Samvinnan - 01.12.1970, Page 53

Samvinnan - 01.12.1970, Page 53
þannig að sköpunarþörfin verði í hávegi höfð. Ef sköpunarorkan fær ekki útrás, staðnar andlegur vöxtur mannsins. Flest- ir íslendingar eiga við slika stöðnun að búa. En eins og Hekla sprengir af sér viðjar stöðnunar, þarf sköpunarmáttur íslendinga að sprengja af sér viðjar skólakerfisstöðnunar. II. Lifnaðarhættir. Mismunandi fólk þarfnast mismunandi menntunar. Til að gera grein fyrir hinum mismunandi manngerðum, munum við notast við kenningar C. G. Jungs, sem flokkar fjór- ar tegundir lifnaðarhátta. Miðað er við aðalvíddir skynjunar og hugsunar. At- hugið að enginn er í einum þessara flokka eingöngu, heldur erum við öll mis- munandi samsetningar af þessum eðlis- gerðum: 1. Skynjun-hugsun: hagræn og við- skiptaleg áhugamál; maðurinn er „praktískur“ og hlutlægt hugsandi. 2. Skynjun-tilfinningar: félagsleg á- hugamál, svosem þjónustu- greinar; maðurinn er vin- gjarnlegur og félagslyndur. 3. Innsæi-hugsun: vitsmunaleg, vís- indaleg og teóretísk áhugamál, svosem rannsóknir, háskóla- kennsla, stjörnun; maðurinn er vitsmunalega framúrskar- andi. 4. Innsæi-tilfinningar: listræn, sjálf- rýnin og trúræn áhugamál; maðurinn er ákaflyndur og snjall. Þegar þessir fjórir flokkar eru tengdir þörfum, sem byggjast á skorti (fyrstu fjögur þarfastigin), og vaxtarþörf, fást átta megintegundir af persónum. Með þær i huga getum við athugað þrjár menntunaraðferðir. Hin fyrsta er sú að veita öllum sömu námsreynslu, og hefur sú aðferð hingað til verið notuð á íslandi. í skólakerfi okk- ar eru nær eingöngu notaðar „skynjun- hugsun“-aðferðir (tæknivísindalegar), og að litlu leyti „skynjun-tilfinningar“-að- ferðir (félagsvísindalegar). Ljóst er að mest áherzla er lögð á „skynjun-hugsun“- persónutegundirnar og gerð skólakerfis- ins miðuð við þær. í skólakerfinu er öll- um veitt einhliða menntun, og þeir sem ekki hæfa henni eru lattir til náms eða ekki virtir viðlits. Strax væri bót í máli að nota aðra menntunaraðferðina, sem miðar að því að veita sérhverri persónutegund náms- reynslu, sem á við hana og styrkir þannig fremri hæfileika námsmannsins. Slik áherzla á sterkar hliðar námsmannsins eykur sjálfsvirðingu hans og á því eink- um við þá, sem stjórnast af þörfum sem byggjast á skorti. Fyrsta menntunarað- ferðin hefur einmitt slík áhrif á þá einu persónutegund, sem lögð er áherzla á að mennta á íslandi. En þriðja aðferðin leggur áherzlu á að veita námsmönnum reynslu sem styrkir hinar veiku hliðar þeirra. Þannig f ær „skynj andi-hugsandi“-námsmaður næmnishópa-reynslu til að efla „innsæ- ið-tilfinninguna“ og reynslu af leið- beindri ímyndun til að styrkja „innsæis"- hlið sína, og líkams- og skynvitundar- þjálfun til að efla tilfinningaskyn sitt. Þessi aðferð er æskilegust, því að hún leiðir af sér manneskjur í góðu jafnvægi. Hún á sérstaklega við námsmenn sem stjórnast af vaxtarþörf. Við sjáum hér aftur, að misjöfn önn fyrir þörfum vegna efnahags tengir skólakerfið ástandi þjóð- félagsins og því þjóðmálum í heild. Þess vegna krefjast endurbætur skólakerfisins samhliða endurbóta á þjóðfélagsheild- inni, þannig að allir geti fullnægt fyrstu fjórum þarfastigunum og veitt sköpunar- mætti sínum útrás. III. Grunnforsendur. Skólayfirvöld í vestrænum löndum, þ. á m. íslandi, telja yfirleitt að skólakerfið eigi að móta nýta þjóðfélagsþegna, þ. e. a. s. persónur sem aðlaga sig óbreyttu ástandi þjóðfélags- ins. Það er staðreynd að skólakerfið mót- ar námsmenn, en menn eru ekki á einu máli um hvernig og hve mikil mótandi áhrif skóli hefur. Samt er ljóst að á þenn- an hátt er verið að móta framtíðina og framtíðarþjóðfélagið, sem verður byggt mönnum, sem eru námsmenn í dag. Við höfum hér á undan gert lauslega grein fyrir, hvers konar mótandi áhrif skóli hefur, og við teljum einnig að skólinn sem innleiðingarstofnun fyrir þjóðfélag- ið hafi geysimikil mótandi áhrif á náms- menn. Það er í skólanum sem náms- manni er tjáð, til hvers hann er hæfur og hverjir möguleikar hans eru í þjóðfé- laginu, og því er það í skólanum sem framtíð sérhvers námsmanns og að miklu leyti framtíð alls þjóðfélagsins er mótuð. Gerð skólakerfisins og þá sérstaklega þær grunnforsendur, sem það er byggt á, eru mikilvægasti þátturinn í mótun framtíðarþjóðfélagsins, og þess vegna er okkur öllum nauðsyn að setja fram þess- ar grunnforsendur, athuga valkosti og taka síðan ákvarðanir um, hverjar þær eiga að vera. Þær heimspekilegu grunnforsendur, sem einkenna íslenzkt skólakerfi, hafa ekki verið skilgreindar opinberlega i ald- arfjórðung, þ. e. a. s. ekki síðan i greinar- gerðum frá árinu 1946. Ljóst er að frum- stætt efnishyggjusjónarmið ræður grunn- forsendum hins íslenzka skólakerfis, og svo mjög höfum við farið á mis við önnur sjónarmið, að við eigum erfitt með að sprengja af okkur hinar úreltu efnis- hyggjuforsendur. Þetta efnishyggjusjón- armið kemur nú á dögum fram í sam- keppnishyggju í skólunum og sífelldu tali valdhafa um „þarfir atvinnulífsins“. Sú sálfræði, sem byggist á grunnforsendum efnishyggjunnar, er atferlissálfræðin. At- ferlissálfræðingar telja mótun mannsins háða verðlaunum og refsingum, sem byggja upp skilorðsbundin viðbrögð í at- ferli manna. Hið einhlíta og nákvæma prófa- og einkunnakerfi í íslenzka skóla- kerfinu byggist einmitt á slíkri hugmynd um verðlaun og refsingar, sem mynda skilorðsbundin viðbrögð sem við nefnum samkeppni. En á félagslegum vettvangi er samkeppnishyggjan óraunhæf, því að flest félagsleg samskipti einkennast af samstarfi, ekki samkeppni. í mannlegri umgengni erum við raunverulega ekki sí- fellt að keppa við mannfélaga okkar, heldur störfum saman að hugðarefnum okkar. Núverandi fyrirkomulag æsir upp niðurrífandi samkeppnisanda i skólum og félagslegum samskiptum i stað þess að vekja til skilnings á gildi og uppbygg- ingarmöguleikum félagslegs samstarfs. Það væri stórt skref í framfaraátt, ef við íslendingar færum að skynja okkur í fleiri víddum en þeirri hagrænu einni. Og þá þarf fyrst að koma til geysilegt átak i stefnumótun og áætlanagerð menntamála. Sú stefna sem reynt er að móta i skýrslu Háskólanefndar er ein- föld eftiröpun þess anda, sem rikti á fyrri hluta aldarinnar í vestrænum skólamál- um. En þá var áherzlan á, að skóla- kerfið byggði upp iðnað og tæknilegar framfarir, og menntun var talin fjárfest- ing fyrir þjóðfélagið. Hagvöxtur kerfisins, en ekki vitundar- og tilfinningalegur vöxtur mannsins, var markmiðið. Sem þjóðfélagsleg stefna hefur slíkt markmið beðið algjört skipbrot, eins og mengaðar og yfirfylltar stórborgir iðnaðarlandanna bera vott um. Endurskipulagning hins islenzka menntakerfis þarf að miðast við fjöl- mörg undirstöðuatriði, sem hugvísindin hafa leitt í ljós. Maðurinn sem fjölhæf skapandi vera á að verða miðpunkturinn — og laga ber kerfið að honum sjálfum. Hér minnumst við orða Gylfa Þ. Gísla- sonar í háskólafyrirlestri fyrir rúmum 20 árum, þegar hann sagði: „Það er ekki keppikefli í sjálfu sér, að tækni sé sem fullkomnust, heldur að þarfafullnæging sé sem mest.“ Nú er breytinga þörf — við skulum gera mannúð að forsendu menntun- ar. 4 53

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.