Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1961, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.11.1961, Blaðsíða 21
Þessi mynd er tekin í matsalnum a3 Bifröst. Framan viS þenna sal er setustofa, en inn af honum hátíðasalur. — Það er svo fallegt í Bifröst — Blaðamaður í höfuðborginni átti fyrir skemmstu samtal við kornunga norðlenzka stúlku. Meðal annars spurði hann ungfrúna, hvort hún hyggði á framhaldsnám að afloknu gagnfræðaprófi næsta vor. Hafði hún hug á því að komast í Samvinnuskól- ann að Bifröst. Líklega hefur blaða- manninum fundist það furðulegt, því hann vildi fá að vita hvers vegna. Hún svaraði: „Það er svo fallegt í Bifröst. Ég vil stunda nám þar sem fallegt er“. Þetta svar gefur sýn inn í merki’eg- an hugarheim og er í eðli sínu full- komið. Bifröst í Borgarfirði er svo fullkom- inn staður frá náttúrunnar hendi, hvað snertir form og liti, að tæpast verður annar fremri fundinn. Þarna hafa samvinnufélögin stofnað heimili hreyfingarinnar. Svo vel hefur til tek- izt, að þau mannaverk, sem unnin hafa verið á þessum stað, eru að sínu leyti ekki síðri. Náttúrufegurð staðar- ins og litir og form bygginganna falla svo vel hvort að öðru, að ríkt fagnað- arefni má vera hverjum þeim, sem að garði ber. Þarna er skóli samvinnumanna að vetrinum, en af þeim skóla fer mikið frægðarorð vegna ágætrar stjórnar, kennslu og aðbúnaðar við nemendur. Komast þar að til náms mikiu færri ár hvert. en um skólann sækja. Eitt af mörgum vandamálum lít- illar þjóðar er bað, að burfa að eiga dýrar og vandaðar skólabyggingar, sem aðeins eru í notkun hálft árið, eða svo. Annað vandamál, sívaxandi börf fyrir gististaði og veitingahús víðs vegar um landið, vegna inn- lendra og erlendvra ferðamanna. Á nokkrum stöðum hefur þetta verið leyst með bví, að nota skólana sem sumargistihús. Þannig hafa sam- vinnumenn farið að í Bifröst. Um bað bil sem vorar fyrir alvöru í lofti. bírkikiarrið í Borgarfirði iaufg- ast osr brestir bvggia hreiður í skióli þess, flytur ung kona. búsett í Revkia- vík, með starfslið sitt upp að Bifröst. Hún heitir Hrafnhildur Helgadóttir. Breytir hún á skömmum tíma náms- setri í gististað og gerir það af slíkri prýði, að frægt er. Hún býr bannig að starfsst.úlkum sínum, að bær vilia vinna undir hennar stiórn sumar eftir sumar. Þess vegna hefir hún æfðu úr- valsliði á að skipa. Umgengni ÖU, utan húss o°' innan er af mikilli prvði. Við- urgerningur allur er með ágætum og gestamóttakan með þeim blæ, að öll- um þykir gott að koma þar og sakna bess að fara. Allt sumarið. bar til skólaundirbúningur hefst að hausti, skiptast þar á stærri og smærri fund- ir og ráðstefnur og almenn gesta- móttaka. Þangað er farið með erlenda tignargesti. hvort sem beir eru á veg- um ríkisstiórnar, félagssamtaka eða einkafyrirtækja. Ráðherrar, banka- stjórar, stórútgerðarmenn og félags- málaleiðtogar fara þar í sólbað í hrauninu og sitja til borðs í björtum og vistlegum salarkynnum, ásamt miklum fjölda þeirra, sem lægra eru taldir standa í mannfélagsstiganum, en sitja þarna við sama borð og hinir og baða í sömu sól. Erlendir ferða- menn frá öllum heimsálfum bera hróður staðarins um víða veröld. Yfir öllum staðnum og sumarstarf- inu þar, svífur andi húsmóðurinnar, frú Hrafnhildar Helgadóttur. Henni hefur tekizt að setja mildan, hlýjan persónulegan svip á þetta stóra gesta- heimili, eins og góðri húsfreyju bezt sæmir. Gistihúsarekstur að Bifröst hófst 1953. Kom bað í hlut Guðbjarnar Guð- jónssonar. sem verið hafði bryti á skipum Sambandsins.að stjórna gisti- húsinu og móta það. Hann er eivin- maður frú Hrafnhildar Helgadóttur. Vann hún með manni sínum að braut.- rvðjandastarfinu. en hefur nú tekið við stiórn gistihússins af honnm og hann horfið að öðrum störfum. Standa samvinnumenn í bakkarskuld við þau hiónin, fyrir það hve vel befur t.il tekist sem og við alla bá. er lagt hafa hönd að bví að gera Bifröst að merki- Jegu menntasetri og gestaheimiH. Mega samvinnumenn sannarlega gleðiast vfir bessum sýnilega árangri samtaka beirra og stórhugar. Skipadeild Sfs stendur að rekstri gistihússins að Bifröst. Framkvæmda- stjóri er Hiörtur Hjartar. Þegar fyrsti haustblærinn strýkur Borgarfjörð, þrestirnir hafa komið upp ungum sínum og birkilaufið tekur að fölna, flytur frú Hrafnhildur Helga- dóttir til heimilis síns í Reykjavík og starfslið hennar snýr sér að öðrum verkefnum. En þá hefst samt sem áður nýtt vor í Bifröst. Þangað flytur Hrafnhiidur Helgadóttir. hópur æskufólks, býr í herbergjum sem áður voru gististaður tignar- manna, sezt í stóla bankastjóranna, forstjóranna og prófessoranna, mat- ast og skemmtir sér í veizlusölum, þar sem áður var fagnaður stórmenna og ráðstefnur um vandamál þjóðlífs- ins og tekur að nema nytsöm fræði, undir stjórn ágætra manna. Og námið gengur vel, því það er svo gott að læra þar sem fagurt er. PHJ SAMVINNAN 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.