Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1961, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.11.1961, Blaðsíða 6
>515*»-* Myndir: Þorvaldur Ágústsson Höfundur þessarar greinar, Sigurjón Jónsson frá Þorgeirsstööum, er löngu kunnur íslenzkum lesend- um fyrir sögur og þœtti, er áður hafa öirst eftir hann. Nýlega er komið út eftir hann smásagnasafn, er ber heitið Sandur og sœr. — í þessari frásögn er hrugðið upp skýrri mynd af kynlegum háttum horfinna kynslóða á Sikiley suður, óhugnanlegri að visu, en jafnframt fróðlegri og skemmtilegri, ekki sízt fyrir þá, er kynnst hafa dularheimi íslenzkra þjóðsagna. í íslenzkum þjóðsögum er þessi frásögn: Einu sinni var tekin gröf i kirkjugarði nokkrum og kom upp mikill gröftur. En eins og vani er var hann látinn niður aftur með kistunni. Um nótt- ina eftir dreymdi konu kirkju- bóndans að kvenmaður kæmi til hennar, hún kvað: „Gengið hef ég um garðinn móð, gleðistundir dvína; hauskúpuna heillin góð, hvergi finn ég mína“. Síðan lét konan leita og faiinst hauskúpa fyrir utan kirkjugarðinn, er hundar höfðu borið út úr honum með- an beinin lágu uppi, án þess því væri veitt eftirtekt. Konan lét jarða kúpuna og svaf síðan í næði. Það kann að virðast fárán- legt, að framliðnir menn beri slíka umhyggju fyrir beinum sínum. Þjóðtrúin túlki þar hluti, sem hafi verið lifendum fjarlægir. Svo að þjóðsaga sé með sennileikablæ, verður hún að laða sig eftir hræringum, sem bjuggu í mannsheilanum. Úti í náttúrunni koma upp- sprettulindir úr iðrum jarðar. Þjóðtrúin streymir fram úr sálarlífi fólksins. Þegar leitað er út fyrir landamæri lífs og dauða, er kveikur hennar djúp- stæð þrá, sem rennur í farvegi trúarlegra viðhorfa. Svipmót hennar verður alþjóðlegt — dálítið mismunandi eftir að- stæðum á hverjum stað, þar sem sagan er að gerast. En eðlisþættir af sama toga spunnir. — Skammt frá borginni Pal- ermo á Sikiley er fornfálegt klaustur, reist af hettumunk- um á sextándu öld. Þessi munkaregla var þá nýlega stofnuð. Héldu jábræður henn- ar fast við ýmis lögmál og bönn, sem munkdómurinn hafði í upphafi vega gengist undir en síðan fjarlægst. Jaðr- aði þar við ofstæki eins og oft vill verða, þegar afturkast verður í stefnuskrám félags- heilda, hvort sem þær sinna veraldlegum eða andlegum málefnum. Munkarnir klæddust brún- um kuflum og báru á höfði langa oddmjóa hettu; voru síðskeggjaðir og gengu ber- fættir í ilskóm. Af höfuðbún- aðinum var nafngift þeirra dregin. Klaustrið stendur i fögru umhverfi. Framundan er frjó- samt akurlendi og víðáttu- miklir aldingarðar: -----þar gul sítrónan grær, þar gulleplið í dökku laufi hlær.‘ Handan flatlendisins rísa fjöll, sem draga til sín bláma hafs og himins. Milt og mjúk- legt landslag. Klaustrið er þungbúið og einmanalegt — einhver óræð dul liggur þar í loftinu. Þó leitar gróðurinn, lífrænn og gróskumikill, upp að klaustur- veggnum frá geigvænum grun — nöprum eins og vetrarkviða, sem sækir að grannvöxnu strái í hrímþoku á haustkvöldi. Þetta hettumunkaklaustur er víða þekkt. Orðsporið verð- ur ekki af því skafið í sam- keppni við aðra. Frægð þess er sem sagt algerlega einstæð. Undir klaustrinu eru graf- hvelfingar hólfaðar sundur í marga smáklefa, og milli þeirra liggja langir gangar og (ranghalar. í þessum „kata- kombum ‘ eru varðveittar jarðneskar leifar 8000 manns. Þetta fólk hefur lifað hér í þessu fagra umhverfi, þar sem gul sítrónan grær og fjall- ið Pellegrino rís í bláma him- insins. Þetta fólk skóp sér og öðrum sögu, sem var ofin ýms- um þáttum. Naut hamingj- unnar, þegar hún lagði leið í bæinn — hýsti sorgina, þegar hana bar að garði. Hverfleiki lífsins bregst aldrei í straumi aldanna. Dag- ur fylgir nótt og nótt degi. Lögmál náttúrunnar eru árs- tíðabundin. Jurtir bera blóm og ávexti — blikna og rotna. Og hvort sem saga mannsins er stutt eða löng að áratali, verður niðurlag hennar alltaf það sama: Dauðinn, engillinn með sigðina, ristir helrúnina. Þannig er umhorfs í „líkhellinum". Hinir löngu látnu „íbúar" ýmist liggja í kistum, eða sitja uppi. Hver hefur sitt spjald, þar sem greint er frá jarðneskum atriðum, svo sem heiti, fæðingar- og dánardegi o. fl Af sumum hefur spjaldinu verið stolið, t. d. af herramanninum öðrum frá vinstri. 6 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.