Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1958, Side 12

Samvinnan - 01.12.1958, Side 12
Finna tók vanskapaða hvolpinn upp og settist með hann á kassann. ekki hvað hún gæti verið að gera ein frammi í bæ um hánótt. Eg fór því einu sinni fram á eftir henni. Það var ljós í hundaskotinu. Finna hlaut því að vera þar. Eg sá ekki hvað hún var að gera, gat ekki komizt það nærri skotinu án þess að hún yrði mín vör, en vildi ekki ónáða liana, því ég hugsaði mér að fara á undan henni næstu nótt og fela mig á bak við strigann. Þaðan sá ég vel inn í skotið. Þetta fór eins og ég ætlaði. Eg var komin á undan henni og búin að gera of- urlítið gægjugat á strigann, þegar Finna kom með fjóstýruna sína í hendinni. En hvað var þetta? Finna gekk óhölt. Gat það verið að fóturinn, sem brotnaði þeg- ar hún var lítil telpa, en greri skakkt saman, hefði lagazt svona skyndilega? Hún setti týruna á fjöl, sem stungið var í vegginn og sagði: „Er elsku vinurinn þarna, er lionum ekki farið að leiðast að bíða?“ Þetta þótti mér enn merki- legra, því ég skildi vel hvað hún sagði. Hvernig gat hún talað svona skýrt? Hún sem hafði skarð í vörina og holan góm. Nú laut hún yfir kassann og rétti fram hendurnar. „Vill hann ekki koma. ætlar hjartans kúturinn ekki að koma?“ Þetta endurtók hún nokkrum sinnum og bar sig til eins og móðir. Loks tók hún van- skapaða hvolpinn upp og settist með hann á kassann. Hún skoðaði hann í krók og kring og masaði við liann og gældi, lagði hann við vanga sinn og kyssti hann á trýnið. Þegar hún hafði hampað hon- um urn stund, hneppti hún frá sér treyj- unni og stakk honum inn á bera bring- una. Strax og hvolpurinn kom í velgjuna fór hann að leita. Hann tróð sér niður á milli brjóstanna og snapaði um axlir hennar og háls. Finna lét hann sjálfráð- an, en gætti þess eins, að hann ylti ekki út úr treyjubarminum. Hún sat upprétt og horfði í fjarskann. Augun voru stór og blá og í þeim ljómaði fögnuður, ást og umhyggja. En hvar voru nú þungu og þykku augnalokin, sem venjulega huldu augun að mestu? Bláu, síðu kinnarnar voru nú rjóðar og unglegar. Flata nefið var ekki lengur ljótt. Lága ennið hafði hækkað og nú stirndi á hárið, sem áður var litlaust og gróft. Vörin var gróin og með nettum munni hvíslaði hún: „Elsku drengurinn minn.“ Þannig sat hún lengi og naut þess að vera móðir. Loks tók hún hvolpinn úr barmi sínum og vafði hann í svuntu sína. Svo reri hún með hann og sussaði á milli þess að hún söng með lag- leysu: „Faðir vor, þú sem ert á hirnn- um.“ En þegar hún hafði endurtekið þetta bænarupphaf nokkrum sinnum, sagði hún mæðulega: „Æ, mamma mín, ég man ekki meira, ég er svo gleymin.“ Þegar hvolpurinn var sofnaður, stóð Finna á fætur og lagði hann í bælið hjá tíkinni, slökkti ljósið og læddist inn göngin. Kvöldið eftir sá ég húsbóndann með sveðju í höndunum. Eg spurði í hvaða stórræði hann væri að leggja. „Ja, minnztu ekki á það, ég ætla að farga hvolpsræflinum. Eg hélt að það hefði verið gert strax þegar tíkin gaut, en nú er mér sagt, að hann lifi enn.“ Eg var að hugsa um að segja honum frá því, sem ég sá í hundaskotinu og biðja hann að lofa hvolpinum að lifa. En ég sá, að það var barnaskapur, því hvolpurinn, sem var máttlaus að aftan og vanskapaður að auki, gat ekki lifað til lengdar. Um kvöldið var ég komin á undan Finnu í felustaðinn og beið hrygg eftir því að sjá, hvernig hún tæki missinum. Það brá ljósgeisla fyrir í göngunum. Finna var að koma. Hún gekk upprétt og léttstíg. Hún hafði sett upp hreina svuntu, var í jólatreyjunni sinni og hélt á hvítum svæfli í hendinni. Finna setti frá sér týruna og kraup við kassann. „Er ekki elsku drengurinn orðinn leiður, mamma kemur svo seint, ætlar vinur- inn ekki að koma til mönnnu?" Og hún þreifaði í hnipri tíkarinnar. „Er litli kút- urinn að fela sig?“ sagði hún hálf hlæj- andi og þreifaði um allan kassann. Svo leið andartak. Hún spratt á fætur, þreif tíkina upp úr kassanum, seildist eftir týrunni og lýsti niður í bælið. En þar bröltu aðeins tveir hnöttóttir, sjálfbjarga hvolpar. Finna þrýsti hendinni að hjartastað og veinaði: „Ó, Guð minn góður, það er búið að taka hann frá mér.“ Svo var eins og hún missti allan mátt. Hún hneig nið- ur á gólfið og hallaðist upp að moldar- veggnum. Og nú var hún aftur orðin svo lítil og kryppan svo stór. Sorgin afmynd- aði andlitið. Máttur ástarinnar var horf- inn. Hún grét hljóðlega, tárin runnu nið- ur kinnarnar, niður á jólatreyjuna. Týr- an féll úr hendi hennar og ljósið slokkn- aði. Allt varð dimmt. Eg gekk til hennar, hún virtist ekki verða mín vör. Ég tók hana í fangið og bar hana inn. Hún var létt eins og fis og henni var kalt. Ég hlúði að henni eins og ég gat og fór ekki frá henni fyrr en hún var sofnuð. Morguninn eftir var Finna veik. Ég bauðst til að hjúkra henni, en hún þurfti ekki lengi á því að halda. Hún dó eftir þrjá daga. Oft var hún með óráð þessa daga. Þá talaði hún alltaf við elsku drenginn, og fékk þá alltaf sama útlit og þegar hún hjúkraði honum í hundaskot- inu. Ég bjó um Finnu í kistunni. Hún var í jólatreyjunni og svæfillinn undir höfð- 12 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.