Samvinnan - 01.11.1961, Blaðsíða 25
Litið inn í . . . .
Prh. af bls. 12
nef. Grannvaxinn maður —
sjálfsagt spengilegur á velli
og fjaðurmagnaður í hreyf-
ingum, þegar hann var að
semja sinn kapítula í mann-
kynssöguna.
Margir hafa staðnæmst
þarna og horft á hetjuna. í
mörgu fé eru misjafnir sauðir.
Og mannkindin er ofurseld
margvíslegum ástríðum. Má
tilnefna söfnunarsýki. Það er
aldeilis ótrúlegt, hverju mönn-
um getur dottið í hug að safna.
Endur fyrir löngu sá einn
slíkur æðikollur sér leik á
borði að komast hér yfir
minjagrip: skar fingur af
hendi herforingjans.
Náunginn hefur ætlað að slá
sjálfan sig til riddara — þótzt
maður að meiri, ef hann ætti
í fórum sínum afskorinn fing-
ur frægðarmanns. í því leynist
auvirðilegt lunderni mann-
leysunnar, sem reynir að
verma hræ sitt við annarra
eld. Það eyðir enginn sinni
eigin smæð, þó að hann steli
heilum hershöfðingja, sem
stjórnaði djörfum mönnum í
frelsisstríði.
Eftir að hervirkið var unnið
á smyrlingnum, var lok sett á
kistuna og henni læst. Síðan
verða gestirnir að gera sér að
góðu að horfa á herforingj-
ann hans Garibalda — gegn-
um gler.
— Gömul öld kveður. Og á
nýrri öld er háð heimsstyrj-
öld — heimsstyrjöldin fyrri.
ítalir urðu þátttakendur í
hildarleiknum. — Herskyldir
menn hurfu að heiman, þegar
föðurlandið kallaði. Allar þjóð-
ir, sem heyja hjaðningavíg,
eru að hlýða kalli föðurlands-
ins!
Ungur Sikileyingur — einn af
mörgum — kvaddi konu sína,
klæddist einkennisbúningi og
axlaði byssuna. Hveitibrauðs-
dagar þeirra hjónanna voru
enn þá nýir af nálinni. En
hvað varðar föðurlandið um
það?
Skömmu eftir burtför eigin-
mannsins ól konan dóttur, sem
skírð var Rósalína. Efnilegt
barn, sem óx og dafnaði, auga
steinn móður sinnar og augna-
yndi ættingjanna.
Árin liðu í magnaðri gem-
ingahríð haturs og mann-
drápa. Barist heiftarlega víðs-
vegar. En á Sikiley var frið-
sælt, þangað barst ekki gnýr-
inn frá vígvöllunum. Þar var
allt tíBlndalaust.
Það er ekki talið til tíðinda,
þó að lítil stúlka veikist og
deyi snögglega. Hljótt um sorg
ungrar móður — og einhvers
staðar langt í burtu er óbreytt-
ur hermaður að berjast fyrir
föðurlandið.
Móðirin hafði hlakkað til
þeirrar stundar, að eiginmað-
urinn kæmi heim og sæi dótt-
ur þeirra. Barnið yrði eins og
sólargeisli, sem ræki á flótta
dökkar endurminningar styrj-
aldaráranna.
Nú var sá hamingjudraum-
ur að engu orðinn.
En faðirinn varð að sjá, hvað
hann hafði átt. Þrátt fyrir allt
skyldi sá draumur ekki verða
frá henni tekinn. Hún frestaði
því jarðarförinni og lét smyrja
barnslíkamann.
Vopnin voru kvödd. Her-
mennirnir komu úr skotgröf-
unum. Og úr fangabúðunum.
Einn í hópi þeirra, sem héldu
heim, var faðir lítillar stúlku
— sem hann hafði aldrei séð
og var dáin.
Óskað var eftir því, að
smyrlingurinn yrði geymdur á-
fram í grafhýsinu. Öllum, sem
þangað kæmu og næmu staðar
við barnsbeðinn, yrði tvennt
ógleymanlegt: Fegurð barns-
ins. Og fegurð dauðans.
Litla stúlkan hvílir þarna
enn þá. Þó að áratugir séu
liðnir síðan lífsferli hennar
lauk, er eins og hún hafi sofn-
að í gærkvöldi og ekki vaknað
í morgun.
Kastaníubrúnir lokkar liðast
um vanga hennar. Mildur frið-
ur dauðans hefur þurrkað út
rúnir þjáninganna. Yfir engil-
fögru andlitinu er undursam-
leg ró ívafin sakleysi frum-
bernskunnar.
Við rúmið hennar Rósalíu
litlu Lombardo er auðvelt að
taka undir orð sálmaskáldsins
í Saurbæ, sem ávarpaði dauð-
ann:
„Kom þú sæll —
þá þú villt."
Svo er gengið út úr herbergi
smyrlinganna. Þá er skipt um
svið, horfið inn í ranghala og
skuggaleg völundarhús. Þar
norpa beinagrindur við veggi,
uppistandandi. Tómar augna-
tóftir, brjóskeydd nef og opnir
skoltar, eru táknmyndir
hörmulegrar eyðileggingar.
Það rennur kalt vatn milli
skinns og hörunds á þeim, sem
enn eru þátttakendur í lífinu,
þegar þeir horfa á umkomu-
leysi grafarbúanna.
Þó er ekki laust við, að þeir
dauðu haldi sínum hlut í gagn-
rýninni. Tærðir fingur benda í
tómið í einhverjum óhugnan-
legum myndugleika. Sumar
hauskúpurnar glotta meinlega
til gestanna, sem þarna eru á
faraldsfæti til að hnýsast í
mannlegar minjar frá liðnum
öldum.
Og um rökkvaðar hvelfingar
fer hlakkandi súgur — hvísl-
andi dapurri örlagaspá:
„Einn í dag —
annar á morgun.“
Ömurleikanum, sem býr í
þessum undirheimum, verður
varla með orðum lýst. Við-
burður, sem þarna gerðist fyr-
ir langa löngu, segir þá sögu
— sízt verri en efni stóðu til.
Kveikur þeirrar frásagnar
er sá, að það var opið hús í
grafhvelfingunum. Þar var að
venju gestkvæmt. Einn náungi
í þeirra hópi er illa fyrirkall-
aður, hafði neytt áfengra veiga
og áhrifin ekki rokin úr koll-
inum. Þreyta og svefnhöfgi
í vöngum unga fólksins er heitur roði og undir brúnum leiftra suðræn bjarmablik.
SAMVINNAN 25