Samvinnan - 01.11.1961, Blaðsíða 13
MILLI VONAR OG ÓTTA
Það var síðasti vetrardagur.
Á fátæku sveitaheimili stóð hús-
móðirin fyrir dyrum úti, og horfði til
lofts, eða öllu heldur á mjöllina, sem
hlóð niður. „Ó, það er ekki sumarlegt
núna, drottinn minn góður,“ sagði hún
við sjálfa sig og stundi við. Húsbónd-
inn var ekki heima. Hann var að sækja
meðul fyrir sjúkt gamalmenni á næsta
bæ. Það var langt til læknis, og yfir
fjall að fara. En hans var nú von á
hverri stundu, ef ekkert tefði. Konan
hugsaði til hans. Líklega var hann nú
staddur á fjallinu. Hann var vanur
að fara skemmstu leið, veglausa auðn,
sem flestum hraus hugur við. Hún
hugsaði til þess með kvíða. Fannmok
og blinda og sjálfsagt ófærð. Og það
heyrðist sjávarhljóð í fjarska.
„Ó, hann er að hvessa, gera hríð,“
tautaði konan. Svo beygði hún sig eftir
vatnsfötunum, hélt af stað til lindar-
innar, og óð fönnina í ökla.
Spá konunnar átti sér ekki langan
aldur. Skömmu síðar hvessti norðan,
og skellti á með stórhríð.
„Heldurðu að drengurinn rati heim
úr húsunum,“ spurði konan tengda-
föður sinn, gamlan mann og hruman
um leið og hún færði honum morgun-
verð.
„Já, þú þarft ekki að vera hrædd um
hann“, sagði gamli maðurinn.
„En hríðin er afskapleg, og hann
barn, þó að hann sé á fimmtánda
ári“, sagði konan.
En þrátt fyrir þetta, var konan
ekki viss. Henni leið illa. Þegar hún
hafði lokið morgunverkum, og dreng-
urinn var enn ókominn, bjó hún sig
og hélt af stað i húsin, hvað sem hver
sagði.
Hún fylgdi bæjarveggnum unz hann
þraut, þá vék hún sér í hlé að húsa-
baki og stanzaði.
Hún hugsaði til barnanna sem inni
voru. Var hún ekki að tefla í tvísýnu?
Var það líklegt að hún gæti fremur
ratað en drengurinn? Var hann nokk-
uð bættari með henni? Var nokkur
von til þess, að hún gæti bjargað
honum, ef hann hafði villzt? Mátti
hún yfirgefa bæinn eins og á stóð?
Hún var komin á fremsta hlunn
með að snúa aftur. En það var skammt
í húsin og undan veðrinu.
„Ég get ekki villzt“, sagði konan
með áherzlu og hljóp frá bænum.
Hún rakst á grjótgarð, sem húsin
stóðu við, rétt þar sem hann þraut. Ef
hún hefði gengið fáum fetum lengra
til hægri handar, var hún horfin villt
út í sortann.
Drengurinn var að þrýsta að dyr-
unum þegar hún kom. „Æ, lofaðu mér
inn,“ kallaði konan.
Drengurinn gerði það. Ærnar
hrukku af garðanum og störðu hálf-
hræddar á gestinn. Von bráðar fóru
þó allar á aftur, nema ein, sem stóð
innst í krónni þar sem hálfrokkið
var, og horfði tindrandi augum eftir
hverri hreyfingu frammi í húsinu.
Þegar konan hafði jafnað sig, spurði
drengurinn: „Því varstu að koma
mamma? Varstu hrædd um mig?“
„Þú varst búinn að vera svo lengi
fannst mér,“ sagði konan og bætti
við: „Við skulum ekki tala meira um
það“.
Þau þögðu stundarkorn. Drengur-
inn varð fyrri til máls.
„Geturðu ekki farið að koma,
mamma mín. Það fennir svo inn í hús-
ið meðan því er ekki lokað og þrýst að.‘
„Ratar þú heim,“ spurði konan.
„Rata! Já,“ sagði drengurinn, og
málrómurinn lýsti því, að honum
þótti sér minnkun ger með spurning-
unni.
„Gerðu eitt fyrir mig,“ sagði konan.
„Gefðu fénu, svo að þú þurfir ekki
aftur í húsin í dag.“
„Nei, það geri ég ekki. Ég rata í hús-
in hversu svartur sem hann er. Þetta
er ekki svo löng leið,“ svaraði dreng-
urinn.
„Gerðu það samt fyrir mig,“ sagði
konan, og er hún sá að drengurinn
ætlaði enn að hreyfa mótmælum,
bætti hún við með áherzlu. „Mig lang-
ar til að þú sért heima i dag.“
Drengurinn lét nú undan, en var
þó dálítið önugur er hann bað móður
sína að koma inn í tóft, meðan hann
gæfi, svo ærnar nytu sín á garðanum.
Þegar gjöfinni var lokið, bjuggust
þau til heimferðar. Þau hjálpuðust
að að búa um dyrnar. Svo tókust þau
í hendur, og héldu af stað. Veðrið var
beint í fangið, og konan saup hveljur
fyrst í stað. Hún lét drenginn ráða
stefnunni. Að vörmu spori hratt hann
upp útidyrahurðinni. Þau voru kom-
in heim.
Þegar konan færði tengdaföður sín-
um hádegiskaffið, spurði hún hann,
hvað hann héldi um son sinn. Held-
ur þú, að hann hafi lagt á fjallið í
morgun?“
SAMVINNAN 13