Samvinnan - 01.09.1961, Síða 18
SigurSur Gunrnrsson, gjaldkeri, telur peninga.
Kristín Eggertsdóttir símadama raðar víxlum
milli þess er hún svarar í símann.
Mitt í hjarta höfuðborgarinnar, þar
sem Hafnarstræti, Hverfisgata, Kalk-
ofnsvegur og Lækjartorg mætast,
hafa, samvinnumenn búið sparisjóði
sínum samastað. í næsta nágrenni
eru ekki ómerkari byggingar en
Stjórnarráðið, Útvegsbankinn, Nýja
Bíó, gamla Hekla (áður en hún var
rifin), Ferðaskrifstofan, Hreyfill og
Söluturninn, sem um áraraðir hafa
sett svip sinn á umhverfið. Sjálfur er
Samvinnusparisjóðurinn til húsa í
hinni gömlu Kauphöll, sem margir
munu kannast við. Yfir þessu svæði,
þar sem börn höfuðborgarinnar og
gestir hennar sinna hinum flóknustu
málum mannlegs athafnalífs meðan
sól er á lofti, eða leita sér skemmt-
unar margvíslegrar, þegar kvölda
tekur, vakir fyrsti landnámsmaður-
inn efst á Arnarhóli og horfir til
sj ávar.
Hér í landnámi Ingólfs hefur Sam-
vinnusparisjóðurinn numið land. Það
er stutt síðan það gerðist. Hann var
stofnaður 1. september 1954 og var
fyrsta starfsárið í Sambandshúsinu
en flutti undir áramótin 1955 í nú-
verandi samastað. Var fyrst í tveim
herbergjum, litlum, en fljótlega óx
starfsemin og þrengdist um í hinu
litla húsnæði. Á síðasta ári losnaði
töluvert pláss í húsinu, þegar að verzl-
un Dráttarvéla flutti að hluta til að
Snorrabraut 32, Var það tækifæri
notað, húsakynni sparisjóðsins stækk-
uð og gerðar á þeim miklar endur-
bætur. Eru þau nú hin vistlegustu og
þægileg mjög fyrir starfsemina.
Starfsmenn sjóðsins voru aðeins 2
fyrsta árið en nú eru þeir 9. Fyrsti
í;
Elín Flnnbogadóttir er drjúg á svip yfir víxlaskránni.
Elín Hjartar leggur saman tölur á viðskiptamannaskrá.
18 SAMVINNAN