Samvinnan - 01.11.1961, Blaðsíða 18
I.
Sumar ekur
sólarvagni
hátt of himinskeið.
Varmur af orku
anganþeyr
hvíslar í grœnu grasi.
Vaka um víðerni
vorsins ómar.
Titrar vonartónn.
Langæ lífsþrá
Ijósið teygar.
Árviss óskasigur.
Gerast enn undur
— undur lífsins —;
frœ verður furustofn.
við upprisu alls á vori.
Hugarlaukar
laufgast þá.
Svo skal innra sem ytra.
II.
Á sólarhátíð signir friður jörð
og svœfir raddir kviðans óttaþungu
og flytja. blómaklukkur bænagjörð
um bœttan hag og frelsi kynslóð ungu.
Fagnar allt,
sem öndu dregur
á hœstri sólarhátíð.
Maðkur í mold,
már á skeri
syngja lífi lof.
Andi og efni
i upprisutrú
um síðir sameinast.
Mœtast í miðju
maður og guð.
Einn er vegur vega.
í framsókn lífsins eitt er boðorð œðst,
sem allir skyldu muna, virða og rœkja
og setja jafnan öllu háu hæðst.
Vor heimur þangað lausnarmátt skal sækja.
Það hljóðar svo: Ef hendi styður hönd
og hugur veitir fæti brautargengi,
má breyta sandi og urð í akurlönd,
— I átt til sólar klifa hátt og lengi.
JÓNAS A. HELGASON,
bóndi í Hlíð á Langanesi.
Hálfrar aldar afmæli
Kaupfélags
Langnesinga, Þórshöfn
Allifsins ást
umvefur jörð.
Skilst að allt er eilíft.
Faðmar fegurð
fo!d og mar.
Blaktandi skar verður blys.
Dimmur vetur
dœmdur l útlegð.
Ríkir náttleysa norðurs.
Gamall verður ungur
í annað sinn
Bjart er um fjöll,
— bjart um strendur,
sœrinn silfurblár.
Bíða sem brúðir
ins bjarta dags
lendur ósnortnar alls.
Samtíð og framtíð
við Sögu mynnast
— verða allar eitt.
Brosir þá Fjallkonan
við börnum sínum
móðurbliðu brosi.
Ljóðið, sem hér er að framan skráð,
flutti höfundur þess á afmælishátíð mik-
illi, sem Kaupfélag Langnesinga efndi til
á sl. sumri. Tilefni þeirrar hátíðar var það,
að hálf öld var liðin frá stofnun kaupfé-
lagsins. Höfundurinn er ekki myrkur í máli
um gildi samvinnusamtakanna fyrir fólkið
í landinu, undir því merki getum við sigr-
ast á erfiðleikunum, og „breytt sandi og
urð í akurlönd — i átt til sólar klífa hátt
og lengi.“ Og allt sem gera þarf er að hönd
styðji hönd.
Það kom fram í hinum fjölmörgu ræð-
um, sem fluttar voru á afmælishátíðinni,
að Langnesingar eru sama sinnis og skáld-
ið í Hlíð. Fimmtíu ára samvinnustarf hef-
ur eflt trú þeirra á mátt samtakanna,
aukið hana og styrkt.
Jóhann Jónsson, sem undanfarin ár hef-
ur verið kaupfélagsstjóri á Þórshöfn, hef-
ur nýlega látið af því starfi, en við hefur
tekið Gísli R. Pétursson. Gísli flutti ræðu
á hátíðinni og sagði m. a.:
18 SAMVINNAN