Samvinnan - 01.11.1961, Blaðsíða 23
„Ekkert, sem máli skiptir,
lögregluþjónn,‘‘ svaraSi hann
og brosti. Síðan gekk hann
leiðar sinnar og veifaði eftir
vagni, settist inn í hann og
skipaði ökuþórnum að aka til
Belgrave Square.
Næstu daga var hann milli
vonar og ótta. Stundum
fannst honum að hr. Pod-
gers myndi þá og þegar birt-
ast í gættinni, en í önnur
skipti fannst honum óhugs-
andi að örlögin myndu leika
sig svo grátt. Tvisvar sinnum
fór hann til West Moon
Street, en kom sér ekki að
því að hringja bjöllunni.
Hann þráði að fá að vita
vissu sína, en óttaðist það
jafnframt.
Loksins kom það. Hann
sat í reyksal klúbbsins, drakk
te og hlustaði fremur áhuga-
lítill á frásögn Surbitons af
síðustu gamansöngvunum í
Gayety þegar þjónninn kom
inn með kvöldblöðin. Hann
tók ST. JAMES og fletti því
annars hugar. Þá rak hann
augun í þessa einkennilegu
fyrirsögn:
LÓFALESARI
FREMUR SJÁLFSMORÐ
Hann náfölnaði af hugar-
æsingi og las áfram. Greinin
var svohljóðandi:
„I gærmorgun klukkan sjö
fannst lík hr. Septimus R.
Podgers, hins fræga lófales-
ara, þar sem því hafði skol-
að á land við Greenwich,
rétt við Ship hótel. Hins
látna hafði verið saknað í
nokkra daga og töluverðra
áhyggna var farið að gæta
meðal lófalesara. Allar líkur
benda til þess, að hann hafi
framið sjálfsmorð af völdum
tímabundinnar geðtruflunar
vegna ofþreytu og var það
álit staðfest af líkskoðuninni
í gærdag. Hr. Podgers hafði
nýlokið við mikið ritverk um
mannshöndina og mun það
bráðlega verða gefið út og
er ekki að efa, að það muni
vekja mikla athygli. Hinn
látni var 65 ára er hann lézt
og virðist hann ekki hafa átt
neina ættingja. “
Arthur lávarður ruddist út
úr klúbbnum með blaðið í
hendinni, dyraverðinum, sem
reyndi árangurslaust að
stanza hann, til mikillar undr-
unar. Hann ók rakleiðis til
Park Lane. Sybil sá hann út
um gluggann og eitthvert
hugboð sagði henni, að hann
hefði gleðifregnir að færa.
Hún hljóp niður stigann til
að taka á móti honum og er
hún sá gleðisvipinn á ásjónu
hans, sannfærðist hún um, að
allt væri komið í samt lag.
„Ástin mín, “ hrópaði
hann, „við skulum gifta okk-
ur strax á morgun. “
„Heimski drengurinn minn.
Það er ekki einu sinni búið
að panta tertuna," sagði hún
og hló í gegnum tárin.
6.
Þegar brúðkaupið var
haldið þrem vikum síðar,
var St. Péturskirkj an þétt-
skipuð prúðbúnu fólki. Dóm-
prófasturinn í Chichester gaf
þau saman og gestirnir voru
sammála um, að þeir hefðu
aldrei verið viðstaddir jafn
tilkomumikla og hátíðlega
athöfn. Öllum kom saman
um, að aldrei hefðu sést jafn
glæsileg brúðhjón fyrir alt-
arinu. En þau voru ekki að-
eins glæsileg, þau voru einn-
ig hamingjusöm. Ekki eitt
andartak iðraðist Arthur lá-
varður alls þess, sem hann
hafði lagt í sölurnar fyrir
Sybil. Hún gaf honum allt
hið bezta, er nokkur kona
getur látið eiginmanni sínum
í té; tilbeiðslu, blíðu og ást-
úð. Grár hversdagsleikinn
spillti ekki ástum þeirra. Þau
yrðu ávallt ung.
Nokkrum árum síðar, er
þeim höfðu hlotnast tvö
yndisleg börn, kom lafði
Windermere í heimsókn til
þeirra á Alton Priory, dá-
samlegs gamals herragarðs,
sem var brúðkaupsgjöf her-
togans til sonar síns. Kvöld
nokkurt sátu hún og Sybil
undir linditrénu í garðinum
og horfðu á börnin, sem léku
sér milli rósarunnanna eins
og flögrandi sólargeislar. Þá
tók hún hendur hennar í sín-
ar og sagði: „Eruð þér ham-
ingjusamar, Sybil?"
„Kæra lafði Windermere,
auðvitað er ég hamingjusöm.
Eruð þér það ekki líka?"
„Ég hef engan tíma til að
vera hamingjusöm. Mér geðj-
ast ávallt að þeirri persónu,
sem ég var kynnt fyrir sein-
ast. En þegar ég kynnist fólki
nánar, fer mér að leiðast
það.“
„En hafið þér ekki ánægju
af sirkusljónunum yðar, lafði
Windermere? “
,,Ó nei, kæra mín. Ljónin
mín endast aðeins eitt missiri.
Þegar búið er að svipta þau
hárprýðinni, fyrirfinnast ekki
leiðinlegri fyrirbrigði undir
sólinni. Þar að auki ganga
þau á lagið ef eitthvað er lát-
ið eftir þeim. Munið þér eft-
ir þessum hræðilega hr. Pod-
gers? Hann var ekkert ann-
að en auvirðilegur svika-
hrappur. Að vísu kippti ég
mér ekki upp við það og
jafnvel þegar hann vildi fá
lánað fé hjá mér, fyrirgaf ég
honum. En þegar hann tók
að fara á fjörurnar við mig,
var mér allri lokið. Síðan gat
ég ekki þolað lófalestur.
Núna hef ég mestar mætur á
fjarskynjunum. Það er ólíkt
skemmtilegra.
„Þér megið ekki segja
neitt misjafnt um lófalestur
hér, lafði Windermere, því
það er hið eina, sem Arthur
getur ekki þolað, að haft sé
í flimtingum. Hann tekur þá
hluti mjög alvarlega.‘‘
„Þér ætlið þó ekki að
segja mér, að hann trúi því-
líkri hégilju, Sybil?“
„Spyrjið hann sjálfan,
lafði Windermere, þarna
kemur hann. “
Arthur lávarður kom eftir
stígnum og hélt á stórum
vendi af gulum blómum og
börnin ærsluðust í kringum
hann.
„Arthur lávarður? “
„Já, lafði Windermere.“
„Er það satt, sem konan
yðar var að segja mér, að
þér trúið á lófalestur.‘‘
„Já, auðvitað geri ég
það, “ sagði hann og brosti.
„En hvers vegna?“
„Vegna þess að ég á ham-
ingju mína alla lófalestri að
þakka," sagði hann lágt og
lét fallast í tágastól.
„Kæri lávarður, hvað get-
ur það nú verið.“
„Sybil,‘‘ svaraði hann og
rétti konu sinni blómin og
horfði inn í blá augu hennar.
„Hvílík endemis vitleysa,"
hrópaði lafði Windermere.
,,Ég hef aldrei heyrt aðra
eins vitleysu á minni ævi. “
SAMVINNAN 23