Samvinnan - 01.12.1970, Side 42

Samvinnan - 01.12.1970, Side 42
Stefán Bjarnason: íslenzkur jarðargróði sem hráefni til iðnaðarframleiðslu taka tilboði erlendra „spekúl- anta“ um byggingu oliuhreins- unarstöðvar án miög ýtarlegr- ar athugunar. Olíuvinnsla og olíuhreinsun er mjög marg- slunginn atvinnuvegur. Sjálf- sagt er að leita ráða hjá óháð- um erlendum sérfræðingum, sem þekkja hina fjölmörgu króka og kima. Samræmd nýting jarðhitans telst að vísu ekki stóriðja sam- kvæmt þeirri skilgreiningu, sem ég hef notað hér, heldur fremur samtenging margra þátta, sem hver um sig nýtir hita jarðvarmans á ákveðnu stigi. T. d. mætti hugsa sér, að jarðgufa sé í fyrstu notuð til þess að knýja rafal fyrir raf- magnsframleiðslu, síðan til einhvers konar efnaiðnaðar, stig af stigi, til frostþurrkunar o. s. frv., þar til hitastig vatns- ins er orðið u. þ. b. 100°. Þá má nota það til upphitunar gróð- urhúsa, íbúðarhúsa o. fl. Það- an kæmi það um 40° heitt og mætti þá nota það til upphit- unar á jarðvegi fyrir gróður, eða til hitunar á eldistjörnum fyrir silung. Slík samræmd notkun jarð- hitans er afar athyglisverð og gæti veitt ómældan auð í aðra hönd. FRAMKVÆMDIR Á SVIÐI STÓRIÐ IU VERÐUR EINNIG AÐ SKIPULEGGJA Taldar hafa verið upp ýmsar greinar stóriðju, sem álitlegar virðast hér á landi. Þó hefur ekkert verið á það minnzt, sem ég vildi leggja áherzlu á með fyrirsögn þessarar greinar, að framkvæmdir á sviði stóriðju þarf einnig að skipuleggja. Les- andanum er þó vonandi ljóst af því, sem þegar er rakið, að hinar ýmsu iðngreinar eru talsvert háðar hver annarri. Þetta er sérstaklega augljóst í sjóefnaiðjunni svokölluðu. Olíuhreinsunarstöðin er einnig nátengd þeim flokki. Af þeirri ástæðu er þegar ljóst, að líta verður á heildina áður en fyrsta skrefið er tekið. En fjöl- margt fleira kemur einnig til greina. Athuga þarf vandlega áhrif iðnaðarins á umhverfið og mengunarhættuna. Við eigum gífurlegan auð íslendingar í okkar tiltölulega óspillta um- hverfi. Hann verðum við að leggja áherzlu á að varðveita fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Staðreyndin er sú, að það er orðið mjög tímabært að gera landssvæðaáætlanir og skipu- leggja þannig ráðstöfun lands- ins með tilliti til nútíðar- og framtiðarþarfa. Þetta eru ýms- ar þjóðir farnar að gera. Þann- ig er leitazt við að koma í veg fyrir vanhugsaðar fram- kvæmdir og spillingu umhverf- isins. í sambandi við stóriðjuna er einnig ljóst, að athuga verður hver er arðvænlegust ráðstöf- un þeirrar orku, sem við höf- um, sérstaklega í námunda við þéttbýlið, og fjármagnsins, sem er vissulega af skornum skammti. Ef um erlenda hlut- deild er að ræða, þarf að sjálf- sögðu einnig að gera sér grein fyrir því, hve mikla þátttöku sjálfstæði þjóðarinnar þolir. NIÐURSTÖÐUR í þessari grein um ýmsan stærri iðnað, sem til greina vi ðist koma hér á landi, hefur verið stiklað á stóru. Um hverja einstaka grein mætti rita langt mál. Þetta hefur aðeins verið lauslegt yfirlit. Af þessu má þó draga ýmsar niðurstöður. Ljóst er t. d. að sá stóriðnaður, sem álitlegast- ur virðist hér á landi, byggist fyrst og fremst á mikilli orku- þörf, annað hvort jarðhita eða vatnsafli, ef ekki hvoru tveggja. Af töflunni sést einnig, að aðeins tiltölulega lítill fjöldi manna mundi starfa við bessar iðngreinar, jafnvel þótt þær yrðu allar að raunveruleika. Að vísu er sagt, að fjórir fái at- vinnu við hliðargreinar fyrir hvern einn, sem við iðnaðinn starfar. Þá verður sá fjöidi, sem lífsviðurværi fær af slík- um iðnaði, töluverður. Pjárþörfin er hins vegar mikil, og sýnist mér ljóst, að eitthvert samstarf við erlenda aðila væri eðlilegt og æskilegt, m. a. vegna erfiðra ma>-kaðs- mála í sumum tilfellum. Samtals er raforkuþörf bessa iðnaðar í raun og veru ekki stórkostleg; aðeins sem sam- svarar stóru Norðausturlands- virkjuninni einni. Ef til vill bvkir sumum bví ekki nógu hratt farið í nýtingu vatnsafls- ins. Ég hygg bó, að bað væri mjög viðunandi markmið fyrir íslenzku bjóðina að koma bví í framkvæmd, sem í töflunni er talið, t. d. á næstu 10—20 ár- um. En þótt bað yrði afar mikil- væg stoð íslenzkum þjóðarbú- skap, sýnist mér rétt að ljúka þessum línum með þeim upp- hafsorðum mínum, að ekki megi láta undir höfuð leggjast að vinna jafnframt ötullega að bróun hinna gömlu atvinnu- vega landsins. Steingrímur Hermannsson. INNGANGUR Hráefni íslands til- iðnaðar- framleiðslu hafa hingað til ekki talizt fjölbreytt. Úr dýra- rikinu hafa þau helzt verið fiskar úr sjó, ám og vötnum, og kvikfé, alifuglar og svín úr landbúnaði. Nýlega hefur skinnaframleiðsla af minkum verið endurvakin sem iðnaður hér á landi. Horfur eru góðar á, að sá iðnaður dafni, enda myndarlega af stað farið og þekking og reynsla annarra þjóða þar hagnýtt, eins og vera má. Úr lífrænum og ólífræn- um efnum moldar og bergs hefur enn harla lítið verið nýtt sem hráefni til iðnaðar, eink- um þó möl og sandur til bygg- inga, vegagerðar og annarrar mannvirkjagerðar. Hér mætti þó einnig nefna leirkeragerð úr eidfjallaösku eða leir. Sá iðnaður hefur dafnað vel und- anfa in ár og náð nokkrum b’óma, einkum á sviði listmót- unar í minjagripi fyrir ferða- fó’k og til útflutnings. Þetta er nú að brevtast. Iardið við heimskautsbaug, sem hingað til var talið hrá- efnasnautt, á nú auð í bergi, eldfjallaösku í mismunandi myndum, leir, frjósömum sandi og gróðurmold, sem gefur sæmi’ega uppskevu jarðar- gvóða. bótt vaxtavtími hvers árs sé stuttur. Á Rangárvöllum eru sandar miklir. Þav höfðu hugsjóna- menn forustu um sandgræðslu, fvrst og fremst til þess að binda jarðveginn rótarböndum gróðursins og bannig hefta frekari gróðureyðingu i þeim S"eitum. Einu sinni voru betta grösug víð'.endi, en á tímum hövmunga, sem vfir landið gengu fyrr á ö’dum, evddist gróðurinn, og eftir urðu sand- auðnir og hraunbreiðum þakið land. Á vori 20. aldar vaknaði hér ungmennahreyfing, sem setti sér bað mavk m. a. að græða Jandið að nýju, minnug þess að einu sinni „var landið skógi vaxið milli fi'alls og fjöru“. Áhuginn beindist einkum að skógrækt og bættri grasrækt til fóðuröflunar handa búfé. Klemenz Kristjánsson hóf kornræktartilraunir sinar á Sámsstöðum i Fljótshlíð, og tilraunir hófust með að rækta upp sandauðnirnar. Má segja, að furðu góður árangur hafi náðst með hvorttveggja. Jarðargróði á íslandi hefur hingað til jafnan verið metinn í fóðureiningum, enda að mestu notaður til fóðrunar bú- peningi. Fáir munu nú ætla, að hér megi rækta nytjaskóg að nokkru gagni. Vera má þó að svo sé, ef reiknað er með tímaeiningunni aldir. En timburnotkun heimsins hefur vaxið svo ört, að nú er timbur- skortur fyrirsjáanlegur í Evr- ópu eftir 5—6 ár. Því beinist nú athygli manna að því, hvernig nytja megi hálm af rúgi, byggi, höfrum og fleiri kornöxum til gervitimburgerðar, en þessi hálmur hefur hingað til að mestu verið brenndur erlendis í milljóna tonna tali. í gróðurmagni íslenzkrar moldar og sanda liggur mikil óbeizluð orka. í sandinum má rækta bygg, hafra og fleiri nytjagrös. Þótt grös þessi hafi hingað til aðeins verið ræktuð til fóðurs, þá er nú ljóst, að ný tækni gefur þeim vaxandi gildi sem hráefni til iðnaðarfram- leiðslu. í skóglitlu landi eins og okkar er nauðsynlegt að finna eitthvert íslenzkt hváefni. sem komið geti i stað timburs, en við flytjum inn gífurlegt mag i af því í ýmsu formi. Hið stutta íslenzka suma • leyfir ekki jafnvel harðge ’um trjátegundum að ná æskilegum þroska og vexti. Því getum við ekki reiknað með, að trén skili okkur hráefni til iðnaðarfram- leiðslu. En hafrar og bygg ná sæmilegum eða fullum þroska á einu sumri og gætu því kom- ið til greina sem hráefni :. trefjaplötur af svipaðri gerð og við nú kaupum til landsins fyrir marga tugi milljóna króna árlega. TILRAUNIR MEÐ HAFRA OG BYGG Vorið 1969 tók Iðnaðarmála- stofnun íslands að sér að kanna möguleika á þilplötu- 42

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.