Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1961, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.11.1961, Blaðsíða 5
hinni vonlausu glímu við það, sem þau ráða ekki við. Læra þannig þegar á skólaaldri að gera ekkl það, sem þeim er sett fyrir og halda út í atvinnu- lífið með áralanga ósigra í veganesti, vanin á að gefast upp án þess að það leiði til annarra aðgerða en nöldurs eða afskiptaleysis kennaranna. Samkvæmt íslenzkum fræðslulög- um eiga öll íslenzk börn heimtingu á því að njóta kennsiu í samræmi við hæfileika sína, og eiga foreldrar þann- ig lagalegan rétt á því að fræðsluyfir- völd skipuleggi fræðsluna þannig, að hver einn og einasti nemandi hljóti þá kennslu, sem honum er að gagni. Þetta er óframkvæmanlegt nema með virkri aðstoð reyndra og vel mennt- aðra skólasálfræðinga. Tillögur um s'.íka aðstoð hafa hvað eftir annað verið bornar fram í ræðu og riti qg fyrir rúmlega 10 árum samdi ég á- kveðnar tillögur um þessi mál, sem lagðar voru bæði fyrir fræðsluyfir- völd ríkisins og Reykjavíkurbæjar. Reykj avíkurbær er nú í þann veginn að hefja einhverja sálfræðiþjónustu í skólum en ekki örlar neitt á aðstoð ríkisvaldsins við þá nemendur, sem minnst eiga undir sér hvort sem því veldur getu- eða skilningsleysi nema hvort tveggja komi til. Frá hagnýtu sjónarmiði er mjög óskynsamlegt að kenna ekki fóiki það sem verða má því að einhverju gagni, þar eð óraunhæf kennsla býr ekki fólk undir ævistörfin eins og unnt væri að gera. Er því mjög dýrt fyrir þjóð- félagið að notfæra sér ekki þá fræði- legu þekkingu, sem völ er á. Allir kennarar kannast við, að sum börn eiga mjög erfitt með að aðlaga sig venjulegu skólastarfi vegna hegð- unargalla. Eitt hlutverk skólasálfræð- inga er að athuga hverju þetta sætir. Oft og einatt er um smávægileg frá- vik frá venjulegu atferli að ræða, sem má laga annað hvort í samráði við heimili og bekkjarkennara eða með því að setja barnið um stundar- sakir í sérstakan fámennan bekk, þar sem æfður kennari gerir sitt bezta til þess að auka á hugarró barnsins sam- tímis því, sem hann kennir því. Á þennan hátt má oft koma í veg fyrir misvöxt persónuleikans, sem getur orðið einstaklingum og jafnvel heild- inni hættulegur og endar oft í algerri geðveiki. Sum geðvandamál barna eru samt þess eðlis að skólasálfræðingar ráða ekki við þau og þá sjálfsagt að senda börn til meðferðar kliniskra sálfræð- inga og geðlækna. Meginmáh skiftir að komið sé í veg fyrir, aö smávægileg sálræn vanda- mái íái að þróast og mynda alls konar geönækjur an þess að nokkuð sé að gert. Slikt lækkar til mikilla muna neilorigöum vinnandi mönnum og konum þjóö'féiagsins og verður þann- ig að lokum mjög dýrt og jafnframt ómannúðlegt. Alls konar vandamál foreldra i sambanai við uppeldi barna má oft leysa í samráði við skóiasálfræðinga og koma þannig i veg fyrir afskiíti barnaverndarnefnda. Með þessu eir ekki endiiega verið að lýsa vantrausti á barnaverndarnefndir þótt stundum sé full ástæða til þess. Meginatriði málsins er, að þegar foreldrar leita að- stoðar sálfræðings eru þau enn sjálf að leitast við að leysa vandamál í sambandi við uppeidi barna sinna sem fullkomlega ábyrgir aðilar, um leið og foreldrar afhenda barnaverndar- nefndum slík vandamál eru þau í raun og veru um leið að gera þjóðfélagið ábyrgt fyrir þeim vanda, sem eðlileg- ast er að þau leysi sjálf. Þessvegna er það mikils virði að skólasálfræði- stofnanir séu skipulagðar þannig. að allir eigi jafngreiðan aðgang að þeim, foreldrar, kennarar og fræðsluyfir- völd. Þetta er hins vegar ekki hægt að framkvæma nema með því að hafa allfjölmennt og vel menntað starfs- lið. Af því, sem þegar hefur verið sagt, mætti ætla að starf skólasálfræðinga væri að mestu leyti miðað við það, að þeir leysi vanda barna sem á ein- hvern hátt eru afbrigðileg. Óneitan- lega hefur mikið af starfi skólasál- fræðinga beinzt að þessu, en þar með er ekki sagt, að þeir hafi ekki áhuga á fleiru í sambandi við fræðslu- og skólamál. Skólasálfræðingar hafa fjallað mikið um kennslu bráðgreindra barna, en þar eð kennsla hefur yfir- leitt miðast við þarfir hinna meðal- greindu, hafa bæði hin vangefnu og velgefnu börn orðið útundan. Van- gefnu börnin eru eðlilega enn ver sett, þar eð þau geta tæpast bjargað sér af eigin ramleik, en hin greind- ustu eða aðstandendur þeirra leita jafnan einhverra bragða til þess að bæta sér upp það sem skólinn hefur ekki upp á að bjóða. Hins vegar er það vafalaust mun dýrara fyrir þjóð- félögin að búa ekki vel að afburða- hæfileikum tiltölulega fárra þegna en láta undir höfuð leggjast að að- stoða þá ógreindustu. Þar myndi vera um að ræða það sem Edgar Ru- bín, prófessor við Hafnarháskóla, kallaði „ófyrirgefanlega sóun and- legra verðmæta". Þjóð, sem til lengdar byggir flestar athafnir sínar á vilja og viti meðalmennskunnar verður ekki til lengdar talin til menningarþjóða en hlýtur á einn eða annan hátt að glata áliti sínu og ef til vill sjálfstæði. í nánum tengslum við skólasál- fræðiskrifstofur er eðlilegt að unnið sé að rannsóknum á kennslu og kennsluaðferðum, gerð námsbóka og kennslutækja. Stöðug þróun þjóðfélaganna hlýt- ur að hafa í för með sér breyttar kennsluaðgerðir, en þær breytingar, sem gerðar eru verða að hvíla á fræðilegum grundvelli, annars má eins vel vera, að þær nái ekki til- gangi sínum. Kennslubækur hafa löngum verið samdar með brjóstvitið eitt að leiðarljósi og hefur það að vonum gefizt misjafnlega vel. Nú eru hinsvegar til aðferðir til þess að kanna hvaða námsaðferðir og þá um leið hvaða tegund námsbóka gefi bezta raun. Þeir sem ekki vilja taka slíkar aðferðir í þjónustu sína, þótt þeir viti um gildi þeirra, eru vísvit- andi að stympast gegn vorgróðri vís- indalegrar starfsemi og verða þannig dragbítar á hagnýtingu þeirrar þekkingar, sem ætti að verða æsku allra þjóða til góðs. Meginhluti kennslunnar í velflest- um íslenzkum skólum byggist á minni nemendanna. Meginhluti þeirra starfa sem unnin eru á íslandi bygg- ist á skilningi, útsjónarsemi, hand- lægni og samvizkusemi fólks. Þessir eiginleikar fá hinsvegar fremur litla þjálfun í skólum. Það hefur verið áhugamál sumra forráðamanna íslenzkra fræðslumála, að sérfræðingar á þessu sviði kæmu sem minnst nálægt framkvæmd þeirra og ef þeir gerðu það, þá að vinnuskilyrði þeirra yrðu sem léleg- ust og áhrif þeirra sem minnst. Hversu dýr þessi öfuguggastefna er þegar orðin íslenzku þjóðinni þori ég ekki að segja, en vafalaust er hún alvarlegri en aflabrestur sá, sem við eigum öðru hvoru við að búa og ó- þurrkarnir, sem hrekja hey bænda. Sjálfskaparvítin eru verst og sjálf- skaparvítin hafa komið I veg fyrir eðlilega þróun íslenzkra fræðslumála. Meðal annars með því að koma í veg fyrir að skólasálfræðingar fengju að vinna að lausn þeirra mála sem þeir einir ráða við að leysa svo vel sé. SAMVINNAN 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.