Samvinnan - 01.12.1970, Page 34

Samvinnan - 01.12.1970, Page 34
Kísilgúrverkamiðjan við Mývatn. sem hefur þann tilgang að efla og styðja innlendan veiðar- færaiðnað. Ríkissjóður lagði veiðarfæradeildinni til skulda- bréf að upphæð 11,6 millj. kr. sem stofnfé. Þá er lánadeild veiðarfæraiðnaðarins tryggður tekjustofn, sem er 1% verð- jöfnunargjald, sem lagt er á tollverð innfluttra veiðarfæra, þ. e. veiðarfæra sem einnig eru framleidd hér i landinu. Veitt ián Iðnlánasjóðs á ár- inu 1969 námu 128,9 millj. kr., og áætlað er, að lánveitingar á þessu ári nemi 182,0 millj. kr. Um síðastliðin áramót námu útlán Iðnlánasjóðs svo sem hér segir: Vélalán 118,7 millj. kr. Byggingalán 209,4 — — Lausaskuldalán 63,4 — — Hagræðingarlán 9,2 — — Veiðarfæralán 5,3 — — Samtals 406,0 millj. kr. Iðnþróunarsjóður er stofnað- ur samkvæmt sérstökum samn- ingi ríkisstjórna Norðurlanda og staðfestur með lögum nr. 9/1970. Hugmynd að þeim samningi kom fram i viðræð- um norrænna embættismanna og st.'órnmálamanna varðandi væntanlega aðild íslands að Fríverzlunarsamtökum Evrópu. Tilgangur Iðnþróunarsjóðs er að stuðla að tækni- og iðnþró- un íslands og auðvelda aðlög- un iðnaðarins að breyttum markaðsaðstæðum, vegna að - ildar íilands að EFTA. Sjóður- inn á að leggja áherzlu á þró- un útflutningsiðnaðar á fs- landi og aukna samvinnu á sviði iðnaðar og viðskipta milli íslands og hinna norrænu landanna. Ennfremur er það ve.kefni sjóðsins að efla sam- keppnishæfni islenzka heima- mar kaðsiðnaðarins. Stofnfé Iðnþróunarsjóðs er jafnvirði 14 milljóna dollara, eða um 1230 millj. ísl. kr. Er fé þetta lagt fram af fimm Norð- urlöndum og skiptist þannig, að framlag Svíþjóðar er jafn- virði 5,4 millj. dollara, framlag Danmerkur, Finnlands og Nor- egs jafnvirði 2,7 millj. dollara hvers um sig, og framlag ís- lands jafnvirði 0,5 millj. doll- ara. Stofnfé sjóðsins er lagt fram vaxtalaust og greiðist inn á fyrstu fjórum árum eftir gild- istöku samningsins. Frá tíunda ári skal sjóðurinn eftir nánari ákvörðun sjóðsstjórnarinnar endurgreiða stofnframlagið á næstu 15 árum, og er endur- greiðslu þess þannig lokið að enduðum 25 árum frá stofnun sjóðsins. Iðnþróunarsjóður veitir lán til fjárfestingarframkvæmda í iðnaði, auk þess sem hann getur ábyrgzt lán, sem veitt eru af þriðja aðila. í sérstökum til- vikum getur Iðnþróunarsjóður veitt lán með sérlega hagstæð- um kjörum og styrki, meðal annars til tækniaðstoðar, rannsókna og markaðsathug- ana. Slik lán eða framlög mega þó samtals ekki nema meira en 10% af stofnframlagi eða um 120 millj. kr. Stjórn Iðnþróunarsjóðs er skipuð 5 mönnum, einum frá hverju aðildarríki. Fer hver stjórnarmaður með eitt at- kvæði, en til ákvörðunar þarf meirihluta atkvæða, og skal at- kvæði íslenzka stjórnarmanns- ins vera þar með. Stjórnin tek- ur allar ákvarðanir um málefni sjóðsins. Hún getur hins vegar, eftir þvi sem hún telur heppi- legt, falið framkvæmdastjórn að taka ákvarðanir um starf- semina. Framkvæmdastjórnin er skipuð 6 mönnum. Eru 5 þeirra tilnefndir af Lands- banka íslands, Iðnaðarbanka íslands h.f., Iðnlánasjóði, Út- vegsbanka íslands og Búnaðar- banka íslands, en auk þess á framkvæmdastjóri sjóðsins þar sæti. Starfsemi og starfshættir Iðnþróunarsjóðs eru af eðlileg- um ástæðum enn í mótun. Fram að þessu hefur sjóðurinn veitt Iðnlánasjóði lán að upp- hæð 70 millj. kr., og ennfremur hafði sjóðurinn í lok október samþykkt lán til iðnfyrirtækja að upphæð 45 millj. kr. Lán þau, sem sjóðurinn veitir beint til iðnfyrirtækja, eru með gengisákvæði. Gera má ráð fyrir því, að sjóðurinn taki að veita lán með sérstökum kjörum, sem yrðu veitt til undirbúningsrann- sókna vegna stofnunar fyrir- tækja, sem eru nýjung hér á landi. Þá eru styrkveitingar að hefjast af hálfu sjóðsins til markaðsathugana, og nýlega hefur verið samþykkt styrk- veiting til að standa straum af sérfræðilegri könnun á fata- iðnaði hér á landi. Til þess verkefnis hafa verið ráðnir norskir sérfræðingar. Það mun verða meginregla í sambandi við veitingu styrkja, að þeir verða veittir til sameiginlegra aðgerða af hálfu iðnfyrirtækja. Þeir sjóðir, sem hér hafa verið nefndir, Iðnlánasjóður og Iðnþróunarsjóður, eru helztu fjárfestingarlánastofnanir iðn- aðarins í dag. Um nokkrar lánveitingar til langs tíma hef- ur verið að ræða af hálfu ann- arra sjóða, svo sem Atvinnu- leysistryggingasjóðs og At- vinnujöfnunarsjóðs, en fyrir þeim sjóðum verður ekki gerð grein hér. LOKAORÐ Hin aukna iðnvæðing, sem stefnt mun að hér á landi á næstu árum, og þær skipulags- legu breytingar í iðnaðarupp- byggingunni, sem hljóta að eiga sér stað, þegar tollalækk- ana og aukinnar samkeppni tekur að gæta, munu hafa í för með sér verulega aukningu fj ármunamyndunar í iðnaði á næstu árum. Það veltur því á miklu, að þess sé kostur að afla þess fjármagns, sem til þarf. í því sambandi skiptir að sjálfsögðu miklu máli, að eðli- leg myndun eigin fjármagns geti átt sér stað í fyrirtækjun- um sjálfum, en þess gerist einnig þörf, að fyrirtækin treysti fjárhagslega uppbygg- ingu sína í formi hlutafjár. Til þess að svo geti orðið, er nauð- synlegt að stofnað sé til kaup- þings, en ýmsar athuganir hafa farið fram á vegum Seðlabanka íslands til undirbúnings því máli. Benda athuganir til, að þess sé tæplega að vænta, að viðskipti með hlutabréf og sparnaður í formi hlutafjár geti aukizt, nema breytingar verði gerðar á skattalögunum, sem hvetji til hlutabréfaeign- ar og geri það sparnaðarform eins eftirsóknarvert og önnur, sem almenningur á kost á. Er útlit fyrir, að þeirra breytinga á skattalögunum sé að vænta. Ekki verður annað sagt en að iðnaðinum muni á næstu árum verða allvel séð fyrir lánum til fjárfestingarframkvæmda. Gera má ráð fyrir, að með vaxandi útlánagetu Iðnlána- sjóðs og tilkomu Iðnþróunar- sjóðs muni ný lán til langs tíma til iðnaðaruppbyggingar geta orðið 2.000—2.500 millj. kr. á árunum 1970—1973. Er ástæða til að ætla, að með þessu fj ármagni verði unnt að fullnægja eðlilegri eftirspurn frá iðnaðinum eftir fjárfest- ingarlánum. Því fer þó fjarri, að hið stór- aukna fjármagn sé eina lausn- in á vandamálum iðnaðarupp- byggingarinnar. Hún veltur ekki sízt á hugmyndum, fram- taki og stjórnun þeirra, sem i iðnaðinum starfa, og að þeir, sem fjármagninu ráðstafa, tryggi sem heilbrigðasta notk- un þess til arðvænlegra fram- kvæmda. Þorvarður Alfonsson. Á verðlagi ársins 1960 Fjármunamyndun í iðnaði 1961—1969, í millj. kr. 1961 1962 1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969 Iðnaður skv. áðurn. skilgr. 111 138 200 213 206 275 280 183 187 Álbræðsla — — — — — — 174 453 485 Samtals 111 138 200 213 208 275 454 636 672 Á verðlagi hvers árs í millj. kr. Iðnaður skv. áðurn. skilgr. 126 174 263 316 329 477 480 394 511 Álbræðsla — — — — — — 290 885 1317 Samtals 126 174 263 316 329 477 770 1279 1828 Magnbreyting í % + 24,3 + 44,9 + 6,5 -l 3,3 + 33,4 + 65,1 + 40,0 + 5,7 Hlutdeild í heildarfjár- munamyndun atvinnuvega % 11,6 12,2 12,6 11,0 11,8 13,3 20,4 38,6 53,5 34

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.