Samvinnan - 01.11.1961, Blaðsíða 26
sækja að honum, leggjast á
hann eins og mara. Hann sezt
afsíðis — og honum rennur í
brjóst.
Hann fannst í katakombun-
um daginn eftir, þegar slag-
brandar voru þar úr dyrum
dregnir. Og var þá orðinn
bandamaður.
Það hefur verið ónotalegt
að rakna úr ölvímunni á þess-
um stað. Vínguðinn villir oft
um fyrir þrælum sínum — læt-
ur þeim í té óþægilegar skyn-
villur, þó að umhverfið sé við-
felldið.
En hér hefur maðurinn ráf-
að um í kolniðamyrkri, leitað
útgöngu, rammvilltur. Óttinn
liggur í launsátri, þokast nær,
þrengir sér inn í hugsun og
hverja taug; verður að ofsa-
hræðslu.
Annarleg hljóð berast að
eyrum, bergmála í hljóðhimn-
unum. Ef til vill er það aðeins
þrusk í músum, sem dansa á
kistuloki eða naga kjúkur og
rísla í fúinni flík.
Myrkrið verður sótrautt.
Sogandi andardráttur manns-
ins hverfur út í grafargöngin
— kemur til hans aftur og er
þá orðinn að sárum andvörp-
um.
Þá missir hann allt taum-
hald á tilfinningum sínum.
Hann hrópar og kallar á hjálp
— trúir því í fyllstu alvöru,
að hann sé í samfélagi for-
dæmdra, þar sem er grátur
og gnístran tanna.
Og þó er þetta aðeins bið-
salur.
Trúrækið og sómakært fólk
bíður þarna eftir lúðurhljómi
hins efsta dags.
Við höfum litið inn í lík-
hellinn undir klaustrinu utan
við borgina Palermo, leitum
þaðan út í sólskinið. Deplum
augum móti birtunni — öndum
léttar, sogum ofan 1 lungun
ferskan andvara, sem streym-
ir inn yfir ströndina utan af
safírbláu hafinu.
Það gellur við lúðurhljómur.
Andartak hvarflar í hugann,
að lokadagurinn mikli sé upp-
runninn og englarnir kveðji til
dómþinga. Við hlerum og lít-
um ósjálfrátt um öxl: Rumska
nú hinir dauðu inni í grafhýs-
unum?
Þar er allt undrahljótt og
þungar hurðir ganga í gróp.
Enda seg*a spádómarnir, að á
dómsdegi komi mannsins son-
ur í skýjum himinsins. En hér
skín sól í heiði.
Og lúðurhljómurinn barst frá
bílhorni, sem þeytt var úti á
þjóðveginum.
— Við röltum á vit lífsins,
virðum fyrir okkur svipmynd-
ir:
Á leikvelli eru falleg dökk-
hærð börn. Þau brosa. Lífs-
þráin er eðlislægur þáttur í
brjóstinu og lifsgleðin ólgar í
blóðinu.
Unglingar, piltar og stúlkur,
eru skammt frá veginum og
ræða dægurmál. Þau eru fríð
sýnum og mennileg. Einn pilt-
urinn er hraðmælskur. Tungu-
takið nægir honum þó ekki til
túlkunar: látbragð og hreyf-
ingar eiga að sannfæra áheyr-
endur um ágæti ræðunnar.
1 vöngum unga fólksins er
heitur roði og undir brúnum
leiftra suðræn bjarmablik.
Landslagið er milt og mjúk-
legt. Mold sléttunnar er frjó-
söm. í aldingörðum svigna
trjágreinar undan ávöxtum.
Runnarnir roðna af berjum.
Akrarnir eru erjaðir — þar er
sáð og lúð og uppskorið.
Gul sítrónan grær og gull-
eplið hlær í dökku laufinu.
Handan við flatlendið rís
fjallið Pellegrino, teygir sig
inn í himininn, leyndardóms-
fullt og töfrandi blátt.
BDKHALDSVELIN
F I X □ M A T
Bókhaldsvél þessi frá Taylorix, sem fram-
leidd er af Odhner-verksmitSjunum í Sví-
þjócS hefur öðlazt miklar vinsældir og
munu um næstu áramót vera 1 8 slíkar í
notkun hjá kaupfélögunum.
Bókhaldsvélina má einnig nota sem sam-
lagningarvél.
BOKHALDSVELINA MA EINNIG NOTA SEM S AM LAG NING ARVE L
Verð ca. kr. 61.000,00
Upplýsingar gefur HAGDEILD KAUPFÉLAGANNA
Sambandshúsinu, Reykjavík
26 SAMVINNAN