Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1961, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.11.1961, Blaðsíða 4
SKÓLASALFRÆDI EFTIR ÓLAF GUNNARSSON, SÁLFRÆÐING WWWWwV Fræðsla sem veitt er í skólum er snar þáttur í lífi allra manna og kvenna, sem búa í menningarþjóðfé- lögum og hafa heilsu og hæfileika til þess að njóta hennar. Allir kennarar þekkja úr daglegu kennslustarfi, að nemendur eru mjög misjafnir, ekki aðeins að gáfum, heldur einnig hvað áhuga, ástundun, hegðun og starfs- hæfni snertir. Það er því ekki nema eðlilegt, að áhugasamir kennarar reyni að fá aðstoð þeirra fræðimanna, sem líklegastir eru til þess að geta látið hana í té og það geta sálfræð- ingarnir. Þegar kennarastéttin hafði viðurkennt vanmátt sinn á vissan hátt og beðið sálfræðingana aðstoðar má segja að skólasálfræðin væri orðin raunveruleiki. Segja má, að þegar kennarar í París fóru á fund sálfræðingsins Alfreds Binet og tjáðu honum, að allmörg börn í almennum barnaskólum gætu ekki fylgst með kennslunni og ósk- uðu aðstoðar við að athuga hverju þetta sætti, væri í raun og veru lagð- ur grundvöllur að starfi sálfræðinga í skólum. Fyrsti áfanginn var merkilegur og á honum byggist enn þann dag í dag mikið af starfi skó’asálfræðinga. Al- fred Binet útbió í samráði við lækn- inn Simon greindarpróf, sem nú eru notuð við greindarmælingar víðsvegar um heim, aðlöguð staðháttum hinna ýmsu landa. Fyrsta útgáfa prófanna var tilbúin 1905 og í endurbættri út- gáfu komu þau 1908. Þegar greindarprófin voru orðin handhægt tæki sálfræðinga var hægt að skera úr því hvort lélegur náms- árangur barna væri lítilli greind að kenna eða einhverju öðru. Þar með var grundvöllur fenginn fyrir skyn- samlegri og mannúðlegri meðferð á ógreindum börnum innan vébanda skólanna. — Á grundvelli þeirrar þekkingar sem prófin veittu var hægt að sníða námsefni eftir hæfileikum nemenda og koma þannig í veg fyr- ir, að þeim ógreindari yrði ofboðið með of þungu námsefni og hinum greindustu ætlað of lítið verksvið með því að leggja fyrir þá of auðveld verkefni. Þar sem skólasálfræðiskrifstofur eru starfandi, er það yfirleitt í þeirra verkahring að kanna hæfileika þeirra barna, sem skera sig úr vegna lítillar námsgetu, og sums staðar er sálfræð- ingunum einnig falið að skipuleggja og annast umsjón með kennslu þeirra. Þar sem slík starfssemi er komin á fastan grundvöll er venjulegast um þrennskonar aðstoð að ræða við ó- greindustu börnin. í fyrsta lagi þau börn, sem teljast verða fávitar, þeim eru ætluð sérstök skólaheimil: eða fá- vitahæli eftir því á hvaða stigi fá- vitaháttar þau eru og hversu full- komin aðstoð hins opinbera við van- gefið fólk er. í Danmörku sér félags- málaráðuneytið um uppeldi þeirra barna, sem sálfræðingarnir telja á fá- vitastigi og hafa skólasálfræðingarn- ir því venjulega ekki önnur afskipti af þeim, en ganga úr skugga um, að þau muni þurfa félagslegrar aðstoð- ar við, einnig að skólanámi loknu, og er þá ábyrgð venjulegra barnaskóla á þeim börnum lokið. Þessi hópur er sem betur fer fámennur eða 1—2% alira barna. Hér á landi er nú unnið að því að bæta hag fávita bæði af ríkisvaldinu og félagssamtökum en mjög skortir þó enn á, að mál þessa bjarglausa fólks hafi hlotið þá lausn, sem teljast megi samboðin menningarþjóð og eiga margar íslenzkar fjölskyldur um sárt að binda af þeim sökum. í öðru lagi eru víða hafðir sérstakir bekkir fyrir börn, sem eiga erfitt með að læra, eru þá venjulega hafðir fáir nemendur í hverjum bekk þannig, að kennarar geti sinnt hverjum einstök- um meira en ella og sniðið námsefnið við hæfi þessara nemenda. í þriðja lagi er sumum nemendum veitt aukaaðstoð utan hins venjulega skólatíma en þeir látnir vera í sínum bekk eftir sem áður. Þar sem bezt er séð fyrir hag þessa greinda fólks sjá kennarar þess einn- ig um, að það njóti sérstakrar starfs- fræðslu, þannig að skólinn skilur ekki við það fyrr en það er komið í örugga höfn hvað atvinnu snertir. Sé þessum börnum ætlaður jafnlangur skólatími dag hvern og öðrum börnum verður kennsla þeirra dýrari en annarra barna sökum þess, að færri nemend- ur eru í hverjum bekk. Hugsanleg leið er lika að hafa kennslutíma þeirra styttri, en skipuleggja kennsluna eigi að síður í samræmi við þarfir barn- anna. Sé hvorugt gert verður yfirleitt lít- ill árangur af náminu. Ógerlegt er að kenna 20—30 lítið gefnum börnum í sama bekknum þannig, að þau hafi gagn af kennslunni, og sé námsefni það sama og í venjulegum bekkjum verður það börnunum um megn og námsárangurinn sem heild lítill, jafn- vel neikvæður. Hinn neikvæði árang- ur stafar þá jafnan af því, að börn- um er ætlað námsefni, sem þau ráða ekki við. Bráðlega gefast þau upp í 4 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.