Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 10
í vorblíðunni, eins og ekkert hefði í skor- izt — austur á Grímsstaðaholt, út á Val- húsahæð. Hann var mesti ökupabbinn í öllum Skjólunum. — Þetta heitir nú Ægissíða, sagði hann við kútakút í fræðsluskyni. Og þessi bær þarna heitir Nes við Seltjörn. Þar hefði nú hún mamma fcngið töflurnar okkar, ef við hefðum verið uppi á átjándu öld. Sumarið varð hlýtt og gott. Það gaf sannarlega að aka litlum stúfi í þessari blessaðri blíðu. Þau eru stödd inná Þórsmörk. Konan ætlai- að vera þar með manninn sinn í sumarleyfinu hans — kannski bráir af honum við skaut náttúrunnar. Fyrsta morguninn segir hann upp úr eins manns hljóði: — Við hefðum átt að taka kútakút með okkur. Ekki hlaupast svona frá snáðanum, eins og hann væri ekki til. — Við skulum ganga hérna inn á Mörkina á eftir, væni minn, segir kon- an. Það er svo fallegt að sjá inn til Goða- landsins. — Við hefðum átt að taka hann með okkur, segir hann. Hún fer að steikja egg á pönnu fyrir tjalddyrum. Það gnestur hátt í þeim í kyrrðinni. Hann leggst í grasið, spennir greipar undir hnakkanum og horfir á konu sína matselda í óbyggðinni. — Það væri sko óþarfi að sækja vagn- inn, segir hann. Eg gæti vel haldið á kútakút, ef við færum eitthvað hérna í kring. — Steikja eggið báðumegin fyrir þig eins og venjulega? segir konan. — Hann er svo léttur ennþá, þessi litli labbakjabbi, segir maðurinn. Þau sneru heirn í miðju sumarleyfinu. Haustið leggst snemma að eftir þetta einstæða sumar, og gengur inn í hjörtun eins og fyrri daginn. En kona banka- mannsins eygir nýja von. Hún segir: — Nú held ég sé ekki vert að aka litla- kút lengur úti. Það fer að verða kalt; hann gæti kvefazt. — Við látum okkur nú ekki allt fyrir brjósti brenna, feðgarnir, svarar banka- maðurinn glaðlega. Við klæðum af okk- ur kuldann — það verður verra með ó- færðina . . . Einn dag ákveður konan að reyna nýja bardagaaðferð. — Veiztu hvað krakkarnir hérna í Skjólinu eru farnir að kalla mig? spyr hún og ber þungan niðri. Ivonu vitlausa mannsins! — Þau eru lika stundum að uppnefna mig, svarar hann, — þetta eru óartar- ormar. Við látum það eins og vind um eyru þjóta. — Nei; ég læt það minnsta kosti ekki eins og vind um eyru þjóta, góði minn, segir konan og þykist ennþá æstari en hún er. Þú hagar þér eins og vitlaus maður; það er von þau segi það. — Það er drengurinn, sem þú átt við? — Já, það er drengurinn, sem ég á við — rúmfötin, sem þú skemmtir þér við að aka hér fram og aftur um göturnar eins og þau væru lifandi fólk. — Við skulum ekki vera með læti, vina mín. — Ég skal segja þér það í eitt skipti fyrir öll: ef þú steinhættir ekki þessum ökuferðum, frá og með þessurn degi. þá erum við skilin að skiptum. Ég þoli þetta ekki. — Ertu að segja okkur að fara, feðg- unum? — Ég er búin að tærna vagninn, skaltu vita! — Okkur er þá víst ekki til setunnar boðið, sagði hann — og gisti hjá frænda sínum í Þingholtunum um nóttina. Svo komu þeir feðgarnir einn daginn hingað austur í hverfið og leigðu kjallaraun hérna á móti. Fyrsta sprettinn heimsótti þá stund- um ókunn kona, ung og dapurleg. Hún setti ljós tjöld fyrir gluggann hjá þeim. Svo hætti hún að koma. Þetta voru kyrr- látir feðgar og þægilegir nágrannar. Hann fór í vinnuna með hálftíubílnum, en vagninn stóð eftir undir seglbrigðinu. Það var lipur vinnutími í bankanum: og þegar maðurinn kom heim um fjögur- leytið á daginn, fóru þeir feðgarnir út að aka. Hann tók brigðið gætilega af vagn- inum, braut það snyrtilega saman og lagði það inn í ganginn. Svo laut hann yfir vagninn og hagræddi öllu sem bezt: hristi upp sæng og svæfil, slétti úr tepp- inu, og spennti loks vagnhlífina upp. — Svona, kútakútur, sagði hann við son sinn: nú er okkur ekkeii; að vanbún- aði. Og kútakútur brosti við föður sínum. Hann hlakkaði til ferðalagsins, blessaður litli stúfurinn hans pabba síns. Hann ók hægt og gætilega, skimaði í allar áttir á gatnamótum, kunni fótum sínum forráð. En hann hafði líka auga með sól og vindi, að þau laumuðust ekki inn í vagninn — og sneri honurn undan þeim. Og þegar vindurinn stóð á sólina, eða sólin skein upp í vindinn, þá sældist hann eftir götum sem lægju þvert á þau bæði. — Sólin ekki blinda stubbinn minn, sagði hann. Vindurinn ekki blása fram- an í kútakút. Þeir voru sjaldan skemur en klukku- stund í ferðinni. — Att þú krakkann í vagninum? kalla börnin í götunni. — Já, svarar hann eins og satt er. — Er það strákur eða stelpa? — Svolítill strákhnokki. — Hvað heitir hann, ha? — Hann heitir nú bara kútakútur. — Megum við sjá hann? (Framh. á bls. 27) 10 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.