Samvinnan - 01.12.1970, Síða 37
ísland og EFTA —
millispil
Guðmundur Magnússon:
Forleik EFTA-aSildar er lok-
ið. Það á vel við að útfæra
millispilið á þessum vettvangi,
því að mér segir svo hugur um,
að iðnrekendur Sambandsins
skilji betur grundvallaratriði
frjálsrar verzlunar en margir
aðrir. Sambandsfyrirtækin á
Akureyri selja bæði á innlend-
um og erlendum markaði, og
EFTA-aðildin hefur áreiðan-
lega bætt afkomu þeirra sumra
hverra.
En í rauninni gildir hið sama
um sölu í Reykjavik og erlendis
í aðalatriðum, eða mundi tollur
á fatnaði við Elliðaár og inn-
flutningsbann á hreinlætisvör-
um til Reykjavikur ekki hafa
áhrif á verkaskiptingu og verð-
lagsþróun í þessum iðngrein-
um? Vil ég leyfa mér að halda
því fram, að viðskiptin séu
bæði Reykvíkingum og Akur-
eyringum í hag, eins og þau
eru, og að hið sama ætti að
gilda um ísland og EFTA. Áð-
ur en sjálft millispilið hefst, er
ekki úr vegi að rifja upp aðal-
stef forleiksins, sem síðan flétt-
ast saman við áframhaldið.
Þeir, sem hlynntir voru
EFTA-aðild, lögðu yfirleitt höf-
uðáherzlu á sömu atriði. At-
hyglisvert er þó, að rökin
breyttust nokkuð frá því málið
bar fyrst á góma. í upphafi
sátu hagsmunir sjávarútvegs í
fyrirrúmi. Þegar fram liðu
stundir, fluttist áherzluþung-
inn yfir á nauðsyn iðnaðarins
á heilbrigðri samkeppni, út-
flutningsmörkuðum, og á þörf
þjóðarinnar fyrir atvinnutæki-
færi handa þeim tiltölulega
mikla fjölda, sem koma mun
á vinnumarkaðinn á næstu ár-
um. Ekki má heldur gleyma
óskum um aukna fjölbreytni
útflutningsatvinnuveganna.
Vitaskuld á aðdragandi
EFTA-aðildar okkar sér sögu-
legar skýringar: útflutningur
iðnaðarvarningsáíslandi hefur
fram til þessa verið lítill. Iðn-
aðurinn hefur algerlega verið
háður sjávarútvegi um gjald-
eyrisöflun til kaupa á hráefn-
um og tækjum. Jafnframt hef-
ur iðnaðurinn hingað til verið
svo lítill hluti þjóðarbúsins, að
gengisskráning hefur ekki mið-
azt við afkomu hans, heldur
sjávarútvegs. Til þess að auð-
velda sjávarútvegi róðurinn
hefur hann notið næstum al-
gerra tollfríðinda á erlendum
rekstrarnauðsynjum. Slíkt
stuðlar auðvitað að aukinní
sókn í sjávarútvegi og lamar
starfsþrek iðnaðarins. Vegna
verndarinnar var islenzkur
iðnaður settur á lægstu skör
allra framleiðslugreina í land-
inu. Jafnframt átti iðnaðurinn
erfitt með að afla sér trausts
neytenda eftir þá flausturs-
smíði, sem sett var á markað-
inn á stríðsárunum og upp úr
stríði í skjóli innflutnings-
hafta. Ekki er þess langt að
minnast, að kaupandi tók í
höndina á framleiðanda fyrir
að láta sig hafa gólfdregil á
ganginn hjá sér. En margt hef-
ur breytzt síðan þá, með auknu
innflutningsfrelsi og aukinni
samkeppni.
GULLIN TÆKIFÆRI
í athugun á ástandi og horf-
um í íslenzkum iðnaði, er ég
gerði á vegum iðnaðarráðu-
neytisins,1) fannst mér málið
horfa við á eftirfarandi hátt:
EFTA-aðild skapaði íslenzkum
iðnaði bersýnilega gullin tæki-
færi á erlendum markaði um-
fram hreinar gjafir — eða
verðlaun — til þeirra fyrir-
tækja, sem þegar höfðu haslað
sér völl í EFTA-löndum þrátt
fyrir ríkjandi tollahindrun.
Bágt var að segja nákvæm-
lega fyrir um, á hvaða sviðum
útflutningur mundi eflast, og
fyrirsjáanlegt var, að fram-
kvæmd hans mundi taka nokk-
urn tíma vegna framleiðslu-
skipulagningar, menntunar
starfsfólks, uppbyggingar sölu-
kerfis og annars viðbúnaðar,
og að deilur mundu fyrst í stað
snúast um áhrif aukins inn-
flutningsfrelsis á þann iðnað,
sem þegar var stundaður á
landinu. Þess vegna leitaðist ég
einkum við að svara spurning-
unni um, hvort EFTA-aðild
gæti haft veruleg áhrif til hins
verra, ef við stæðum ekki í
stykkinu. Niðurstaðan varð sú,
að ég taldi með ólíkindum, að
horft gæti til verulegra vand-
ræða, en vonir stæðu til, að
iðnaðurinn mundi eflast við
aðildina, og færði ég ýmis rök
fyrir því. Hér mun einungis
vikið að þeim helztu, en að
öðru leyti visast til skýrslunnar
sjálfrar.
RÖKSEMDIR
1) Mismunandi tollar þýða i
rauninni mismunandi gengi
fyrir viðkomandi vörur. Væru
allir tollar felldir niður, kæmi
eitt gengi til með að ráða. Þeim
mun stærri hluti heildarinnar,
sem iðnaðarframleiðsla verður,
i) íslenzkur iðnaður og EFTA
Iðnaðarráðuneytið 1989.
Sevientsverksmidja ríkisins á Akranesi.
37