Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1961, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.11.1961, Blaðsíða 15
„Ertu hrædd um hann?“ spurði gamli maðurínn. „Ég veit það ekki, og veit það þó. Hvernig á ég annað en vera hrædd?" sagði konan. „Þetta er óskaplegt veð- ur, versta hríð sem ég hefi komið út í. Ég hugsa það sé illratandi bæja á milli, hvað þá uppi á fjalli.“ „Það er ekki víst, að hann hafi lagt á fjallið í útlitinu því arna. Hríð- in var fyrirsjáanleg undireins í morg- un“, sagði gamli maðurinn. „Og þó að að hann hafi lagt á fjallið, er ég ekki hræddur um hann. Hann er ekkert barn, þrekmikill, ratvís, vanur ferða- lögum og þaulkunnugur leiðinni. Við skulum vera alveg ókvíðin,“ sagði hann að endingu er hann sá ugg kon- unnar. Svo stóð hann upp og fór að bregða gjörð, og riðaði, eins og títt er um gamalt fólk. Heimilisfólkið voru hjónin og átta börn, flest í ómegð, faðir bóndans og gömul kona, en furðu ern. Hún var á sveit, og réri nú með prióna sína á rúmi sínu, og stóð á fótskör. Kerling lagði nú til málanna: ,.Ég var ekki trúuð á bað. að öll hret væru úti, eins og sumir sögðu um daginn, þegar mest gekk á með rigningarlætin og ósköpin. Einmánuður er vanur að ná því harðasta." En bráðum barst talið að húsbónd- anum. Gamla konan taldi víst, að hann væri úti í hríðinni, að berjast um lífið og dauðann. Hún átti i minni sínu margar dapr- ar sagnir og sögur, sem tengdar voru við fiallið. Um ferðamenn er bar höfðu beðið aldurtila eða heilsutión. Hún kvaðst ekki segja sögur af því núna, en sagði þó svo mikið, að hrollur fór um konuna og börnin. Konurnar ræddust einar við. Þær sáu þess litlar líkur, að bóndi hefði sig af fiallinu. eins og veðrið var. Það var eina vonin. að hann hefði ekki lagt á bað um morguninn, en sú von var veik. Gamii maðurinn hafði leitt talið hiá sér að bessu. Nú hves=ti bann augun á konurnar. og sacði bæet, ov knlda- leera: ..Það er alltaf eins fvrir vkkur. Þið ha]dið víst að auð sé hvergi nema þar sem bið eruð.“ Húsmóðirin gekk begiandi fram úr baðstofunni. en kerling hreytti úr sér: „Hún er alltaf söm og jöfn vorkunn- semin þín. Þú ætlar lengst af að klaDDa steininn, — hörkutól." Gamli maðurinn lét sem ha,nn heyrði ekki muldur kerlingar. Hann lagði frá sér vinnuna, hallaði sér út að glngga.num yfir rúmi sínu. Dúaði hébmni burtu af litlum bletti. en ekkert sást úti nema fannstrokur og fáein puntstrá, sem börðust um og hrökktust í ofveðrinu. Hann hætti því brátt að skyggnast út í bylinn, en hallaði sér aftur á bak í rúmið, dró húfuna yfir augun og hraut eftir skamma stund. En gamla konan hélt áfram að tauta um kulda og kæruleysi sumra manna, sem entist þeim fram í háa elli, já, meira að segja rauðan dauðann. Börnin voru flest nokkuð kvíðin; þau greindu andrúmsloftið, hríðin hamaðist á baðstofunni, barði hana utan og skók með jötunafli, og forn- eskja og feiknstafir læddust um inn- an veggja. Þau byrjuðu að stríðast, það var betra en ekki neitt. En þá stakk elzti drengurinn upp á því að þau skyldu getrast. Þeirri uppástungu var vel tekið, og gleði og kapp komu nú í stað ertninnar. Börnin gerðust nú hávær og glaðvær í senn. Gamli maðurinn svaf og púaði út í annað munnvikið, en kerlingin tautaði lát- laust, prjónaði og réri. Frammi í eldhúsi sat konan á kassa gegnt arninum. Það var löngu skeflt fyrir eina gluggann, sem var á eldhús- inu, en dálitla birtu lagði þó um það frá strompinum, sem var víður vel, og eldinum sem logaði sæmilega. Strompurinn hvein í sífellu. Hríð- arstrókur þyrlaðist inn um hann, og hafði konan látið stórt trog á bak- hlaðið, til þess að taka á móti mesta snjónum, svo að hann rynni þar ekki sundur og ylli óþverra. Konan drúpti höfði og grét. Orð, sem hún hafði einu sinni hlegið að, píndu hana nú miskunnarlaust. Sem örlagadómur höfðu þau verið kveð- in upp, þýðingarmestu og ábyrgðar- mestu stundina í lífi hennar. Daginn sem hún hét manni sínum eiginorði. Hann var einkabarn foreldra sinna, þá rúmlega tvítugur, hraustur og g.iörvilegur, mesti efnismaður sögðu allir. Og hún var talin með fríðustu stúlkum í sveitinni. Roskin kona hafði tekið hana að sér munaðarlausa, og vandað uppeldið á almúga vísu.kennt henni starfsemi. starfsgleði og vönduð í hvívetna. Tvö síðustu árin hafði hún verið vinnukona hjá foreldrum elskhugans. Um leið og hún gaf hjúskaparheitið, gerði hún biðlinum það aff skyldu, að hann segði foreldrum sínum undir eins trúlofun þeirra. „Við erum frjáls og eigum því að fara með ást okkar og heit eins og frjálsum mönnum sæmir.“ hafði hún sagt. Móðir elskhugans hafði alltaf verið þurr við hana, og það. að bví er ungu stúlkunni fannst, að ástæðu- lausu. Hana grunaði að gamla konan væri hrædd um soninn fyrir sér. Það reyndist líka þannig. Gömlu konunni brá miög við fréttina. og setti sig á móti ráðahagnum. Hún bar ungu stúlkunni hið bezta orð. ,.En ef bú átt hana“. saeði hún við soninn, ,.bá fara börnin bín á sveitina." Og hún studdi mál sitt með rökum. Amma stúlkunnar og móðir höfðu alizt upp á sveit, báðar gifzt efnis- mönnum, sem dóu af slysum frá stór- um barnahópi, en litlum efnum, svo að sveitin varð að taka við fjölskyldunni. Og hún var ekki í neinum vafa um það, gamla konan, að sömu örlög biðu ungu stúlkunnar. Elskendunum kom ekki til hugar að láta þessa mótbáru breyt.a ákvörðun sinni. Nú minntist konan þess, að hún hafði hlegið, er hún heyrði þessa rök- færzlu, og sagt þá: „Tíminn skal sanna það, að við ónýtum þenna spádóm. Ég beygi mig ekki fyrir annarri eins hégilju.“ En hún beygði sig samt. Orð tengdamömmunnar grófu um sig. Henni fannst nú, að sér hefði farið líkt og drukknum manni. f fyrstu þótti henni, sem birti yfir lífinu, eins og hún endurlifnaði, því að nú bættust örlagaorðin við hversdagsannirnar sem ofanálag. Þau skyldu ósannast í lífi hennar. Hún átti að hrekja þau, en ekki hrekjast af þeim, þau voru reist á forlagatrú, og voru því draug- ur, sem tilheyrði liðna tímanum. Draugur sem skyldi kveðinn niður. Þannig leit hún fyrst á málið.En brátt kom alvaran í Ijós. Hún hafði fyrir löngu fundið bað, að spilið var hættu- legt. Efnin voru lítil, og þurru heldur, og börnunum fjölgaði. Og nú var svo komið, að hún hlaut að sjá það og viðurkenna, að sveitin yrði að hjálpa, ef mannsins missti við. Óttinn bjó um sig í lífi hennar og eitraði það. Hann hafði gripið hana eins og rándýr bráð, þegar hún uggði sízt, og læsti vægðarlaust klónum. Bæði fóstra hennar og tengdamóðir voru dánar. Tengdamóðirin, sem var góð kona, hafði reynzt henni vel, er hún sá það, að ráðahagnum varð ekki breytt. En andvörp hennar í tíma og ótíma, og þá oft mest, þegar allt gekk bezt. áttu drjúgan þátt í því að veikla hugrekki konunnar. Konunni skildist það, að tengdamóðir hennar hefði að- eins eitt að segia: ..Þetta fer af,“ og aftur „þetta fer af“. Konan sá mlög eftir fóstru sinni. Fóstran hafði alltaf verið henni góð og hiálpleg. hvað sem bar að höndum. Henni trúði hún fvrst og bezt fyrir raunum sínum, enda kom hún aldrei að tómum kofanum hiá gömlu kon- unni. Einu sinni hafði hún sagt: ,.Taktu eftir því, góða mín: Þú átt tvær litlar dætur, en mamma þín og amma áttu aðeins eina. Þetta er vit.ni þess. að bér er óhætt að vera ókviðin og trevsta guði.“ Og margt fleira bessu líkt hafði hún hvíslað að konunni, sem hughrevstingarorðum. Og að síð- ustu hafði hún kvatt hana með hugg- uuarorðum. En nú var fokið í flest skiól. Kon- an var viss um það, að bóndi hefði lagt á fjahið um morguninn. og hvers var að vænta. Faðir hennar og afi höfðu dáið af slysum. Konan hélt dauðahaldi í hálmstrá vonarinnar og grátbað um vægð. Hún fann að þetta Framhald á bls. 27. SAMVINNAN 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.