Samvinnan - 01.12.1970, Side 29
Verksmiðjur samvinnumanna á Akureyri.
skinnhönzkum úr leðri og
skinnum frá sútunarverk-
smiðjunni. Árið 1947 kaupir
Sambandið Prjónastofu Ás-
gríms Stefánssonar á Akureyri,
sem þá var lítið en vel rekið
fyrirtæki. Þessi verksmiðja
heitir nú Fataverksmiðjan
Hekla og er starfrækt í tveim-
ur deildum, prjónadeild og
vinnufatadeild, með mjög fjöl-
þætta fatnaðarframleiðslu.
Þess má geta, að Sambandið
starfrækti i Reykjavík á ár-
unum 1939—1945 prjónastofu,
sem vann mest sokka úr is-
lenzku ullarbandi frá Gefjuni.
Fyrri hluta árs 1947 keypti
Sambandið Vélsmiðjuna Jötun
og starfrækti í nokkur ár vél-
smiðju, en hún var lögð niður.
Árið 1953 var sett upp í húsa-
kynnum Jötuns rafhreyfla-
verksmiðja, sem fyrst og
fremst átti að bæta úr skorti á
einfasa súgþurrkunarmótorum
fyrir sveitirnar. Slíka mótora
var erfitt að fá frá útlöndum,
en víðast hvar lagðar einfasa
rafstöðvar um sveitirnar. Þessi
verksmiðja hefur þvi fram á
þennan dag gegnt mikilvægu
þjónustuhlutverki fyrir bændur
landsins.
Árið 1960 var stofnsett á
Húsavík Fataverksmiðjan Fífa,
sem framleiddi aðallega vinnu-
skyrtur og vinnufatnað, og 1963
var sett á stofn í Borgarnesi
Verksmiðjan Vör, sem fram-
leiddi aðallega sjófatnað og
regnfatnað. Báðar þessar verk-
smiðjur áttu það sameiginlegt
að vinna úr innfluttu efni, og
voru þær fyrst og fremst stofn-
settar til að bæta úr atvinnu-
leysi á þessum stöðum, en það
sorglega skeði, að fella varð
niður starfsemina vegna mik-
illar samkeppni við innflutn-
inginn.
Sú stefna virtist rikjandi hjá
ráðamönnum þjóðfélagsins á
árunum 1964 til 1967, að ekkert
vit væri í að starfrækja smá-
iðnað í landinu, hann ætti eng-
an rétt á sér, vörurnar skyldu
keyptar erlendis. Það var gert
og með þeim afleiðingum, að
mörg af litlu fyrirtækjunum
hurfu af sj ónarsviðinu, og
neyddist Sambandið til að loka
Fífu árið 1966 og Vör árið eftir.
Þegar svo að því kom, að veru-
lega fór að bera á atvinnuleysi
á árunum 1967 og 1968, kippt-
ust menn illa við og sáu hvers
virði smáiðnaðurinn raunveru-
lega hafði verið þjóðarbúinu,
en óhappið var skeð. Nú aftur á
móti er stefnan sú, að fátt geti
betur bjargað þjóðinni en mik-
il iðnaðarframleiðsla, og þá
helzt til útflutnings. Það eru
viss sannindi í þessu, en hafa
verður i huga, að íslendingar
njóta engra sérréttinda um
verðlag á framleiðsluvörum
sínum á hinum erlenda mark-
aði. Þar er spurt um lægsta
verð og gæði vörunnar, og sá
sem bezt getur boðið hefur
viðskiptin. Það má ekki heldur
gleyma því, að hollt er að búa
sem mest að sínu, og það er
engu síður mikilvægt að fram-
leiða fyrir heimamarkað.
í ársbyrjun varð iðnaður
Sambandsins fyrir miklu áfalli,
þegar tvær af verksmiðjum
þess urðu eldi að bráð, skó-
verksmiðjan og sútunarverk-
smiðjan. Strax var tekin
ákvörðun um að endurbyggja
verksmiðjurnar. Skóverksmiðj-
an er nú fyrir nokkru aftur
komin í fulla starfrækslu,
stærri og betur búin vélum en
áður. Verksmiðjan getur fram-
leitt 200 þúsund pör af skóm
á ári. Hafizt var handa um
byggingu nýrrar sútunarverk-
smiðju 7. júní 1969, og tók verk-
smiðjan til starfa á miðju
sumri 1970. Verksmiðjan er að
grunnfleti 3.800 fermetrar og
talin ein fullkomnasta verk-
smiðja, sem til er, til vinnslu
á gærurn. Nú er ennfremur í
undirbúningi að hefja aftur
starfrækslu í Borgarnesi um
n. k. áramót, og verður fram-
leiðslan kuldahúfur úr pelsa-
skinnum frá Iðunni.
Hér hefur í stuttu máli verið
rakin þróunarsaga verksmiðju-
reksturs Sambandsins, sem nú
er orðinn það stór, að hann
skipar þýðingarmikinn sess í
samvinnubyggingunni og er
um leið til mikilla hagsbóta
fyrir alla þjóðina. Þess ber að
minnast, að i síðustu heims-
styrjöld var oft erfitt að ná í
vörur frá útlöndum. Verk-
smiðjur samvinnumanna bættu
þá verulega úr vöruskortinum.
Tekið var upp einskonar
skömmtunarfyrirkomulag til
þess að vörunum væri sem
réttlátast dreift um landið.
IÐNAÐARDEILDIN
Verksmiðjurnar hafa einnig
rennt styrkum stoðum undir
heimilisiðnað í landinu, sem
aukizt hefur allverulega hin
síðari ár og verið heimilunum
drjúg búbót, þegar lítið hefur
verið um atvinnu úti við. Mörg
fyrirtæki hafa einnig fengið
vörur frá verksmiðjunum til
fullvinnslu á hinn margvisleg-
asta hátt.
í ársbyrjun 1949 var Iðnað-
ardeild Sambandsins sett á
stofn, og þá var um leið allur
verksmiðjuiðnaður Sambands-
ins sameinaður hjá deildinni,
en áður heyrði hann undir Út-
flutningsdeild eða Innflutn-
ingsdeild, eftir því hvort unnið
var úr innlendum eða erlend-
um hráefnum. Verksmiðjur,
sem nú heyra undir Iðnaðar-
deildina, og helztu framleiðslu-
vörur þeirra eru þessar:
ULLARVERKSMIÐJAN GEFJUN:
Vörutegund: Eining 1969
Dúkar m 152.901
Band og garn kg 165.001
Lopi og plata — 78.334
Dralon prjónaband — 15.638
Ullar- og stoppteppi stk. 43.848
Dralonsængur — 967
Dralonkoddar — 1.645
Svefnpokar — 366
Utanyfirpokar — 89
SKINNAVERKSMIÐJAN IÐUNN:
Vörutegund: Eining 1969
Sútað:
Hrosshúðir stk. 5.655
Nautgripahúðir — 724
Sauðskinn — 0
Ýmis skinn — 1.100
29