Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1961, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.11.1961, Blaðsíða 16
Edda RíkharSsdóttir sést hér með seðilinn sem hlaut fyrstu verðlaun. þau hlutu Þá er fyrstu verðlaunasamkeppni Sam- vinnunnar lokið. Mörg hundruð manns svöruðu spumingunni: ÞEKKIR ÞÚ SAMVINNUSKIPIN? O g meginhlutinn var með rétt svör. Þeir sem ekki svöruðu rétt, vöruðu sig flestir ekki á hversu lít- ill munur er á Helgafelli og Amarfelli, en ef vel er að gáð má sjá að á hinu fyrrnefnda er borðstokkurinn bogadreg- inn fremst á hvalbaknum, en á hinu síð- arnefnda ekki. Kaupendur blaðsins virðast hafa tekið þessari nýbreytni mjög vel, ef dæma skal eftir þátttöku, margir sendu bréf með lausninni og þökkuðu keppnina. Sumum gramdist að vísu, að þurfa að rífa síð- una úr blaðinu og verður í framtíðinni reynt að taka tillit til þess, eftir því sem kostur er á. Það þótti vel við eiga að bam einhvers skipverja samvinnuskipanna drægi svör- in þrjú úr bunkanum og varð dóttir Ríkharðs, skipstjóra á Dísarfelli, fyrir valinu. Hún heitir Edda og er sex ára. Sú athöfn fór fram í skrifstofu borgarfó- geta einn góðviðrisdag í byrjun október. Og hverja skyldi Edda hafa gert örlítið ríkari og vonandi líka hamingjusamari þennan umrædda dag? — Jú, það er skemmst frá að segja, að fyrstu verðlaun hlaut KRISTJÁN KRÖYER, Unalæk, Völlum, Suður-Múlasýslu. Önnur verðlaun hlaut FRÍÐA G. BECK, Kollaleiru, Reyð- arfirði, og þriðju verðlaun hlaut BÁRA ELÍASDÓTTIR, Goðabraut 3, Dalvík. Strax og Edda litla hafði dregið þessi þrjú nöfn var hringt til sigurvegaranna og þeim tilkynnt úrslitin. Fyrst var að sjálfsögðu hringt í Kristján og honum tilkynnt, að hann væri orðinn eigandi að nítján þúsund króna kæliskáp. Hann kvaðst fagna gripnum, sem kæmi til með að Iétta störf konunnar að miklum mun. Bað hann um að skápurinn yrði afhent- ur vöruflutningamanni, sem hefði fastar ferðir milli Egilsstaða og Reykjavíkur. Var það svo gert, en hringt í Kristján aftur, þegar hann var búinn að hafa skápinn í vikutíma, og grennslast fyrir um hvernig heimafólki og honum semdi. Fer brot úr samtalinu hér á eftir: — Þú ert búinn að fá skápinn, er það ekki? — Jú, jú, ég held nú það, og kann vel við hann. — En hvað segir konan? — Og hún er voða ánægð, alveg him- inlifandi. — Þið hafið ekki átt svona grip áður? — Nei, ó nei, þetta er algjör nýjung í okkar búskap. — Þið eruð búin að hlaða skápinn vist- föngum að sjálfsögðu? — Við erum að Iæra á hann svona smám saman, jú, jú, sitthvað höfum við sett í hann og fer því óðum fjölgandi, eftir því sem þekkingin vex. Mér segir hugur um að okkur þyki hann ómiss- andi áður en yfir lýkur, þessi Frigedaire- skápur. Bára svaraði sjálf í símann, þegar til hennar var hringt. Hún varð mjög undrandi, átti semsagt alls ekki von á þessu. — Ég trúi þessu ekki, mig hefur ekk- ert dreymt fyrir þessu. Ég hef aldrei átt svona góða vél. Er hún í tösku? — Já, og mjög handhæg í meðförum. — Það kemur sér vel. — Þú ætlar þá að eiga gripinn? — Ábyggilega. Ég sauma allt sjálf svo það veitir ekkert af því að eiga almenni- lega vél. — Eruð þið mörg í heimili? V E R Ð L — Við eigum fimm böm, það yngsta tveggja ára og það elzta fimmtán ára. Maðurinn minn er bílstjóri. — Hvað heitir hann? — Ámi Arngrímsson. Samtalið varð talsvert lengra og síma- daman var búin að tilkynna þriðja við- talsbilið. Bára átti ekki nógu mörg orð til að lýsa gleði sinni. Að lokum tók hún af þeim er hringdi hátíðlegt loforð um að þiggja hjá sér kaffi, ef ferð hans lægi til Dalvíkur. Var það að sjálfsögðu vel þegið. Hún sagði að lokum: Þú finnur húsið okkar strax, það er næsta hús við kaupfélagið. Bróðir Báru, BJARKI ELIASSON, sótti síðar vélina til blaðsins. Sagði hann þá 16 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.