta sam- band og efla þar með veg samvinnuhug- sjónarinnnar. Því vandamáli megum við aldrei gleyma í önn viðskiptanna og framleiðslunnar. Við getum gert margt fyrir það mál — okkur ber skylda til að gera það, ekki einu sinni, ekki tvisvar, heldur sí og æ meðan samvinnufélögin lifa og starfa. Þetta er málefni, sem snertir hvern einasta mann og því má aldrei láta það nægja að ætla fáum mönnum að halda vöku sinni. Það verða allir að gera. Fyrir hálfri öld töluðu fyrirrennarar okkar, sem sátu Sambandsfund og skrif- uðu samvinnublöð, mikið um tortryggni og áhugaleysi landsfólksins um hreyf- inguna. Þetta er vafalaust fylgja, sem við seint losnum við að fullu. En við meg- um ekki eira henni, verðum ávallt að halda henni í skefjum og reyna að kveða hana niður. Lýðræðið er helgasti dómur samvinnu- hreyfingarinnar. Aldrei hefur það verið nauðsynlegra fyrir frið og velmegun landsfólksins en nú, að tryggja fullkom- ið en traust lýðræði í verzlun og fram- leiðslu. Þess vegna er það eitt æðsta hlut- skipti okkar að hlúa betur en við höfum gert að lýðræðinu innan samvinnuhreyf- ingarinnar. SAMVINNAN 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.