Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1958, Side 55

Samvinnan - 01.12.1958, Side 55
miklu hlutverki fyrir mannfólkið, eft- ir að þeir eru komnir undir græna torfu, sem nú eru að rífast um hana. Mikil og almenn smekkbreyting hefur þegar átt sér stað. Hin skilgetnu af- kvæmi abstraktlistar í byggingum og húsbúnaði hafa hlotið almenna viður- kenningu. Flestir kunna að meta stíl- færðar niyndir, ef þar finnst eitthvert hlutlægt hálmstrá til að grípa í. Ofræg- ingarorð svo sem Neskirkjulist og klessu- list munu falla dauð og ómerk og hring- rás þróunarinnar heldur áfram. Það er ekki eins og Fenrisúlfur geyi né Ragna- rök séu í nánd, þótt menn hafi í bili varpað náttúrustælingu fyrir borð. Uppreisnin á Skelinni (Framh. af bls. 25) in og Kári hafði dregið nokkra fiska, reis ég upp og spurði um duflið. „Það er þarna,“ segir Kári og bendir á dufl talsvert vestan við okkur. Var nú róið þangað. Kom þá í ljós, að þetta var ekki okkar dufl, enda miklu stærra en það. Sá ég, að mótorbátur úr firðinum mundi eiga lóðatengsl þarna, en undir bátinn hillti all langt í vestr- inu. „Á, hvurt í öskrandi, — ekki okkar dufl. Ja, nú skil ég ekki. Ég sem hef alltaf horft á þetta dufl, — nú, þá veit ég bara ekkert um það.“ Þetta var þá Kára innlegg í málið. Hansen var vitanlega alveg gagnslaust að spyrja, því að hann mun varla hafa séð margar áralengdir frá bátnum. Leituðum við nú um stund að dufl- inu, en fundum ekki. Sá ég þó, að okk- ur hafði lítið sem ekki borið af miðinu. Datt mér strax orsökin í hug, en hafði þó ekki orð á því. Ilins vegar taldi ég sjálfsagt að við rerum upp að grunndufl- inu. En á leiðinni þangað tók ég eftir því, að Hansen var að verða mjög áhyggju- fullur á svipinn og miklu hljóðari en áð- ur. Og ekki var Kári heldur skrafhreyf- inn, þótt ég gerði ítrekaðar tilraunir til þess að spjalla við hann og gera gaman að þessari leit að duflinu. Og ekki batnaði, þegar grunnduflið var heldur ekki neinsstaðar sjáanlegt. Leituðum við að því um stund, en án árangurs. Og nú tók Kári kaupmaður Karlsson til máls: „Ja, hvurt í sjóðandi, það er þá bara svona, bæði duflin horfin. Það hef- ur svo sem komið fyrir, að einhver stór sjóskepna, eitthvert illhveli, hefur farið í h'nuna og vafið henni um sig og sökkt öllu saman, og menn kannski nauðuglega bjargast. Það getur nú margt skeð á sjó. Það vitum við bezt, sem á sjóinn höfum komið fyrr en nú —.“ Og nú leit Kári til mín eins og sá, sem veit um yfirburði sína. En Hansen varð ekki sama. Og góðlátleg kímni mín yfir bollaleggingum Kára á þessu fyrirbæri um duflin, varð honum alls engin hug- hreysting. Segir hann þá, og var rödd hans ekki laus við nokkurn titring: — „Já, það er bara svona. Hefur það virkilega komið fyrir, að illhveli vefji svona um sig lín- unni, — komi svo kannski úr kafinu og sökkvi bátnum, — og við á þessari skel —.“ Þótti mér nú sem þetta mál gæti kom- ist á varasama braut og greip því fram í áður en Kári fengi ráðrúm til að svara, því að ég taldi með sjálfum mér engan vafa á því, að duflin hefðu sokkið vegna straumþungans, sem ég hafði heyrt sjó- menn tala um að gæti orðið afar mikill á þessum slóðum. Tók ég nú að útlista þetta fyrir þeim. Sagði, að þeir mundu hafa heyrt talað um hart straumfall hér í aðfall og út- fall, að minnsta kosti hann Kári. Við liefðum lagt lóðirnar með aðfallinu og straumurinn muni hafa fært okkar litlu dufl í kaf. Það væri ekki að marka þótt dufl mótorbátsins flyti, það væri miklu stærra. En svo myndu þau áreiðanlega koma upp á yfirborðið við fallamótin, — um liggjandann, sem kallað væri, og eftir því yrðum við að bíða. Á þetta höfðu þeir hlustað þegjandi, en þó siður en svo rólegir. Því að á meðan þessu hafði farið fram, tók örlít- ill andvari að gára spegilsléttan hafflöt- inn, og vakti það heldur en ekki at- hygli þeirra. Tóku þeir nú að skima í kringum sig og horfa til lofts, unz Kári tekur til — Nú duga engar fortölur — ég þoli ekki að vera kvenmannslaus stundinni lengur. máls: „Hann ætlar líklega að gera norð- an, og þá er hann nú ekki lengi að rjúka upp —.“ Benti ég þeim þá á heiðríkan himin og lognkyrran sjóinn, þar sem ekki sæist votta fyrir skýjarönd við hafsbrún, hvað þá meir. „O, það er nú ekki alltaf að marka,“ segir Kári. „Hann getur nú rokið upp fyrir því, þótt ekki sjáist neinn kólgu- bakkinn. Ég held að maður hafi nú reynt það, prestur góður-------.“ Grípur þá Hansen fram í og segir með þunga í röddinni: „Og alltaf er nú bezt að sýna gætni á sjónum, ekki sízt þegar maður er nú á svona kænu, sem ekkert þolir. Og ekki skil ég í þessu með duflin, hvað sem hver segir, mér sýnist það eitthvað dul- arfullt. Og heyrt hefur maður nú hitt og þetta, sem skeð getur á sjó, ekki sízt þegar stórviðri er yfirvofandi. Nei, ég skil ekki í því, að duflin hverfi svona að ástæðulausu —.“ Sá ég nú, að óttinn um að eitthvað skelfilegt gæti verið yfirvofandi, var að ná tökum á þeim. Hóf ég því á ný að sýna þeim fram á það, að ekkert væri að óttast, alls ekkert. Straumurinn hefði- fært duflin í kaf og þau kæmu upp við fallamótin, — í liggjandann. Við skyld- um því taka lífinu með ró í logninu á meðan. Kári gæti haldið áfram að ná sér í nokkra stútunga aukreitis. Og við Hansen gætum kveðið og sungið á meðan. „Já, það er nú bara að við kærum okkur nokkuð um svoleiðis kúnstir —,“ grípur þá Kári fram í, „það er nú al- deilis ekki víst.“ „Nú, jæja,“ segi ég, „þá er annað ráð til og ekki lakara. Við getum hæglega róið hérna út í mótorbátinn, sem á dufl- ið þarna norðurfrá, fengið okkur þar kaffisopa og komið svo með bátnum þegar liann fer að draga sínar lóðir. Þá verða duflin okkar áreiðanlega komin úr kafinu. Væri þetta ekki ágætt ráð?“ En nú skall óveðrið á — í bátnum. „Að ætla að fara að ana með okkur út á haf, á þessari fleytu, — ha — er það nokkurt vit?“ kallar Kári þá upp hástöfum og tútnaði allur út þar sem hann sat. „Ég aftek það aldeilis með öllu. Það sjá líka allir, sem einhverntíma hafa á sjó komið, að hann getur farið í rok. Og hvað þá? Nei, það er bara ekk- ert vit í þessu —.“ „En það eru nú engar minnstu líkur til, að hann hvessi fyrst um sinn, Jíári minn,“ segi ég með hægð, en festu. „Ann- aðhvort bíðum við hér, eða við róum út í mótorbátinn, og--------.“ SAMVINNAN 55

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.