Samvinnan - 01.09.1961, Síða 12
vera farin að hugsa um hjú-
skap — auk þess elskaði hún
hann ekki.
Þá gerði hann nýja skyssu í
fáti sínu og úrræðaleysi. Hann
tók til að útlista fyrir henni,
hve efnaður faðir sinn væri, og
þar sem hann væri eina barn
hans, ætti hann framundan
mjög örugga fjárhagslega
framtíð. Þá setti hún upp
þóttasvip, hló og sagði: Ég er
ekki til kaups. Árum saman
hafði hann munað þennan
svip hennar og hlátur. Og
hann hafði oft síðan hugsað
um það, að ef til vill hefði allt
farið öðruvísi, ef hann hefði
ekki verið svona bráðlátur í
stað þess að fara að öllu með
lagi og bíða. En þá var of seint
að sjá það. — Og nú var hann
sjálfur kvæntur ágætis konu,
sem hann hafði margsagt — og
einnig sjálfum sér og öðrum
— að hann elskaði, svo það
hlaut að vera satt. En róman-
tík! Hvað var rómantík ann-
að en grillur í unglingum?
Þannig hugsaði hann alla jafn-
an, enda þótt það henti jafn-
vel enn þann dag í dag, eink-
anlega ef hann hafði fengið sér
í staupinu, að honum varð
hugsað til Dísu. Og þá varð
rómantík ekki lengur hlægileg,
því að Dísa var ekki hlægileg.
— Hún hafði gifzt brezkum
hermanni og alið honum son
daginn áður en hann yfirgaf
þetta kalda land ásamt öðru
herliði hennar hátignar Breta-
drottningar. Og að stríði loknu
fór hún til Skotlands, þar sem
maður hennar átti heimili. ís-
lendingar í Edinborg, sem
hann hafði spurt um hana,
vissu ekkert um hana nema
helzt það, að hún vildi ekki
hafa neitt samband við landa
sína. Þeir höfðu frétt, að hún
ætti orðið þrjú börn og væri
fátæk, enda væri maður henn-
ar víst óreglusamur. — Já, það
væri ekki ólíkt henni að forð-
ast landa sína, ef svo væri . . .)
Rauðhærði írinn og stúlk-
an hans stóðu út við borð-
stokkinn og köstuðu brauð-
molum upp í loftið handa
mávunum, sem gripu þá á
lofti. Þetta voru mjög slyngir
mávar. Þau hlógu. Hann liélt
þau myndu vera mjög ham-
ingjusöm.
Og svo opnuðu þeir barinn.
íslendingurinn, sem var í
verzlunarerindum í Bretlandi,
hafði skyndilega tekið þá á-
kvörðun að skreppa yfir til Ir-
lands, og af því að allt var fullt
á fyrsta farrými, neyddist hann
til að ferðast á öðru farrými.
Hann hafði sagt við sjálfan
sig, að það væri hreinasta
skömm að því fyrir íslending,
sem ferðaðist oft til Bret-
lands, að hafa aldrei séð ír-
land. Kannske var líka orsök-
in sú, að hann hafði drukkið
nokkur staup af viskí um dag-
inn, kannske einhver önnur.
Hvort sem var, þá var hann
hér.
Hann gekk inn í veitinga-
salinn og fékk sér viskí og
sóda, því að honum fannst
nauðsynlegt að halda við
áfengisáhrifunum. Hann vissi
sjálfur, að hann var fremur
vínhneigður. Hins vegar var
hann nægilega hagsýnn og
nægilega elskur að stöðu sinni
í þjóðfélaginu til þess að
sleppa sér ekki út í andvara-
lausan drykkjuskap. Sú hugs-
un vakti sífellt með honum —
jafnvel þótt hann væri drukk-
inn — að hann yrði að gæta
sín — gæta sín.
Hópur skozkra stúdenta
flykktist inn í salinn, talandi
og hlæjandi. Sá háværasti
þeirra, búlduleitur og þrek-
vaxinn unglingur, lýsti því yf-
ir með raddblæ og látbragði
sem væri hann að boða mikið
fagnaðarerindi, að nú væri
laugardagskvöld og nú skyldu
menn drekka. Síðan tíndust
fleiri inn í veitingasalinn.
Skarpholda maður með herða-
kistil og vinnulegar hendur
kom einn sér, leit snöggvast
í kringum sig, áður en hann
gekk rakleitt að barborðinu og
pantaði stórt glas af einiberja-
brennivíni og kollu af öli.
Brennivínið hvarf ofan í hann
í fáum sopum. Að því búnu
settist hann við borð með ölið
og fór sér ekki eins óðslega.
Þetta virtist vera almúgamað-
ur, vafalaust ölkær. En hann
hafði falleg, greindarleg augu.
íslendinginn minnti, að hann
hafði einhvern tíma áður séð
hann, en kom ekki fyrir sig
hvar.
Tvær ungar dömur, fransk-
ar, settust við næsta borð, og
honum fannst tilvalið að
kynna sig fyrir þeim, sagðist
vera íslendingur. Þær brostu
við honum, tjáðu sig aldrei
fyrr hafa hitt íslending og töl-
uðu enskuna hægt og nokkuð
bjagað. Samt skildi hann þær
furðanlega. Þæi höfðu pantað
sér ávaxtadrykk og afþökkuðu
hæversklega, þegar hann bauð
Allt í einu er drengsnáði, á að gizka átta til níu ára, kominn í dyragætt-
ina og kallar: Pabbi.
þeim vín. Furðulegir Frakkar,
sem ekki vildu drekka vín,
fannst honum. Þær hlógu,
sögðust hafa sérstakan áhuga
á heilbrigðu líferni. Önnur
sat með handavinnu sína og
heklaði, hin með skáldsögu
eftir Somerset Maugham. Þæi
voru vel heima í frönskum og
enskum bókmenntum. höfðu
jafnvel lesið bækur eftir ís-
lenzka höfunda. Þegar hann
fann, að þær voru honum of-
jarlar á bókmenntasviðinu,
beindi hann talinu að tónlist,
sem hann vissi meira um.
Fyrstu stundarfjórðungana
var tiltölulega rólegt í veit-
ingasalnum. En eftir því sem
fleiri ferðir voru farnar að bar-
borðinu til aðdrátta, tóku
ýmsir að gerast fyrirferðar-
meiri. Svo hófu stúdentarnir
upp söng, byrjuðu á stúdenta-
söngvum. Náunginn með
herðakistilinn hafði fengið sér
annað staup. Það var eins og
réttist úr honum og hann var
ekki lengur niðurlútur, glampi
í augum. Hann fór að gefa sig
að stúdentunum. Þeir tóku
honum með fyrirvara, enda
leyndist þeim ekki, að þetta
var bara verkamaður. Einhver
þeirra fann upp á að kalla
hann ,,kroppinbak“, en það
gerði hann ekki upphátt. En
svo henti atvik, sem vakti
áhuga þeirra á honum. Einum
stúdentanna hafði verið feng-
ið viskístaup, sem hann virtist
ekki kæra sig um, þegar til
kom. Hann stóð með það í
annarri hendinni, vandræða-
legur, unz honum hugkvæmd-
ist að rétta kroppinbak það.
Hvort hann vildi ekki gera
svo vel og drekka það fyrir
sig? Og gulur vökvinn hvarf
inn um varir hans í einum
teyg, eins og hefði það verið
tesopi. Þá uppgötvuðu þeir, að
þetta var maður, sem vert var
að veita athygli, úr því að
hann gat gleypt viskí jafnauð-
veldlega og loft.
Stúdentasöngvarnir gengu til
þurrðar, og þeir tóku til að
syngja hvað sem var. Á með-
an komu æ fleiri inn í salinn,
og brátt var setið í hverju sæti.
Barþjónarnir kepptust við að
afgreiða og höfðu ekki undan.
Allt í einu er drengsnáði, á
12 SAMVINNAN