Samvinnan - 01.12.1970, Síða 19
Þarfasti þjónninn
FRIGG
bóndi! Það gat varla minna
verið.
Um sjónvarpið fjalla 5
menn; enginn úr alþýðustétt,
enginn utan af landsbyggðinni.
Um þéttbýlisþróunina skrifa
8 menn: 2 viðskiptafræðingar,
2 hagfræðingar, 3 bæjarstjórar
og 1 fulltrúi. Að sjálfsögðu
kemur ekki fram, hverjum
augum sveitamenn líta á þau
mál.
Um unga fólkið og samtíðina
leggja upp undir 30 ungir karl-
ar og konur (þó ekki nema 4
konur) orð í belg. Enginn
þeirra ætla ég að sé fulltrúi
ungra bænda né heldur ungra
verkamanna.
í hópi þeirra 15 manna, sem
skrifa um „Líf og list“, er eng-
inn bóndi, enginn verkamaður.
Má vera, að eigi taki því að
leita álits þess konar fólks um
svo háleitt efni.
Um efnið „Verkalýðshreyfing
og kjarabarátta" í siðasta hefti
fjalla 10 menn: 1 alþingismað-
ur, 1 hagfræðingur, 1 sagn-
fræðingur, 1 lögfræðingur, 1
prentari, 1 hagræðingarráðu-
nautur, 1 erindreki, 1 ritstjóri,
1 framkvæmdastjóri, 1 bóndi
— og enginn verkamaður;
verður þó naumast talið, að
öðrum sé málið skyldara.
En nú er víst mál að linni —
og mætti þó enn halda áfram i
sama dúr. En þótt ég sé með
þessar aðfinnslur — og þær
eru fjarri því að vera ástæðu-
lausar — þá er skylt að einnig
hitt komi fram, að Samvinnan
flytur margt, sem fengur er í,
og verður það að teljast stór-
um þyngra á metum. Sjálfur
skrifar ritstjórinn hressilega og
hispurslaust, svo að ánægju-
legt er að lesa, þótt skoðanir
fari eigi ávallt saman.
Vinsamlegast.
Gísli Magnússon.
MIÐSTÖÐVARKATLAR — LOFTHITARAR
VATNSHITARAR
framleiddir í verksmiðju
okkar.
• FRAMKVÆMUM
alls konar
vélaviðgerðir og
járnsmíði s. s.
skipaviðgerðir, hita-
og kælilagningar.
• UMBOÐ FYRIR
díselvélar, dælur,
blásara, utanborðs-
hreyfla, rafsuðuvélar,
gufugildrur, frystivélar,
rafstöðvar,flutninga-
bönd, eyrna- og höfuð-
hlífar, öryggisskó o. fl.
• VARAHLUTIR —
VIÐGERÐAR-
ÞJÓNUSTA.
\7tomajfiey,
Loftbarkar
Armstrong
miðstöðvardælur
Loftblásarar
Vélsmiðjan DYNJANDI
SKEIFUNNI 3h — REYKJAVÍK — SÍMI 82670
19