Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.07.1958, Blaðsíða 23
spurningu sína, hvað liann ætlaðist fyrir með náinn og hvað allt þetta umstang ætti að þýða? Gaf Brúsi bóndi lítið út á það. — Kær þú þig kollóttan um hluti, sem ekki koma þér við! anzaði hann yngra bróður sínum: Mín er ábyrgðin, mundu það! Þegar þeir nálguðust prestssetrið skipaði Marteinn honum að skreppa heim og ná í einhver af hversdagsklæðum klerks og færa sér. — Helzt síðsloppinn græna, sem hann er vanur að bregða sér í kvölds og morguns! áréttaði hann skipun sína. Unglingurinn færðist undan að gera sem fyrir hann var lagt, kvaðst ekki með nokkru móti þora það, — síðsloppurinn lægi á stólbaki fast við höfðalag húsbóndans. — Digni einn, verður annar að duga! liafði þá Marteinn sagt: Haf þú þig héðan hið bráðasta, leggðu land undir fót og láttu aldrei framar sjá þig á þessum slóðum! Hérna er sjóð- ur og í honum hundrað dalir, — þeir ættu að hrökkva þér til sæmilegs viðurværis einhvers staðar sunnan landamæranna, á meðan þú ert að koma undir þig fótum. En farðu langt, — farðu sem lengst! Og sjá þú svo til, að enginn beri kennsl á þig. Gervinafn er þér nauðsynlegt, — og eins hitt, að þú aldrei framar setjir fót á Danagrund. A leiðinni suður skalt þú ferð- ast um nætur, en fela þig daglangt. Hérna er malpoki. sem í er sitthvað ætilegt, — mat ættir þú ekki að þurfa að kaupa eða snýkja fyrr en þú ert kominn úr landi. Enda mun þér það hollast! . . . Snáfastu nú af stað, og far sem hraðast yfir, — og komdu aldrei aftur hingað, eg endurtek það! Vel má vera að líf þitt liggi við. Þarna í skóginum skildi með þeim Brúsabræðrum og sáust aldrei þaðan í frá, en Niels fór að svo sem fyrir hann var lagt. Hafði flóttamaðurinn ekki átt sjö dagana sæla: nauðugur viljugur hafði hann verið tekinn í herþjónustu árum saman, staðið á vígvelli, og annaði það honum til örkumla áður vfir lauk. Allslaus, aumur og fáráður hafði hann seint um síðir lagt út í að leita uppi æskustöðvarnar, — það hafði verið örðug ganga, en nú var hann á leiðarenda. Þannig hljóðaði í sem fæstum orðum saga þessa vanhaldna vesalings. Að hún væri sönn gat eg ekki efast um, og kenndi sárlega í brjósti um hann. En um leið varð mér Ijóst, á hvern hátt hinn ólánssami embættisbróðir minn hafði orðið fádæma mannvonzku að bráð, — og þó um leið sjónarvillu vitnanna og dómarans og auðtrúa hugarflugi sjálfs sín. Hvernig má það vera, að nokkur maður skuli treysta sér til að gerast banamaður bróður síns úr dómarasæti! — ráða af dögum jafningja sinn! . . . Hver er sá, að hann dirfist að segja við nokkurn annan mann: Þú ert dauðasekur og skalt líf þitt láta! . . . Guði einum heyrir hefndin til, — lífsslitum er sá einn umkominn yfir að ráða, sem lífið gaf. Mætti sá hinn sami launa þér, ólánssami bróðir, píslardauðann með óendanlegri sælu eilífs lífs. Svo sem hér stóð á efaðist eg stórlega um, að mér væri heim- ilt, hvað þá að mér bæri nokkur skylda til að ljóstra upp ávirð- ingum iðrandi og sundurkramins syndara, og það því síður, sem héraðsfógetinn er enn ofan jarðar. Fæ eg ekki betur séð en að það gengi hermdarverki næst að stvðja að því, að hann yrði áskynja, hversu herfilega honum missást í máli tengda- föður síns tilvonandi. Finnst mér það vel mega bíða þangað til hann kemur þar á land, sem allir hlutir, augum vorum huldir, upplýsast. Lagði eg mig því fram um að veita útlaganum heimsnúna huggun heilagrar þrenningar. Réð eg honum ákveðið til að leyna nafni sínu og atburðum þeirn, er hann hafði verið við riðinn. Hét eg honum að lokum að útvega honum hjúkrun og samastað hjá bróður mínum, sem á heima í fjarlægu héraði. Daginn eftir var sunnudagur. Þegar eg síðla dags kom heim frá útkirkjunni, var stafkarlinn horfinn og fannst livergi. — hafði staulast á brott á hækjum sínum. Varð þess þá og eigi langt að bíða, að saga hans yrði heyr- inkunn um nágrennið og víðar þó. Samvizkan varð honum yfirsterkari. Varð þess þá og eigi langt að bíða, að hækjurnar og það sem eftir var af ganglim- unum fleyttu honum til Hrossaflóa. Náði hann þegar tali af héraðsfógetanum og tjáði honum af létta — og í allra áheyrn — að hann væri Níels brúsi og ódauður til þessa dags. Fógeta varð svo við, að hann lézt af heilablóðfalli fyrir viku- lokin. En Brúsabróðir var farinn á undan honum. Að morgni þriðja dags vikunnar fannst liann örendur á hellu þeirri fyrir kirkjudyrum hér í Alatjörn. sem markar leiði Sörens sáluga Vaðlaklerks. ENDIR. ískyggilegt aldarfar (Framh. aj bls. 11 tíndum stríðsglæpamönnum í kvið- dómi, er fjallaði um stríðsglæpi, í ann- álum mannkynsins skipa slík réttar- höld svo skuggalegan sess, að líkast er örlagarún á vegg. Því var það að er grunur féll á um að herstjórn Frakka í Alsír beitti eða léti viðgangast að menn væri pyndað- ir til sagna, reit hérlend deild alþjóða- samtaka til varnar frelsi og menningu systurdeildum sínum á hinum Norð- urlöndunum og stakk upp á að fram yrði borin við aðalstöð samtakanna í París tilmæli um, að grafist yrði fyrir hið sanna á þeim ásökunum, og stung- ið upp á, að samtökin færu fram á að mega senda rannsóknarnefnd á vett- vang. Var þeirri málaleitan vel tekið af norrænu deildunum, en sem kunnugt er lá einmitt um þær mundir við borg- arastyrjöld í Frakklandi; ber aðalstöð- an það fyrir sig í skýringu sinni á því, hvers vegna framkvæmdir í málinu hafi tafizt. Hins vegar herma síðustu fréttir, að nýskipaður forsætisráðherra hafi kjörið þrjá af helztu rithöfundum Frakka í álíka nefnd og þá, er fyrir íslandsdeildinni vakti, og sent þá suð- ur yfir Miðjarðarhaf með fullu um- boði. Eru slík viðbrögð næsta ólík því, er gerast mundi og gerzt hefur austan tjalds þegar nauðsyn á athugun var þó sízt minni. Glaðhlakkalegar árásir aumkunar- verðra hræsnara, vikaliðugra hand- benda hræsnara og griðníðinga á fé- lagsskap vorn fyrir að hafa látið grun- inn um hermdarverk vestrænna bandamanna liggja milli hluta og þannig sýnt óheilindi við málstað vorn, falla um sjálfar sig gagnvart staðreyndum. Hafi þeim verið alvara — sem raunar er útilokað — munu þeir varla hnika frá ekki aðeins að styðja, heldur og sjálfir gangast fyrir jafnógrunsamlegum leiðangri til rann- sóknar á þjóðbyltingunni í Ungverja- landi og réttmæti þeirra sakargifta, sem múgur manns hefur orðið að láta fyrir landsvist, veraldarhamingju og jafnvel lífið sjálft, og þó einkum af- drifum fórnfúsra föðurlandsvina, fyrr- um samherja, sem sumir hverjir hættu lífi og limum haldnir trúnaðartrausti, sem virðist óskiljanlegt — og eru þó sumir hér vestra haldnir því svo ligg- ur við æði. Endist það þeim áfram, hlýtur sjálf- blinda þeirra að teljast ólæknandi. SAMVINNAN 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.