Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 54

Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 54
frelsi þjóða sinna annarsstaðar en í byssu- hlaupinu. Eins er hugmyndin um æðri og óæðri hópa ekki ein nægileg til að hægt sé að tala um fasisma. Þorri íslendinga lítur vafalítið 'Svo á að þeir séu Grænlendingum æðri að ýmsu leyti. En þarsem samskipti þjóðanna eru nánast engin, þá reynir aldrei á hina þættina tvo. Hlutföll þessara þriggja þátta geta verið með ýmsu móti. En allt bendir til að hug- myndin um æðri og óæðri hópa sé upp- spretta hinna tveggja. Fasisminn sem hug- myndafræði og hreyfing mótast svo af því hversu sterk og hvers eðlis þessi hug- mynd er. Auk þessara þriggja höfuðþátta má greina ótal smáþætti sem geta við vissar aðstæður — einn eða fleiri saman — orðið til að kalla fram einhvern þessara þriggja. Þeir helztu eru: þjóðrembingur, valdsækin þjóðernis- hyggja, foringjadýrkun, kynþáttafordómar, stéttafordómar, trúarbragðafordómar, andúð á menntamönnum, dýrkun á líkamskröftum og hetjudáðum, íhaldssamar siðgæðiskröfur til æskufólks, rík áherzla á lög og reglu, rík áherzla á nauðsyn refsingar, tilhneiging til að gera hópi manna upp annan vilja en hann „í rauninni" hefur, hugmyndin um að betra sé að hugsa kórrétt en að hugsa frjálst, rík áherzla á takmarkanir skynseminnar, skýrar línur milli þess normala og þess ónormala, rík áherzla á réttmæti valdsins. Meðal þessara smáþátta má oft finna byrjunareinkenni fasismans. En enginn einn þeirra getur kallazt fasismi. Ekki heldur gæt- um við talað um fasisma þó þeir væru allir saman komnir á einum stað. Þeir eru aðeins fylgifiskar höfuðþáttanna þriggja. 3 Það ætti að vera hverjum manni ljóst að margir ofantalinna smáþátta eru þegar orðn- ir nokkuð áberandi á Vesturlöndum (Sovét- ríkin og leppríki þeirra meðtalin). En höf- uðþættirnir þrír liggja kannski ekki eins í augum uppi. Stórveldin tvö halda ekki á loft neinni fasískri hugmyndafræði. Bandaríkin fremja ekki þjóðarmorð í Víetnam í nafni fasism- ans, heldur í nafni lýðræðisins. Sovétríkin ráðast ekki inní Tékkóslóvakíu í nafni fas- ismans, heldur í nafni sósíalismans. En þau hafa fasíska hugmyndafræði engaðsíður. Bæði hafa að engu ákvörðunarrétt smá- ríkja. Bæði svífast einskis til að skara eld að sinni efnahagslegu köku. Báðum mistekst að leyna köllun sinni til alþjóðlegra lög- reglustarfa. Bæði hampa hernaðarmætti sín- um og hika ekki við að beita honum. Þetta verður ekki dulið bakvið faguryrði einsog sósíalisma, frelsi og lýðræði. Ef yfirlýsingar og gerðir stórveldanna eru lesnar niðrí kjöl- inn, þá blasir við sú hugmynd að þau séu öðrum ríkjum æðri. Hér skilur í veigamiklu atriði á milli sí- vaxandi fasisma stórveldanna og þýzka naz- ismans. Nazistarnir voru svotil frá byrjun sannfærðir um yfirburði aríska kynstofnsins og messíasar-hlutverk þýzku þjóðarinnar. Skoðanir þeirra áttu að verulegu leyti ræt- ur að rekja til þjóðernislegrar minni- máttarkenndar. Skoðanir ráðandi manna stórveldanna eiga ekki rætur að rekja til þjóðernislegrar minnimáttarkenndar, öllu nær væri að kalla það þjóðernis- Franskt mótmœlaspjald frá maí-róstunum. legt mikilmennskubrjálæði. Og þó margt bendi til meiri og víðtækari kynþáttafor- dóma hjá stórveldunum en virðast kann í fljótu bragði, þá sitja þau ekki ennþá uppi með neitt í líkingu við það sambland af vitskerðingu og barnaskap sem aría-hug- myndir og þjóðrembingur nazistanna voru. Það eru fyrst og fremst valdayfirburðir stór- veldanna sem fæða af sér þá hugmynd að þau séu öðrum ríkjum meiri og þarafleið- andi æðri. Þau gnæfa yfir önnur ríki í efna- hagslegu og hernaðarlegu tilliti. Vald þeirra er svo mikið að þau geta sýnt smáríkjum takmarkalaust tillitsleysi án þess að bíða við það teljandi efnahagslegan og hernaðarlegan hnekki. Þau þurfa ekki að spyrja önnur ríki hvort valdbeiting þeirra sé rétt eða röng. Hún er rétt, af því þau hafa vald til að beita henni. Hún er líka rétt, af því að hún þjónar hagsmunum þeirra sjálfra. Þau setja samasem-merki á milli valdayfirburða og valds til að ákvarða hvað sé rétt og hvað rangt. Og þau setja líka samasem-merki á milli valds og getu til pólitísks skilnings. Af því þau hafa ótvíræða valdayfirburði yfir önnur ríki, af því þau þurfa ekki að taka tillit til annarra ríkja nema að takmörkuðu leyti, þá hafa þau líka ótvíræða yfirburði til að dæma um hvaða pólitískur skilningur 33 réttur og hver rangur. Og um leið og þau játa þetta í verki, þá eru andstæð smáríki ekki lengur bara smá eða smærri, þau eru líka óæðri. Þau eru óæðri af því þau hafa rangan skilning á eigin högum. í stuttu máli: Sá sterki er ekki bara þeim veika æðri vegna þess að hann er sterkari, hann er honum líka æðri vegna þess að hann hefur höndlað réttari skilning á sjálfum sér og öðrum en hann. Og hann hefur höndlað réttari skilning, af því hann er sterkari. Brésneff-kenningin svonefnda afhjúpar sig á skemmtilegan hátt. Hún gerir ráð fyrir rétti eins sósíalisks ríkis til að skipla sér af innanríkismálum annars sósíalísks ríkis, ef það álítur að sósíalisminn standi þar höllum fæti. Þannig er innrásin í Tékkóslóvakíu réttlætt. En segjum nú svo að Tékkóslóvak- ar komist á þá skoðun að sósíalisminn í Sovétríkjunum standi höllum fæti. Hafa þeir þá rétt til að ráðast inn í Sovétríkin? Spurningin er fjarstæða, því forsenda inn- rásar eins ríkis í annað er ekki rétturinn til þess, heldur hernaðarmátturinn. Tékkóslóv- akar hafa ekki hernaðarmátt til að ráðast inn í Sovétríkin. Og þarafleiðandi engan „rétt“. Pólitískur skilningur sovétmanna er rétthæiri en pólitískur skilningur Tékkó- slóvaka. Hann er rétthærri, af því að Sovét- ríkin eru máttugri. Brésneff-kenningin er ekki annað en kenning um rétt þess sterkari til að níðast á þeim veikari, rétt þess æðri til að níðast á þeim óæðri. Víetnam og Tékkóslóvakía ættu að nægja sem dæmi um fasisma stórveldanna tveggja gagnvart smáríkjum. í báðum tilfellum ræðst sterkur á veikan. í báðum tilfellum gefur sá sterki sér rétt til að hlutast til um málefni þess veika, af því hann álítur sig hafa réttari skilning en hann. Sá sterki er því ekki bara sterkur og sá veiki veikur, sá sterki er auk þess æðri og sá veiki óæðri. í báðum tilfellum er beitt vopnuðu ofbeldi, m. a. til að sanna mátt þess sterka og mátt- leysi þess veika, og þarmeð staðfesta réttan skilning þess sterka og rangan skilning þess veika. í öðru tilvikinu má tala um tilraun til skipulagðrar útrýmingar fólks á stórum landsvæðum. í báðum tilfellum slakar sá sterki á þeim siðferðiskröfum sem hann gerir til sjálfs sín þegar smærri einingar eigin hóps eiga í hlut. Þennan fasisma er reynt að fela á bakvið orð. Ráðamenn stórveldanna álíta sig ekki eingöngu hafa réttari skilning á öllum hlut- um en allir aðrir, þeir hafa einnig einkarétt á merkingu hugtaka einsog frelsi, lýðræði, sósíalismi og bræðralag. Ef við sættum okk- ur við þessa einokun á orðum, munum við brátt fá að lifa þann dag að lýðræði merki arðrán með sprengjum og sósíalismi kúgun og fasískt gerræði. Bandaríkin eru ekki lýð- ræðisleg nema að takmörkuðu leyti. Þau eru fyrst og fremst kapítalísk og heims- valdasinnuð. Þau virðast á góðri leið með að ganga af eigin lýðræði dauðu, einmitt í nafni lýðræðisins. Sovétríkin eru ekki sósí- alísk nema að takmörkuðu leyti. Þau eru fyrst og fremst ríkis-kapítalísk og heims- valdasinnuð. Þau virðast á góðri leið með að ganga af eigin sósíalisma dauðum, ein- mitt í nafni sósíalismans. 4 Þó ríkjandi fasismi sé ógnvekjandi á margan hátt, þá bendir flest til að hann sé barnaleikur hjá því ástandi sem reikna má með í náinni framtíð. Hér gefst ekki rúm til að ræða sívaxandi fasisma innan stór- veldanna sjálfra og annarra vestrænna ríkja, hér verður aðeins stuttlega vikið að þeirri fasísku meðferð sem hugsanlegt er að ríki heimurinn, með stórveldin í broddi fylking- ar, beiti fátæka heiminn. Þessi fasismi er þegar fyrir hendi, og hefur reyndar verið allt frá því nýlendukúgun hófst, en hann verður sífellt tæknilegri og áhrifameiri. Þau lönd sem hér eru kölluð ríki heimur- inn til hægðarauka og einföldunar, en eng- anveginn að ástæðulausu, eru N-Ameríka, 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.