Samvinnan - 01.12.1970, Side 51

Samvinnan - 01.12.1970, Side 51
leysa slík veikefni, þótt sameiginlegt átak samvinnufélaganna sé þess umkomið. ís- lendingar mega ekki heldur falla í þá f eistni að fela vandasamari viðfangsefni erlendum aðiium, sem munu án efa reyna að ryðjast inn i islenzkt atvinnulif i æ ríkari mæli. Til að verjast þeirri ásókn verða samvinnufélögin nú sem fyrr sverð og skjöldur fólksins í landinu. VI. Jafnframt þvi sem Sambandsfélögin þurfa að ráðast i ný verkefni i verk- smiðjurekstri sínum, er nauðsynlegt að taka til athugunar, hvort ekki beri að verða við þeirri eðlilegu kröfu samtímans að taka upp aukið samstarf við starfs- fólkið um stjórn og stefnu verksmiðj- anna og tilhögun á öllu, sem varðar að- búnað starfsfólks og vinnuskilyrði. Sam- vinnufélögin eiga á þessu sviði, eins og svo mörgum öðrum, að ríða á vaðið, enda samrýmist slíkt þátttökulýðræði mjög þeirri lýðræðislegu hugsjón, sem sam- vinnustefnan er grundvölluð á. Þannig yrðu líkur til að treysta enn betur sam- band starfsfólksins og stjórnenda verk- smiðjanna. Skapa aukinn áhuga allra, sem við þær vinna, fyrir velgengni þeirra. Og síðast en ekki sizt, að láta öllum starfsmönnum liða sem bezt. Jafnframt því sem bætt aðbúð og hollustuhættir á vinnustað auka á velferð fólksins, veitir starfið þvi meiri lifsfyllingu, ef það er þátttakendur í þeim ákvörðunum, sem varða starf þess. Þátttökulýðræði er miklu líklegra til að reynast þýðingar- mikið, þar sem félagslegt framtak á í hlut, en ef um einkaaðila er að ræða, í þessu efni tel ég vænlegast að leita fyrir- mynda til Norðmanna, sem um nokkurt skeið hafa gert tilraunir með samstarfs- nefndir á vinnustöðum. VII. Eins og ég gat um í upphafi greinar- innar, taka óvildarmenn samvinnustefn- unnar sér titt í munn, að samvinnufélög- in heyri fortiðinni til. Slíka sleggjudóma óttast samvinnumenn ekki. Þeir vita að hugsjón samvinnustefnunnar er í fullu gildi. En þrátt fyrir það þykir samvinnu- mönnum þó mest um vert að geta sýnt árangur i verki: að samvinnufélögin eigi erindi við samtíðina og leysi þau verk- efni, sem mestu varða um framtið lands og lýðs. Iðnaður samvinnumanna er veg- legur varði við braut alhliða framfara- sóknar landsmanna. Hann sýnir, svo ekki verður um villzt, árangur samvinnu- starfsins og hið margþætta hlutverk þess í þjóðlífi okkar. 4 Ilinar spánnýju spunavélar Gejjunar. 51

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.