Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1958, Page 38

Samvinnan - 01.12.1958, Page 38
I. t Svartavatns-kirkjugarði. Selma Lagerlöf í garðinum að Márbacka. Hátíðarför um Vermaland Eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur Minningarhátíðin í tilefni af aldaraf- mæli Selmu Lagerlöf á þessu ári var hin veglegasta og öllum til heiðurs, sem að henni stóðu. Vissulega hafði Vermaland til þess mörg skilyrði að slík hátíð færi þar fram. í Karlstad, sem er höfuðstaður Vermalands, er stærsta hótel Svíþjóðar, utan Stokkhólms, og mörg önnur hótel, Gösta Berlings hótel heitir eitt. Ennfrem- ur láta mörg einkaheimili í té gistingu og hafa af því drjúgar tekjur á sumrin, þegar ferðamannastraumur til borgar- innar er hvað mestur. Þá ber að geta þess, að Vermaland er rómað fyrir fegurð, ekki spillir, að þar eru margir frægir sögustaðir. „Landslag væri lítils virði, ef það héti ekki neitt,“ segir Tómas skáld Guðmundsson, en því meira virði, sem það ber frægari nöfn, mætti álykta. Frykenvatnið og umhverfi þess, þrenningin: vatnið langa, sléttan lit- brigðaríka og frjósama og fjöllin bláu eru hið ljómandi leiksvið Gösta Berlingssögu. Vatnið nefnir Selma Lagerlöf Löven. Af herragörðum og stórbýlum á bökkum þess skal hér nefna: Eikabæ kavaléranna, Borg, Björne og Berg, en hver þessara staða hafði sína fegurðardís: Elísabet Dohna, Maríönnu Sinclair og Önnu Stjárnhök, allar þessar yndislegu konur, sem voru „einskær fegurð, einskær ljós,“ elskuðu skáldið Gösta Berling, „hinn sterkasta og veikasta meðal mannanna." Á Fossi bjó Sintram illi, sem hafði af því hina mestu unun að taka á sig gervi beinmarksins, hrella og villa. Heimili Liljukrónu, lautenants, Laufdalir er Már- backa, eitt hið fegursta og frægasta skáldheimili veraldar, en teflir nú orðið um frægð og aðsókn við Eikabæ, Rottner- os-herragarð með höggmyndasafn í un- aðsfögrum skrúðgarði. Hámark Lagerlöfhátíðarinnar munu flestir þátttakendanna telja heilsdags- ferð um Vermaland með mjög hátíðlegu sniði; sú för var gerð laugardaginn 16. ágúst. Klukkan sjö var árbítur framreidd- ur fyrir ferðafólkið, en lagt var af stað um áttaleytið í sjö stórum bílum. í fararbroddi var bíllinn, er aka skyldi til Öster-Ámtervik-kirkju. Lagður var blómsveigur á leiði skáldkonunnar aldar- gömlu, kveðja frá starfssystkinum hennar norrænum. Af hálfu íslendinga var Mar- grét Jónsdóttir, skáldkona, viðstödd at- höfnina við legstað Selmu Lagerlöf. f sögum sínum nefnir Selma Lagerlöf kirkjugarðinn, þar sem hún var lögð til hinztu hvílu, Svartavatns-kirkjugarð. Utangarðs var moldu orpinn einn af kavalérunum frá Eikabæ, sá þrettándi. Hann féll fyrir eigin hendi og fékk ekki leg í vígðum reit. Félögum hans þótti það hart og vildu votta honum vináttu sína og tryggð. Á næturþeli sátu þrír þeirra á þúfunni hans og spiluðu við blindan, þ. e. hinn látna, eftir að hafa strokið vinalega um grasgróið kumlið og mælt til þess, er það byggði, svofelldum orðum: „Þú hvílir hér svo einmana, Jóhann Friðrik. Langar þig ekki í einn hring?“ Hinn látni vann spilið, svo sem vera bar. í lifanda lífi hafði hann verið spilafífl og fargað sér vegna spilaskulda. — Aldrei munu Sunnebúar líta neitt veglegra á kirkjustað sínum en jarðarför Selmu Lagerlöf fyrir rúmum átján árum: fjölmennið, fánaborg barna, heiðursfylk- ingu stúdenta. Auk líkræðunnar flutti nær fjórði tugur manna ávörp við kist- una, á fjórða hundrað kransar höfðu bor- izt — og hvílíkir kranzar! Frægasta dótt- ir Vermalands var kvödd sem þjóðhöfð- ingi, enda hafði hún stundum verið nefnd hin ókrýnda drottning Svíþjóðar. Meðan beður hennar var blómum þakinn söng kór sveitarinnar hið eilífa lag við píla- grímsins gleðisöng: Fögur er foldin heiður er guðs himinn, indæl pílagríms ævigöng. Fram, fram um víða veröld og gistum í paradís með sigursöng." II. Geijersbær í Ransáter. Fyrsti almenni viðkomustaðurinn í Vermalandsferðinni var Geijersbær í Ransáter. Þar fæddist og óx upp eitt af andans stórmennum Svía, Erik Gustaf Geijer (f. 12.1 1783 — d. 23.4 1847). Hann var fjölgáfaður og hálærður, skáld, rit- höfundur, tónskáld, sagnfræðingur og heimspekingur, prófessor við háskólann í Uppsölum um þrjátíu ára skeið, þótti frá- bærlega snjall fyrirlesari, yfirleitt hinn mesti atkvæðamaður í sænsku þjóðlífi. Átti sæti á þingi og barðist fyrir auknu lýðfrelsi, menntun og hag alþýðunnar. Önnur fræg nöfn, sem tengd eru þessu minjasafni, eru Uno Troili, systursonur Geijers; hann var í fremstu röð listmál- ara á sinni tíð, lézt 1875, sextugur að aldri. Fredrik August Dahlgren, sem lézt nær áttræður 1895, var höfundur söng- leiksins Vermlendingarnir, sem leikinn er árlega í Svíþjóð við miklar vinsældir, sýn- ingafjöldi skiptir þúsundum, leikurinn er methafi meðal söngleikja sænsku Óper- unnar, sem í meira en öld hefur haft það til siðs að sýna þennan vinsæla, þjóðlega leik um jólaleytið ár hvert. Þetta alþýð- lega skáld, sem orti vísur á vermlenzkri mállýzku, var málfræðingur, höfundur alfræðiorðabókar, framarlega í hljómlist- arlífi sinnar samtíðar, einn af átján í sænsku akademíunni, og mætti mikið um hann segja. Árið 1947 var ég á háskólahátíð í Upp- sölum, sem haldin var í tilefni af hundr- uðustu ártíð Geijers; nú höfðu atvikin hagað því þannig, að á aldarafmæli ann- ars vermlenzks skálds gafst mér tækifæri til að sjá þann stað, þar sem hann fædd- ist og ólzt upp. Meðan hann stundaði skólanám var hann heima í Geijersbæ um sumur, og samdi þar tvítugur að aldri rit um Sten Sture, sænskan þjóðmálaskör- ung, og hlaut fyrir verðlaun sænsku aka- demíunnar. Hann skrifaði á laun og faldi handrit sitt í stórri gólfklukku, sem fyrir bragðið er talin með dýrmætustu minjum um skáldið og lærdómsmanninn, Erik Gustaf Geijer. Geijersbær er einlyft, hvítmálað hús, þvert fyrir, til beggja hliða, rauð hús með hvítum gluggakörmum og dyraumgerð- um, flosmjúk garðflöt, sundurskorin af sandbornum stígum, hávaxin, fagurlaufg- uð tré, minnisvarði gegnt aðaldyrum. Inni er lágt til lofts og litlir gluggar, breiðar gólffjalir, notalegur svipur hvilir 38 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.