Samvinnan - 01.11.1961, Blaðsíða 8
S A G N -
FRÆÐI -
S T E F N U R
2
Guðmundur
Sveinsson
IV.
ALFRÆÐIKÖNNUNARSTEFNAN
Upp úr 1930 koma fram nýjar stefnur á
sviði sagnfræðinnar. Hinni merkustu þeirra
hefur verið gefið heitið „Alfræðikönnunar-
stefnan" (Encyklopædisk-analytisk stefna).
Þessi stefna hefur að visu greinzt nokkuð,
en tveir megin-straumarnir eru kenndir við
sagnfræðingana Arnold Toynbee, prófessor við
Lundúnaháskóla, og Pítírím Sorokin, prófess-
or við Harvardháskólann í Bandaríkjunum.
Báðum þessum mönnum var gefið tækifæri
til rannsókna í sagnfræði, sem engum öðrum
sagnfræðingum hafði áður verið gefið. Voru
þeim látnar í té sérstakar rannsóknarstofur
með hóp sérmenntaðra aðstoðarmanna. Skyldi
ekkert til sparað að þeim tækist að kanna
sögu mannkynsins frá upphafi, reyna að finna
lögmál, sem sagan og menningin kynnu að
lúta. Hvor um sig hefur gefið út mikið rit og
birt niðurstöður rannsókna sinna.
Arnold Toynbee hefur lokið ritverki sínu í
10 bindum og kallar það „Study of History".
Sorokin hefur gefið út 4 fyrirferðarmikil bindi,
hið síðasta 1941 og nefnist sagnfræðiverkið:
„Social and Cultural Dynamics" (þ. e. „Öfl
þjóðfélaga og menningar").
A. SÖGUSKOÐUN ARNOLDS TOYNBEES
Aðaleinkenni veraldarsögunnar eru samfé-
lög manna (societies), ekki þjóðríki. Mörg þjóð-
ríki mynda samfélag með sameiginlegum ein-
kennum. Hafa frá upphafi verið 21 (eða 23)
slík samfélög í veröldinni, en af þeim eru 5
aðal-samfélög í dag, en sum horfin með öllu.
Hin 5 aðal-samfélög í dag eru:
1. Kristni Vesturlanda.
2. Samfélag grísk-kaþólskra (hið ortodoxa) I
Súðaustur-Evrópu og Rússlandi.
3. Samfélag Múhameðstrúarmanna f Nálæg-
ari Austurlöndum, Islam.
4. Samfélag Hindúa.
5. Samfélag Austur-Asíuþjóða.
Samfélög skapast af sameiginlegum menn-
ingararfi, sem margar þjóðir hafa eignast.
Hinn sameiginlegi menningararfur okkar sam-
félags, þ. e. Kristni Vesturlanda, er þessi fyrst
og fremst:
1. Kristindómurinn.
2. Endurreisnin (renessansinn).
3. Siðbótin (Reformationin).
4. Þingræðið (Parlamentarisminn), þ. e. lýð-
ræðishugsjónin.
5. Iðnbyltingin (mekaniseringin) þ. e. a. s.
vélvæðingin eða iðnvæðingin.
Samfélög okkar tíma eiga langa sögu að
baki. Þau byggja á arfi eldri samfélaga, sem
horfin eru. Þannig er hið kristna samfélag okk-
ar tíma. Það byggðist upp á rústum hellensks
samfélags, en síðasti þátturinn í sögu þess
var Rómarríkið. Tengsl eldri og yngri samfé-
laga eru ævinlega á einn veg. Á mörkum
þeirra er:
1. Alríkl, sem að lokum tengir saman öll
smáríki hins eldra (Universal state).
2. Kirkjufélag, sem lifir skuggatilveru í hinu
eldra en verður kjarni hins nýja samfé-
lags (Universal church).
3. Þjóðflutningatfmi við upplausn alríkisins,
hetjuskeið hins nýja samfélags (Völker-
wanderung).
Kirkjan var þannig aflið, sem orsakaði breyt-
inguna.
Algengt er, að landamærasvæði eldra sam-
félags verði þungamiðja hins nýja. Þannig er
um sambandið milli Rómarrikis forna og
hins kristna samfélags Vesturlanda. Svæðið
milli Rómar oa Aachen f Þýzkalandi. Þar var
hluti vesturlandamæra Rómarríkisins. Við þau
landamæri komu Rómverjar fyrir þrælum frá
nálægari Austurlöndum. Meðal þeirra náði
kristnin útbreiðslu. Er varnir Rómverja gegn
Germönum brustu, kynntust hinar germönsku
villiþjóðir fyrst kristinni trú á svæði þessu.
Það varð miðstöð vestrænnar menningar í upp-
hafi Vesturlandakristni.
Toynbee telur að finna megi í menningu
þjóðanna tvö megin lögmál, annað lýtur að
upphafi menningar, hitt að þróuninnl sjálfri
og viðhaldi menningarinnar.
Lögmálið fyrir upphafi menningarinnar
nefnir hann Challenge and Response (Eggjun
og andsvar). Með þessu á Toynbee við, að
sérhver menning er framkölluð við það, að
viðkomandi þjóð hefur tekizt að yfirvinna
einhverja erfiðleika eða leysa einhvern þann
vanda, sem kringumstæðurnar hafa skapað
henni. Þetta skýrir Toynbee með gömlu grísku
máltæki: „Hið góða er alltaf erfitt".
Eggjunin felst t. d. í: A. Erfiðu landi. B.
Nýju og óhagstæðu umhverfi. C. f áfalll sem
þjóð verður fyrir. D. Refsingú. Mörg fleiri
dæmi eggjunar nefnir Toynbee einnig.
Hitt lögmálið, sem ræður sjálfri þróuninni
og viðhaldi menningarinnar, nefnir Toynbee
„Withdrawal and Return" (Undanhald og aft-
urkoma). Þetta einkenni samfélaganna skýrði
Toynbee út frá hliðstæðum úr lífi einstakling-
anna. Það er algengt að menn, sem búa yfir
snilligáfu og þó sér í lagi skáld og spámenn,
séu á stundum mjög starfsamir, og hafi mikla
starfsorku, en hins vegar gera þeir oft hlé á
starfi sínu og það jafnvel svo árum og ára-
tugum skiptir. Þá er engu líkara en viðkom-
andi dragi sig í hlé til að safna nýjum kröft-
um. Þetta einkenni úr lífi skálda og spámanna
telur Toynbee næsta áberandi í sögu samfé-
laganna. Þar skiptist á tímaskeið mikiliar
grósku og tímaskeið, þegar allt virðist liggja
í dái og sköpunarmáttur samfélagsins horfinn.
B. SÖGUSKOÐUN SOROKINS
Sorokin telur að greina megi milli tvenns
konar menningarheilda i sögu þjóðanna. Þess-
ara:
1. Ideational culture, sem þýðir hugsunar-
menning. Einkenni: ró, íhugun.
2. Sensate culture, sem þýðir hughrifamenn-
ing. Einkenni: ólga, geðhrif.
Af þessum tveim menningarheildum finnast
síðan 2 afleiddar myndir, þ. e.: a) Idealistic
culture, sem þýðir hugsjónamenning (samein-
ing hugsunar og hughrifa). Slík menning kem-
ur fram þar sem jafnvægi hefur náðst á milli
hinna fyrri menningarfyrirbæra. — b) Mixed
eulfure, þ. e. blönduð menning, þar sem önn-
ur stefnan, annað hvort hugsunar eða hug-
hrifamenning, er drottnandi.
Sorokin telur að menning skapist og mótist
ætíð af Innra samræmi, innra tilgangi, „logico
meaningful unlty". Hann talar um megin lög-
mál, „central prineiple", sem gegnsýri hina
einstöku þætti allra menningarfyrirbæra.
Sorokin álítur að þetta meginlögmál skapi
samræmda heild (kosmos) úr óskapnaði (kaos).
8 SAMVINNAN