Samvinnan - 01.12.1969, Side 71
AÐRAR FYLLINGAR
í staðinn íyrir reykt ílesk er tilbreyting að hafa eftirfarandi fyllingar:
1. Hangikjöt eða léttreykt svínakjöt, sem skorið er í mjóar ræmur.
2. Brúnaða sveppi og lauk.
3. Reykt flesk, saxaðan lauk og ost.
4. Blandaða úvexti (sem áður eru lagðir í bleyti).
APPELSÍ NUKOSSAR
3—4 appelsínur
2 egg
% dl sykur
Safi úr M> sítrónu og 1 appelsínu
(um. 1 dl safi)
4 blöð matarlím
2% dl rjómi
Vínber eða kirsuber (cocktailber).
Skeriö appelsínurnar í sneiðar og raðið helmingnum á fat.
Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn, vindið það upp úr vatninu og
bræðið yfir gufu. Þeytið rjómann og eggin með sykrinum. Kælið matar-
límið með safanum og blandið því í eggjaþykknið. Þegar búð'ingurinn
er farinn að þykkna er rjómanum bætt í hann (2—3 msk eru teknar
frá til skreytingar). Látið bíða á köldum stað um stund. Setjið eina
skeið af búðingi á hverja appelsínusneið og hvolfið hinum sneiðunum
yfir. Skreytið með rjómatoppum og vínberjum eða hálfum kirsuberjum.
SÚKKULAÐIKREM
1 dl sykur
1 dl vatn
3 eggjarauður
100 g smjör (eða jurtasmjör)
50 g súkkulaði
1 tsk vanilla eða líkjör
%—% tsk neskaffiduft.
Sjóðið saman sykur og vatn í 10—12 mín. við hægan hita, þar til það
fer að þykkna. Hrærið eggjarauðurnar og hellið sykurleginum smátt
og smátt saman við. Þeytið stöðugt þar til kremið fer að þykkna.
Hrærið þá linu smjöri og bræddu súkkulaði saman við, ásamt bragð-
efnum. Kljúfið kökuna og smyrjið þriðjungi kremsins á milli. Þekið
hana síðan með afganginum og stráið grófu kókósmjöli yfir.
DRAUMKAKA
150 g smjörliki
3 dl sykur
'k appelsina (saji og rifið hýði)
2 tsk lyftiduft
3 dl hveiti
1 Vz dl mjólk
3 eggjahvítur.
Hrærið smjörlíkið vel ásamt sykrin-
um, appelsínusafanum og rifna hýð-
inu. Sigtið hveiti og lyftiduft, bland-
ið þvi síðan saman við með mjólk-
inni og síðast stifþeyttum hvítunum.
Bakið kökuna við 175 gráðu hita í
50—60 mínútur. (Ath. smyrjið mótið
vel og stráið brauðmylsnu í það).
TVEIR KALDIR KJÖTRÉTTIR Á JÓLABORÐIÐ
Köld tunga með fyllingu
200 g soðin tunga
FYLLING:
1 'k dl rjómi
2 msk olíusósa (mayonaise)
1— llk msk rifin piparrót
2— 3 epli (skorin í smáa bita).
Skerið tunguna í þunnar sneiðar. Þeytið rjómann og blandið olíusós-
unni, piparrótinni og eplabitunum saman við. í staðinn fyrir nýja
piparrót er hægt að nota piparrótarduft sem hrært er út í köldu vatni.
(Ath. að piparrótarduft er sterkara en ný piparrót). Raðið helmingnum
af tungusneiðunum á fat. Skiptið fyllingmini á sneiðarnar og leggið
hinar sneiðarnar yfir. Skreytið með vínberjum, salatblöðum og stein-
selju ef það er fyrir hendi.
Grænmeti í olíusósu (ítalskt salat) eða ávaxtasalat er einnig gott
með kaldri tungu.
APRIKÓSUTERTA
4 egg
2 dl sykur
75 g kartöflumjöl
2 msk kakó
2 tsk lyftiduft
Þeytið egg og sykur vel saman. Sáldrið kakó, kartöflumjöl og lyftiduft,
blandið því varlega saman við. Bakið deigið í tveim tertumótum, við
um 200 gráðu hita. Þeytið 4—5 dl af rjóma. Hellið %—1 dós af apri-
kósum á sigti, takið yztu himnuna af þeim og merjið þær með gaffli.
Biandið aprikósunum og súkkulaðibitum varlega saman við rjómann
og frystið hann ef vill. Bleytið botnana með aprikósusafa og leggið þá
saman með ís eða helmingnum af rjómanum. Látið hinn ísbotninn
ofan á eða það sem eftir er af rjómanum.
Kjöthlaup
200 g soðið léttreykt svínakjöt
(skinka) eða hamborgarhryggur
200 g grœnar baunir
4 sneiðar ananas
4 msk hvitvín eða sherry
4 blöð matarlím.
SÓSA: 100 g olíusósa (mayonaise)
1 msk franskt sinnep.
Skerið kjötið í teninga og blandið baununum saman við. Blandið
ananassafann með hvítvíni og vatni svo að það verði % lítri. Leggið
matarlímið í bleyti, bræðið það og blandið því í safann. Hellið leginum
yfir kjötið og baunirnar og látið það hálfstífna. Smyrjið fjóra bolla
eða mót með matarolíu. Hellið hlaupinu í bollana og látið það standa
á köldum stað 1—2 klst. Hvolfið hlaupinu á ananassneiðar og skreytið
með salatblöðum, steinselju og tómatbátum. Hrærið olíusósuna með
kryddi og sinnepi og berið sósuna með hlaupinu.
BANANABÁTAR í barnaboð
Skerið banana eftir endilöngu og
skreytið þá sem hér segir:
1. Sprautið rjóma eftir endilöngum
banananum, stingið bananasneið-
um í og stráið rifnu súkkulaði
yfir.
2. Stingið bananasneiðum og vín-
berjum í bananahýðið.
3. Stingið pinna í gegnum kirsuber
og vínber. Festið pinnana með
jöfnu millibili í bananana. Búið
til árar úr appelsínuhýði, svo að
þetta líti út eins og bátur með
róðrarkarla.
4. Sprautið rjóma á hýðið og
skreytið með berjum og banana-
sneiðum.
71