Samvinnan - 01.12.1970, Qupperneq 44

Samvinnan - 01.12.1970, Qupperneq 44
Pétur Pétursson: Útflutningur iðnvarnings fóður í stórum stíl, þannig að ávallt væru til nægar fóður- birgðir i landinu og á lægsta markaðsverði, ef um raunhæfa, iðnvædda framleiðslu væri að ræða. í Danmöiku hefur kom- ið til tals að framleiða þar grasköggla til dreifingar á bit- haga Grænlands. Um slika framleiðslu grasköggla mætti hafa samvinnu við Dani, því flutningskostnaður yrði mun minni frá íslandi til Græn- lands. Hafrar af söndum eru taldir betra hráefni til iðnaðar en hafrar úr moldarjarðvegi. Þetta er þó háð tegund áburð- argjafar. Til framleiðslu 5—6 þúsund tonna þilplatna þarf hafrauppskeru af um 1000 hekturum sandlendis. Sand- breiðurnar i Rangárvallasýslu eru margar þúsundir hektara að fleti, og þvi mætti auðveld- lega framleiða þar korn- og grænfóður einnig og þannig auka nýtingu vélakostsins. Það er einmitt mikilvægt atriði til þess að gera hvorttveggja ódýr- ara, gervitimbrið og fóðrið. í Rangárvallasýslu eru enn- fremur stærstu vikurnámur ís- lands. Með mismunandi blönd- unarhlutföllum hafrahálms og vikurbauna má framleiða margar tegundir byggingarefn- is og veggeininga, sem leyst gætu timbur af hólmi í bygg- ingariðnaði okkar. Slikar þil- plötur og veggeiningar má bæði rakaverja og eldverja með isetningarefnum. Þær má jafn- framt gæða enn fremur með geislun kóbalts og annarra geislunarefna. Til eru fleiri aðferðir til hag- nýtingar hálms til byggingar- efnis. Einna kunnastar eru svonefndar Stramit-plötur, gerðar eftir einkaleyfisvernd- aðri sænskri aðferð. Þær eru nú framleiddar i um 20 lönd- um, þó mest i Bretlandi, þar sem þær eru mikið notaðar. Ennfremur mætti framleiða léttar veggeiningar úr vikri, svipaðar dönsku veggeiningun- um „bantam“, sem þar eru gerðar af „leca“-leir. Ef slíkur verksmiðjurekstur yrði hafinn hér á landi og gert ráð fyrir vikri, grasi, hálmi, lúpínu og fleiri jurtum sem hráefni, þá gætu framleiðslu- möguleikar og tegundir fram- leiðslu verið eins og meðfylgj- andi tafla sýnir. Tekið skal sérstaklega fram, að allar lauslegar áætlanir um framleiðslu af þessu tagi hafa sýnt samkeppnishæfa fram- leiðslu miðað við ótollaðan inn- flutning. LOKAORÐ Með tilkomu nýrra efna, einkum i plastiðnaði, geislunar á framleiðsluvörum, nýrra framleiðsluferla og nýrra framleiðslutækja er nú svo komið, að leirinn okkar, mold- in, sandurinn og grjótið eru að breytast úr verðlausum eða verðlitlum landssvæðum og farartálmum i nothæf hráefni til margskonar iðnaðarfram- leiðslu. Mest af slikri fram- leiðslu yrði þó ekki samkeppn- isfær útflutningsvara, einkum vegna flutningskostnaðarins. Hún gæti þó fullnægt innan- landsþörf og kæmi þar í stað innfiutnings á varningi sem nú nemur mörgum hundruðum milljóna króna á hverju ári, einkum í byggingariðnaðinum. Hér að framan hefur verið lýst byrjunarathugunum á nýj- um iðnaði hér á landi, þar sem innlend hráefni eru um og yfir 80% framleiðslunnar. Fram- leiðslan gæti sparað um 100 milljónir króna í erlendum gjaldeyri árlega í þessari einu grein varnings. Ef unnið yrði skipulega og markvisst að frek- ari rannsóknum og tilraunum á þessu sviði, mætti vafalítið margfalda slikan stóriðnað á íslandi á næstu 5—10 árum. Hér á landi er miklu fé varið til rannsókna, einkum í land- búnaði og fiskveiðum, en minna til iðnaðarrannsókna. Öll þessi fjárútlát virðast þó fremur beinast að frumrann- sóknum en hagnýtum rann- sóknum. í mörgum tilfellum eru frumrannsóknirnar óþarf- ar, því þær hafa áður verið gerðar af öðrum, og um niður- stöður má lesa i bókum, tima- ritum og skýrslum. Það er einnig áberandi i okk- ar litla landi, hve litið er al- mennt vitað um, hvað verið er að rannsaka hverju sinni, og til hvers. Æskilegt væri, að öll rannsóknastarfsemi þjóðarinn- ar yrði skipulögð að nýju að ráði hóps viturra manna, henni sett markmið, mikilvægi hvers þáttar metið, timasetning ákveðin og almenningsheill ráði vali verkefna, en stefnan siðan endurskoðuð árlega, ef við miðuð viðhorf skyldu breyt- ast. Framangreiridar hagnýtar rannsóknir þyrfti að auka á kostnað frumrannsókna, sem gerðar eru eða hafa verið ann- arsstaðar í heiminum, en eink- um þarf að auka miðlun á niðurstöðum rannsókna til þeirra aðila, sem kynnu að vilja hagnýta þær til fram- kvæmda, en ekki loka niður- stöðurnar niðri í skúffum. Stefán Bjarnason. Þegar frá er talinn fiskiðn- aðurinn, samvinnuiðnaðurinn og nokkur stór iðnaðarfyrir- tæki önnur, má segja, að ein- göngu sé um að íæða lítil, meira að segja mjög lítil, iðn- aðarfyrirtæki á íslandi. Það er um þessi litlu fyrirtæki og út- flutningsmöguleika þeirra, sem ég ætla að skrifa nokkrar lín- ur. Allir eru vafalaust sammála um, að smáiðnaðurinn þjónar mjög veigamiklu hlutverki í ís- lenzkum þjóðarbúskap. Hins- vegar verða menn lika að gera sér grein fyrir því, að lítil fyr- irtæki hljóta að eiga i miklum erfiðleikum í alþjóðaviðskipt- um i samkeppni við stóru fyrir- tækin vegna aðstöðu sinnar að þvi er varðar framleiðslu- kostnað einstakra vörutegunda. Það ber þessvegna að vinna að því að sameina fyrirtæki, sem vinna að sömu eða svipaðri fi amleiðslu. Hinsvegar er min skoðun sú, að enn muni liða mörg ár — eða áratugir — þar tii menn virkilega átta sig á þessari nauðsyn. Til þess liggja margar ástæður, m. a. fámenni þjóðarinnar og tilhneiging ís- lendinga til að eiga sjálfir sín fyrirtæki, a. m. k. í orði kveðnu. Þrátt fyrir þetta sé ég enga ástæðu til annars en að þau fyrirtæki, sem framleiða sömu eða svipaða vöru, geti unnið náið saman, þegar um er að ræða þá starfsemi, sem lýtur að útflutningsmálum iðnaðarvara. Á þessu tel ég hina mestu þörf og raunar höfuðnauðsyn. Það er unnið að þessum málum nú, en miklu meiri áherzlu þarf að leggja á þetta atriði. Fyrirtæk- in verða að átta sig á því, að ein sér eru þau i flestum til- fellum lítil og veikburða, en saman e. t. v. nokkuð sterk. Alveg sérstaklega á þetta við, þegar vinna þarf að útflutn- ingsmálum iðnaðarins. MARKAÐIRNIR RÁÐA Eitt grundvallaratriði verða allir, sem ætla að framleiða vörur til útflutnings, að gera sér ljóst. Nefnilega, að það eru markaðirnir, sölumöguleikarn- ir, sem ráða því, hvað á að framleiða. Ekki það, sem okkur finnst, að ætti að seljast. Það þarf þessvegna að gera mark- aðskannanir á víðum grund- velli, fyrst af öllu þegar mönn- um dettur eitthvað snjallt í hug, sem þeir halda að gæti orðið útflutningsvara. Fyrir- fram er aldrei hægt að slá neinu föstu um það, við hverju markaðir muni taka. Ég tel, að hér á landi sé nú orðið verk- efni fyrir sérstakt markaðs- könnunarfyrirtæki, sem ynni í samvinnu við sams konar er- lend fyrirtæki að markaðs- rannsóknum fyrir íslenzkar iðnaðarvörur. Þetta fyrirtæki ætti ekki að annast sölu á vör- um, heldur skila áliti um það, hvort tiltekin vörutegund gæti komizt inn á erlenda markaði eða ekki. Slik fyrirtæki eru tal- in mjög gagnleg og þörf í mörgum löndum, enda gefa þau framleiðendum oft mjög veigamiklar upplýsingar. Söl- una sjálfa annast svo aðrir að- ilar. ÞAÐ SEM HAFA BER í HUGA Hvað sem þessum vangavelt- um líður, eru þó nokkur atriði, sem ég tel, að framleiðendur iðnaðarvara á íslandi verði alltaf að hafa í huga strax i upphafi: 1. Hönnun þeirra hluta, sem framleiddir eru, verður að hafa íslenzk sérkenni eða vera að einhverju leyti frá- brugðin því, sem almennt gerist. Þetta hefur í ýmsum tilvikum tekizt vel, og ég tel, að okkar mesti styrkur liggi í þvi að framleiða sér- kennilegar vörur, sem vekja eftirtekt erlendra kaupenda. Til þessa þarf snjalla hönn- uði. 2. Það orðspor þarf að komast á íslenzkar iðnaðarvörur, að ekki geti verið um neitt annað að ræða en gæðavör- ur, þegar um íslenzkar vör- ur er talað. Til þess að svo verði, þarf hver einasti starfsmaður í raun og veru að gera sér grein fyrir mik- ilvægi þess, að enginn galli finnist í íslenzkri fram- leiðslu. Hráefnin þarf að velja sérstaklega, hvort sem þau eru innlend eða erlend. Sterkara söluvopn getur tæpast verið til. 3. Umbúðir þarf að vanda 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.