Samvinnan - 01.11.1961, Blaðsíða 24
KVEÐIÐ
SKJAINN
Lausavísur, sem heyrandi í holti hefur tínt saman
Bla'ði'S mun framvegis flytja sér-
stakan lausavísnaþátt, af og til, og
væntir, a<5 sú nýbreytni veríSi vel
þegin. Safnandi heyrir aS vísu vel í
holtinu, en vill þó fyrirfram biSja vel-
vir'ðingar á misheyrn eSa rangfeðrun
vísna og mun ætíS fús til aS birta leiS-
réttingar, ef annaS sannara reynist.
Væntir hann þess, aS lesendur sendi
honum lausavísur og skýri frá tildrög-
um þeirra og höfundum. Höfunda-
nöfn verSa ekki birt sé óskaS eftir
þögn um þau.
Egill Jónasson á Húsavík kom eitt
sinn aö Ófeigsstöðum í Köldukinn, en
þar býr Baldur Baldvinsson, sem
jafnframt er oddviti sveitar sinnar.
Ekki mun Agli hafa þótt húsbóndi
sinna sér sem skyldi, því hann kvað
til bónda:
Um vistasveltu vesæls manns
vitnar beltisstaður,
er í keltu oddvitans
utanveltumaður.
Bóndi svaraði:
Illa föngin endast þeim
oft er svöngum býður,
þar sem löngum hópast heim
hungurgöngulýður.
Á fundum í kvœöamannafélaginu
Iðunni fljúga stökurnar stundum um
borðin. Eitt sinn s. I. vetur var þar
gestur að norðan og hitti Halldóru B.
Björnsson, skáldkonu, en fundum
þeirra hafði borið saman við kveð-
skap í fyrravetur. Gesturinn kvað til
Halldóru:
Eitt sinn lék sér vor um ver
vetrardaginn fríðan,
Halldóra ekki úr huga mér
hefur farið síðan.
Heimamaður í Iðunni undi ekki
þessum kveðskap og mcelti:
Þegar harmur hjartað sker
helzt það bætir gengi,
að Halldóra í hjarta mér
hefur búið lengi.
Halldóra er starfsmaður Alþingis,
en þar er hagmœlskan til húsa og oft
kveðist á. Þegar stjórnarkreppan var
1947 kvað Halldóra:
Átt hef ég árum saman
á því bjargfasta trú,
að Ólafur gæfist illa,
en upp — ekki fyrr en nú.
Andrés í Síðumúla, sem þá var
skjalavörður Alþingis, svaraði:
Góð er að vonum þín vísa,
en vanhugsað niðurlag.
Ólafur upp mun rísa
aftur, jafnvel í dag.
En Halldóra bœtti við:
Góður er sérhver genginn
geti hann þá legið kyr.
En Ólafur afturgenginn
er Ólafur verri en fyr.
Frumvörpin verða oft Halldóru
yrkisefni. í vetur, þegar komu fram
19 frv., sem öll fjölluðu um breyting-
ar á hegningarlögunum, varð henni
að orði:
Værirðu þjófur vinur minn
varstu löngum smáður.
En nú er mannorðamissirinn
minna virði en áður.
7 vetur kom ennfremur fram frv.
um heimild til að selja tvœr krist-
fjárjarðir í Húnavatnssýslu. Þá kvað
Halldóra:
í Húnavatnssýslu viðreisnin góð-
bændur gisti,
þá græddu þeir sumir, hjá öðrum
taprekstur var.
Nú kaupa þeir efnaðri allar jarðir
af Kristi,
þeir ætla ekki að láta hann verða
sveitfastan þar.
Maður á sjötugsaldri kvað í gesta-
bók á glöðu kvöldi:
Ennþá lífið birtu ber,
blómið ennþá vaxið getur.
Ég hef allt af öllu hér,
aldrei hefur mér liðið betur.
Beinakerlingarvísa úr Borgarfirði:
Hurðum ýtti hreppstjórinn,
húsa nýtti skjólið,
hirti lítt um sóma sinn
sér hann flýtti í bólið.
Þegar þœr breytingar voru gerðar
á Almannatryggingálögunum, að
fjölskyldubœtur voru auknar að mun
kváðu bœndur fyrir norðan:
Stjórnin okkur gjafir gaf
getur létt af mörgum tollum,
og nú er meiri arður af
ungri konu en hundrað rollum.
Fimmtugri konu á Suðurlandi lík-
aði ekki þessi kveðskapur og sagði:
Bændur auknar byrðar fá,
en bætur ef eignast þeir sonu,
og meta sem gelda gamalá
góða fimmtuga konu.
Jóhanna Friðriksdóttir, sem lengi
var yfirljósmóðir á Landsspltalanum,
kvað eitt sinn, þegar óþolinmóður
eiginmaður þeytti bjölluna á spítal-
anum:
Hvað er þetta maður minn
mundu að bíða og vona.
Að luktum dyrum kom lausnarinn
og lét hann ekki svona.
Þvottur hafði lent á vixl milli
Landsspítala og Klepps og varð þá
Jóhönnu að orði:
Leikur vart á tungum tveim
að tæpt er margt, sem sleppur.
Líkur sækir líkan heim
Landsspítali og Kleppur.
Líba Einarsdóttir, frá Miðdal, er
mikill hestavinur. Þegar felldur var
hestur, að nafni Sprettur, sem
Tryggvi bróðir hennar átti, kvað hún:
Sprettur þegar spyrnti í völl,
sprettur hver var unninn.
Sprettur nú í sporin öll.
Sprettur lífs er runninn.
Ferðavísa:
Leið er sein um Leggjabrjót,
liggja bein í valnum.
Það var eintómt eggjagrjót
uppi á steinadalnum.
Og að lokum þessi kveðja til les-
enda eftir að hafa varið nokkrum síð-
kvöldum til að tína saman vísur:
Fyrst ég ykkur fórnað hef
fjórum næturvökum,
efalaust fæ ég ótal bréf
og aragrúa af stökum.
24 SAMVINNAN