Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 27
Allt sem Gandhí átti þegar hann kvaddi heiminn: tvœr matarskálar, trégaffall og tréskeið, þrír postulínsapar, dagbók hans, bœnabók, úr, hrákadallur, pappírshnífur og tvennir ilskór. Þessir munir eru varöveittir í Nýju Delhí. liann náði litlu sambandi við verkalýðinn. Að vísu vann hann hjörtu verksmiðjustúlkn- anna í Lancashire, en þangað fór hann með- fram til að reyna að skýra, hversvegna Ind- verjar hunzuðu baðmullina frá Lancashire og yllu þarmeð atvinnuleysi. En hann kom ekki til að biðjast afsökunar. „Þið hafið þrjár milljónir atvinnuleysingja, en við höf- um nálega þrjú hundruð milljónir atvinnu- leysingja hálft árið. Meðalatvinnuleysis- styrkur ykkar er sjötíu shillingar á mánuði. Meðaltekjur okkar eru sjö shillingar og sex pence á mánuði.“ Á sjálfri ráðstefnunni var návist hans neikvæð. Honum var svo um- hugað um að ítreka tvö eða þrjú megin- sjónarmið sín æ ofaní æ, að hann fór í taugarnar á fundarmönnum. Múhameðstrú- armenn, síkhar og jafnvel stéttleysingjar voru honum andsnúnir. Prinsarnir voru ekki annað en „brezkir embættismenn í indversk- um klæðnaði,“ sagði hann. Árangur ráðstefn- unnar varð sama og enginn. Gandhí viður- kenndi einlægni margra Breta og kvaðst vilja vera þegn brezka samveldisins, en ekki lieimsveldisins. Indverjar yrðu að fá jafn- rétti við Breta, ráða eigin utanríkisstefnu og varnarmálum; herinn yrði smámsaman að verða indverskur. Kongressflokkurinn, sem hefði 85% þjóðarinnar á bakvið sig, ætti að stjórna landinu. En Bretar gátu ekki enn fallizt á slík sjónarmið. Hann hitti George Bernard Shaw, sem kallaði hann „andlegan bróður" sinn, og átti löng sam- töl við Charlie Chaplin. Hann fór nokkrum sinnum til Oxford og 'hiitti meðal annarra Gilbert Murray, sem taldi hann mikilmenni, en slóttugan stjórnmálamann. Hann kom að máli við Lloyd George og biskupa ensku kirkjunnar, og loks heimsótti hann Georg V, þó siðameistarar hans hefðu áhyggjur af klæðaburði gestsins. Hann birtist í sínum venjulega, einfalda búningi, og þegar hann var inntur eftir því síðar, hvort það hefði verið viðeigandi, svaraði hann: „O, það var allt í stakasta lagi. Konungurinn var svo mikið klæddur, að það nægði okkur báðum.“ Á leiðinni heim til Indlands kom hann við í Róm og varð m. a. gagntekinn af krossfestingarmynd í Sixtínsku kapellunni. Hann minntist hennar oft. „Hún var stór- kostleg. Ég gat ekki slitið mig frá henni. Tárin spruttu fram meðan ég starði á hana.“ Þó Mussolini tæki á móti honum, færðist páfinn undan að veita honum áheyrn. Árangursleysi Lundúnaráðstefnunnar dró mátt úr baráttunni heimafyrir. Nýi land- stjórinn, Willingdon lávarður, hafði strangt eftirlit með blöðunum og bannaði jafnvel Kongressflokkinn og synjaði honum um póstþjónustu. Loks aflýsti Gandhí barátt- unni, mörgum til sárra vonbrigða, og gekk formlega úr flokknum 1935. Áður en það gerðist hafði hann dvalið langdvölum í fang- elsum ásamt Nehru og mörgum öðrum flokksleiðtogum — hann var t.d. fangelsaður þrisvar árið 1933. Síðar varð sú mótsagna- kennda þróun, að Gandhí hélt áfram að stjórna Kongressflokknum í krafti persónu- leika síns, þó hann væri strangt tekið ekki flokksfélagi. En meginverkefni Gandhís á áratugnum fyrir seinni heimsstyrjöld voru á öðrum sviðum. Hann barðist linnulaust fyrir mál- stað stéttleysingja, er hann nefndi haridsjan (guðsbörn), en var á öndverðum meiði við leiðtoga þeirra, dr. Ambedkar, um það, hvort þessi úrhrök mannfélagsins ættu að fá sér- staka meðferð og vera á sérstakri kjörskrá í hinni nýju stjórnarskrá Indlands (sérstök kjörskrá hefði raunar veitt þeim tvöfalda fulltrúatölu sem aukahlunnindi). í septem- ber 1932, meðan Gandhí sat í fangelsi ná- lægt Poona, setti hann skyndilega fram úr- slitakosti, sem komu bæði Bretum og Ind- verjum í vanda: ef ekki yrði fallið frá fyrir- ætlunum um sérstaka kjörskrá fyrir stétt- leysingja, mundi hann hefja „látlausa föstu til dauða“. Bretum fannst þetta vera högg undir beltisstað, en hjá hindúum varð allt annað að víkja fyrir þessum vanda. Rétttrú- aðir hindúar bentu á, að mælt væri fyrir um stöðu stéttleysingja í helgiritunum. „Það er verst fyrir helgiritin,“ sagði Gandhí. Það yrði að útrýma öllu stéttakerfi hindúa, sagði Ambedkar. Því var Gandhí tregur til að samsinna, því í eðli sínu var hann ákaflega íhaldssamur, en afstaða hans breyttist, og árið 1935 skrifaði hann: „Stéttakerfið verð- ur að hverfa.“ Dag eftir dag ræddi Gandhí við Ambedkar meðan heilsu hans hrakaði stöðugt, þangaðtil þeir náðu loks samstöðu um „Poona-sáttmálann", sem brezka stjórn- in féllst einnig á. Gandhí lét af föstu sinni, en baráttan fyrir jafnrétti stéttleysingja var rétt að hefjast og markið langt undan. Margir hindúar voru sárgramir Gandhí fyrir að berjast fyrir afhrök mannfélagsins, og þegar hann fór í „guðsbarna-ferðalag" um Indland 1934, varð hann víða fyrir grjót- kasti og öðrum andmælum — jafnvel einu sinni fyrir sprengjutilræði. Þegar hræði- legur jarðskjálfti skók Bíhar þetta sama ár, var Gandhí þess fullviss að þar væri um að ræða dóm guðs yfir illsku hindúa. Hvar- vetna talaði hann gegn hverskonar munaði eða þægindum; hann skipti á undirskrift sinni og armböndum sem hann seldi og lét féð ganga til stéttleysingja. Á níu mánuðum ferðaðist hann með betlikrúsina 20.000 kíló- metra. í Delhí lét hann jafnvel stúdenta hreinsa salerni „guðsbarnanna". Og alstað- ar talaði hann fyrir öðrum megináhugamál- um sínum: ófægðum hrísgrjónum, sojabaun- um, spuna í heimahúsum og skólum þar sem lögð væri höfuðáherzla á að kenna hand- iðnir (af 7 stundum í skólanum skyldi 4 varið til spuna!). Hann barðist gegn gift- ingum barna, hvatti ekkjur til að giftast aftur, bað múhameðstrúarmenn að leggja niður andlitsskýlur kvenna. Hann var helgur maður, sérvitringur og félagslegur umbóta- 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.