Samvinnan - 01.12.1970, Síða 39

Samvinnan - 01.12.1970, Síða 39
Steingrímur Hermannsson: Framkvæmdir á sviði stóriðju verður einnig að skípuleggja I þessaii grein verður fjallað um svokallaða stóriðju, sem ég mun jafnframt skilgreina nán- ar. Þó vil ég byrja þessar linur með því að leitast við að leið- rétta þann misskilning, sem ennþá verður vart við, að framkvæmdir á sviði stóriðj- unnar séu eins konar allsherj- arlausn á íslenzkum atvinnu- og efnahagsmálum. Skipuleg leit að stórum iðngreinum, sem nýta orkulindir landsins og náttúruauðæfi, er aðeins ein nauðsynleg tilraun til þess að renna fleiri stoðum undir is- lenzkt atvinnulíf. En þótt við nýtum allar orkulindir landsins til ýmiss konar efna- og málmfram- leiðslu, yrði umfang þeirra at- vinnugreina seint eins mikið og sjávarútvegsins og fiskiðn- aðar, enda á landið engin önn- ur verðmæti meiri en auðinn í hafinu í kringum það. Sem fyllst nýting sjávaraflans er áreiðanlega eitt stærsta verk- efnið i eflingu islenzks at- vinnulífs. Landbúnað verður einnig stöðugt að þróa og bæta. Leita ber að nýjum búskaparháttum, jurtum sem ef til vill henta betur kólnandi veðurfari og jafnvel öðrum skepnum, því hver getur fullyrt, að það sem tiðkazt hefur í þeim málum um aldir sé það eina rétta? Vafa- laust er einnig, að fiskeldi i ám og vötnum getur orðið stór- kostleg atvinnugrein, ef rétt er á málum haldið. Og smærri iðnaður er þjóð- inni lifsnauðsyn þrátt fyrir hvers konar stóriðju. Slikur iðnaður mun fyrst og fremst taka við vaxandi fólksfjölda. Einnig mun hann, ef hann er rétt vaiinn og á háu þekking- arstigi, skapa meiri þjóðarauð en flestar aðrar atvinnugrein- ar. Þessar staðreyndir draga ekkeit úr mikilvægi stóriðj- unnar. Hún mun auka veru- lega íslenzka þjóðarframleiðslu og það sem mikilvægast er, auka fjölbreytni islenzks at- vinnulífs. Það er þýðingarmik- ið. Þótt erfiðlega gangi i einni atvinnugrein eitt árið, er ástæða til að ætla, að svo verði ekki einnig í öðrum á sama tíma. Því finnur þjóðin minna fyiir sveiflum i efnahagslifinu, þegar atvinnugreinarnar eru fieiri. Þá verður einnig auð- veldara að aðstoða þá atvinnu- greinina, þar sem illa gengur hverju sinni. Ein atvinnugrein- in styður þannig við bakið á annarri. HVAÐ ER STÓRIÐJA? Skilningurinn á hugtakinu stóriðja er á reiki. í raun og veru mætti telja allan nægi- lega stóran iðnað stóriðju, eins og t. d. Sildarverksmiðjur rikisins og fjölmargar aðrar iðngreinar, sem vaxið hafa með árunum. Slík skilgreining er hins vegar mjög teygjanleg. Stóriðju vil ég skilgreina sem þá iðngrein, sem krefst mik- illar fjárfestingar í stofnkostn- aði, er háþróuð hvað viðvikur vélvæðingu, en hefur tiltölu- lega fátt starfsfólk. Álbræðslan i Straumsvík er að Sjálfsögðu bezta dæmið um stóriðju hér á landi. Áburðar- verksmiðja ríkisins og Sem- entsverksmiðja ríkisins eru at- vinnugieinar úr sama flokki, en að visu af lágmarksstærð. SKIPULEG LEIT Við könnun á nýjum at- vinnugreinum er sjálfsagt að athuga, hvaða aðstæður eru fyrir hendi, sem mikilvægar geta orðið i sliku sambandi. í fljótu bragði er ljóst, að eftir- greind atriði eru mikilvæg fyr- ir stóriðju hér á landi: 1. Álitleg vatnsföll til fram- leiðslu á tiltölulega ódýrri og nægri raforku. 2. Álitleg jarðhitasvæði til framleiðslu á hitaorku. 3. Góð hafnarskilyrði. 4. Nóg af köldu og góðu vatni. 5. Allgóð lega landsins með tilliti til siglinga á milli Norður-Ameríku og Evr- ópu. 6. Samstæð þjóð og sæmi- lega menntuð, sem auð- veldlega getur tileinkað sér nýja starfshætti. 7. Stjórnmálalegt jafnvægi. Við athugun kemur fljótlega i ljós, að af ofangreindum atriðum eru orkulindirnar mikilvægastar í sambandi við flestar þær atvinnugreinar, sem líklegastar eru. Sýnist mér þvi rétt að fjalla um þær nokkru nánar, áður en lengra er haldið. ORKULINDIR LANDSINS Vatnsaflið. Talið er að tæknilega nýtanlegt vatnsafl á landinu samsvari um 35 þús. milljónum kWst á ári. Aðeins u. þ. b. 6—7% af þessari orku eru nú nýtt. Nokkur hluti ofangreindrar heildarorku er i smáum fall- vötnum, sem eru tiltölulega kostnaðarsöm i virkjun. Stærsta orkukerfið er á Þjórs- ár-Hvítársvæðinu. Þar mætti framleiða u. þ. b. helminginn af allri orkunni og líklega á mjög hagkvæman hátt vegna ágætra möguleika á vatnsmiðl- un og samrekstri orkustöðv- anna. Annað athyglisvert svæði er á Norðausturlandi. Þar hefur verið rætt um að veita saman stórfljótunum, sem koma úr norðanverðum Vatnajökli, í eitt 60 m fall niður í Lagarfljót. Þar fengjust i einni virkjun um 8000 milljónir kWst, eða nálægt þvi fjórðungurinn af heildarorkuforða landsins. Ein svo stór virkjun getur hins vegar orðið erfiðari í fram- kvæmd en hinar mörgu smærri virkjanir Þjórsársvæðisins. Um verð raforkunnar hefur verið mikið deilt, og sýnist sitt hverjum. Líklegt verður þó að telja, að kostnaðarverð rafork- unnar við aflstöðvar á tveimur ofangreindum svæðum sé u. þ. b. 25 aurar kWst. Ofan á það bætist síðan flutningskostnað- ur að verksmiðju, sem er til- tölulega lítill, eftir einni mikilli háspennulínu, en verður hærri, ef dreifa þarf orkunni um við- tækt dreifinet með lægri spennu og í gegnum neytenda- kerfi borga og bæja. Jarðhitinn er að sumu leyti ekki síður athyglisverð orku- lind en vatnsaflið. Sérstaklega eru háhitasvæðin, þar sem gufa fæst, auk hins heita vatns, mjög álitleg. Slik svæði eru 16 á landinu. Áætlað hefur verið að hita- orkan samsvari um 7 milljón- um tonna af olíu á ári, eða tí- földu því oliumagni, sem við íslendingar notum nú. Verð þessarar hitao.ku er innan við 1/5 af verði hita, sem fram- leiddur er með olíu við hagstæð skilyrði. Hitaorkuna má að sjálfsögðu nýta á ýmsa vegu. Einna bezt nýtist orkan við beina upphit- un, t. d. ibúðarhúsa, eins og við íslendingar gerum i stærri stil en nokkur önnur þjóð. Einnig má nota hitann í ýmiss konar iðnað, þar sem þörf er fyrir hitaorku við það hitastig, sem fáanlegt er úr jarðhitanum, t. d. til þurrkunar eða eiming- 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.