Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1961, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.11.1961, Blaðsíða 27
Milli vonar og ... . Framhald af bls. 15. var örlagastundin. Ef bóndi kæmi heill úr ferðinni, gat hún aldrei ör- vænt framar. Aldrei framar, hvað sem á dyndi. Því hét hún sér. „Aldrei framar, guð minn góður. Aldrei framar“. Nákaldar hríðargusur þyrluðust inn um strompinn, og stormurinn öskraði úti, eins og hann væri að fuLkomna dómsorðin: „Þið sjáist aldrei fram- ar. Aldrei frarnar." Konan varð þess ekki vör, að komið var inn í eldhúsið. Hún hrökk við er lítill drengur klappaði á öxl hennar og sagði: „Leiðist þér ekki, mamma mín.“ „Nei, elskan mín, en hvað ert þú að gera fram í myrkrið og kuldann?“ sagði konan. „Ég hugsaði, að þér leiddist", svar- aði drengurinn, „og mig langaði svo að koma til þín“. „Farðu inn aftur, væni minn“, bað konan. „Ég kem bráðum.“ „Má ég ekki vera hjá þér, mamma mín. Mig langar svo til þess?“ „Nei, þér verður kalt hér. Farðu inn og leiktu þér með hinum börnun- um.“ „Þú skelfur mamma mín. Þér er kalt.“ „Nei, elskan mín. Finndu hvað mér er heitt“, sagði konan og rétti honum báðar hendurnar. Drengurinn horfði upp í strompinn, sem hristist og hvein. „Farðu inn,“ endurtók konan á- kveðnar en áður. Þá spurði drengurinn: „Hvar held- urðu að pabbi sé núna?“ Konan kipptist við. „Ég veit það ekki, góði minn. Hann kemur bráðum." „En mamma“, sagði drengurinn sem nú var farinn að venjast myrkrinu, „því hefur þú verið að gráta?“ Kon- unni varð ekki greitt um svar. „Ertu hrædd um pabba úti í hríð- inni“, spurði hann ennfremur. Nú var henni allri lokið. Hún vafði barnið örmum og grét. „Við skulum biðja guð fyrir pabba þínum. Þá fer allt vel,“ hvíslaði hún. Nú leið drykklöng stund. Þá birti allt í einu. Það var tekið af eldhús- glugganum. Konan spratt upp. Gegn um hálf- hélaðan gluggann sást hríðarbarið andlit. „Ó, guði sé lof. Almáttugum guði sé lof,“ hrópaði konan og fórnaði hönd- um. „Pabbi korninn!" kallaði drengurinn, og hljóp til baðstofunnar að segja tíð- indin. Allt heimlliB fagnaBl sumrlnu, þó að veðrið væri vont. Nýja Oreol Ijósaperan er fyllt með Krypton og gefur því um 30% meira Ijósmagn út en eldri geiðir af Ijósa- perum. Þrátt fyrir hið stóraukna Ijósmagn nota hinar nýju Oreol Krypton sama straum og eldri gerðir. Oreol Krypton eru einnig með nýju lagi og taka minna pláss, þœr komast því í flestar gerðir af lömpum. HeMdsölubirgðir Mars Trading Company Klapparstíg 20. — Sími 17373. NÝ OREON 30% MEIRA LJÓS Ferguson léttir bústörfin allt árið Bjarni Þorsteinsson. SAMVINNAN 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.