Samvinnan - 01.12.1970, Síða 25
Sveinn Björnsson
Gunnar J. Friðriksson
Harry Frederiksen
Otto Schopka
Þorvarður Alfonsson
Þórir Einarsson
Guðmundur Magnússon
Steingrímur Hermannsson
Stefán Bjarnason
Pétur Pétursson
Hjalti Kristgeirsson
Aburðarverksmiðja ríkisins í Gufunesi.
híutdeild iðnaðarins i atvinnu-
framfærslu úr 11,3% 1920 í
18,9% 1930.
KREPPA OG
HEIMSSTYRJÖLD
Svona stóðu málin, þegar
áhrif heimskreppunnar mikiu
fóru að ge:a vart við sig upp
úr 1930. Verðlag á islenzkum
útflutningsafurðum féll, og
skortur eriends gjaldeyris fór
að segja til sín samfara at-
vinnuieysi. Undir þessum
kringumstæðum hófst ör vöxt-
ur smáiðnaðar, sem framleiddi
neyziuvarning fyiir heima-
markað. Utanaðkomandi
kiingumstæður urðu þannig til
þess, að skriður komst á þróun
iðnaðar í landinu, og stjórn-
arvöldin gerðu sitt til að efla
þessa þróun með þvi að tak-
marka innflutning; verndar-
tollum var komið á, og á árun-
um 1935—1941 voru í gildi lög,
sem undanþágu ný iðnfyrir-
tæki sköttum fyrstu þrjú árin.
Árið 1937 er fyrsta meirihátt-
ar rafstöðin (Sogsvirkjun) tek-
in i notkun til afnota fyrir
Suðvesturland, og síðan fylgja
aðrar virkjanir, og batna þá
enn skilyrði fyrir þá iðnaðar-
þróun, sem þegar var hafin.
Nokkrum árum áður, eða
1930, hafði verið byggt frysti-
hús í Reykjavík, og reyndist
það fyrirboði stórkostlegrar
efiingar fiskiðnaðarins. Má
segja, að hraðfrystiiðnaðurinn
hafi um margt haft algjöra
sérstöðu í þróun iðnaðar á ís-
iandi, einkum að þvi er snertir
hlutdeild hans í útflutningi.
Svo sem vænta mátti, hafði
síðari heimsstyrjöldin í för með
sér róttæk áhrif á allt efna-
hagslíf þjóðarinnar. Skyndi-
lega skapaðist mikil eftirspurn
eftir vinnuafli í stað atvinnu-
leysis, sem gætt hafði talsvert
undanfarandi áratug; og það
var ekki aðeins að eftirspurn
stórykist eftir útflutningsfram-
leiðslu hennar, heldur hækk-
uðu afurðirnar stórlega í verði.
Samfara auknum kaupmætti
landsmanna annars vegar og
takmörkuðu vöruframboði hins
vegar, hlutu nú að skapast
skilyrði til framleiðslu á rnarg-
víslegum iðnaðarvarningi inn-
anlands, enda þótt erfitt
reyndist um vik að byggja upp
iðnfyrirtæki og búa þau nauð-
synlegum vélurn og tækjum, er
styrjöidin geisaði. Engu að síð-
ur er þróun iðnaðarins á þessu
tímabili slík, að hlutdeild hans
í atvinnuframfærslu eykst úr
21,3% árið 1940 í 32,5% árið
1950, og var þessi atvinnuveg-
ur þar með orðinn stærstur í
þessu efni.
Vegna óhagstæðrar gjaldeyr-
isstöðu gagnvart útlöndum
lengst af, allt frá 1947 til 1960,
og ráðstafana til að draga úr
eftirspurn erlends gjaldeyris,
voru aðstæður fyrir þróun iðn-
aðar til framleiðslu á neyzlu-
vörum fyrir innanlandsmarkað
að ýmsu leyti hagstæðar þessi
ár. Þó ber að leggja áherzlu á,
að yfirleitt voru þessar ráð-
stafanir ekki gerðar iðnaðarins
vegna, heldur til tekjuöflunar
fyrir ríkissjóð og til að draga
úr eftirspurn erlends gjaldeyr-
is. Kom þetta fram í þvi m. a.,
að iðnaðurinn varð mjög fyrir
barðinu á þessum höftum í
sambandi við innflutning véla
og hráefna; verulegs ósam-
ræmis gætti i tollun hráefna
og fullunninna vara, og fjár-
festing í iðnaðarbyggingum var
háð strangri skömmtun.
STAÐAN í DAG
Áður fyrr hætti mönnum til
að deila um það, hvort íslenzk-
ur iðnaður ætti rétt á sér. Þvi
var jafnvel haldið fram, að
hann væri baggi á þjóðarbúinu
og þrifist eingöngu í skjóli
hárra tollmúra. Sj ávarútvegur
og landbúnaður væru ásamt
þjónustugreinum og bygging-
arstarfsemi þau atvinnusvið,
sem hentuðu landi og þjóð.
Sem betur fer tilheyra fánýt-
ar deilur um tilverurétt iðnað-
arins liðinni tíð. í þjóðfélagi
nútímans með allri sinni
verkaskiptingu og tæknivæð-
ingu verður ekki fullyrt um
það, að ein atvinnugrein sé
annarri rétthærri eða sjálf-
sagðari. Búi atvinnugreinarn-
ar við nokkurn veginn jöfn
starfsskilyrði innbyrðis í sam-
keppninni um fjármagn og
25