Samvinnan - 01.12.1970, Síða 57

Samvinnan - 01.12.1970, Síða 57
Geir Vilhjálmsson: • Framtíðarfræði, hvað er það? • Vísindagrein, sem fjallar um framtíðina. • Hvernig er það nú mögulegt að fjalla vísindalega um það, sem ekki er til? Framtíðin er jú ekki til, óþekkt, ókomin. e Fortíðin er ekki heldur til, lið- in, horfin, búin að vera. Samt fjalla yfirgripsmiklar visindagreinar um fortiðina: mannkynssaga, jarðsaga o. s. frv. • Já, en fortíðin hefur raun- verulega verið til á einhvern hátt; þess vegna er hægt (með vísinda- legum vinnubrögðum) að ná í upp- lýsingar um það, hvernig fortíðin var. Við höfum minjar frá fortíð- inni, bækur, handrit, áhöld, mynd- ir, sem sýna okkur hvernig hún var. Það eru ekki til neinar slíkar minjar um framtíðina. • Að vísu eru ekki til minjar um framtíðina, en það er til heilmikið af upplýsingum um framtiðina: fjöldi fæddra barna árið 1970 segir nokkuð nákvæmlega fyrir um fjölda unglinga i öðrum bekk gagn- fræðaskóla árið 1984; áframhald- andi mengunarvandamál erlendis mun valda vaxandi áhuga á hrein- am svæðum og ómenguðum; þannig mun ferðamannastraumurinn til íslands fara vaxandi og takmarkast af framboðsskorti hér fremur en skorti á eftirspurn erlendis frá, o. m. a. Framtiðarfræðin beita vis- indalegum aðferðum við saman- burð og úrvinnslu slíkra upplýsinga. • En hver er þá munurinn á framtíðarfræðum og skipulags- tækni? Er þetta ekki bara enn eitt nýtt orð um það, sem lengi hefur verið til? • Framtiðarfræði (futurologi) er ekki eina heitið; framtíðarrann- sóknir (future research) og rann- sóknir á framtiðum (research on futures) eru önnur heiti. Skipu- lagning (planning) á sér stað á mjög mörgum sviðum. Innan hvers sviðs er skipulagningin yfirleitt „lokuð í endann“. Gengið er út frá gefnu ástandi, og skilgreind eru markmið og siðan leiðir til þess að ná þeim. Framtiðarfræðin eru fyrst og fremst rannsóknir, og niðurstöð- ur rannsókna eru ekki þekktar fyr- irfram. Hinsvegar er allskonar skipulagstækni notuð við fram- kvæmd verkefna sem framtíðar- rannsóknir hafa uppgötvað, svo og við undirbúning framtíðarrann- sóknanna sjálfra. Annað einkenni framtíðarrannsókna er heildar- hyggja: þó að rannsóknin beinist að afmörkuðu sviði, t. d. leit að framtíðarverkefnum fyrir íslenzkan fiskiðnað, þá hugsar framtíðar- rannsakandinn ávallt um framtið- ina sem heild og lítur ekki ein- angrað á fiskiðnaðinn, heldur set- ur þróunina á því sviði í samband við önnur svið þjóðlífsins. Þvi fleiri þættir, sem teknir eru með í reikn- inginn, þeim mun nákvæmari er rannsóknin. Þess vegna eru fram- tíðarrannsóknir stundaðar af margskonar vísindamönnum saman i starfshópum. Framtiðarrannsókn á alltaf að vera al- eða marg- greinarannsókn (omnidisciplinary eða multidisciplinary). • Hvar koma svo „spádómar“ og „science fiction" og útópíur inn í myndina? mynda. Þó margar þessara mynda séu óliklegar og aðrar óæskilegar (hrollvekjur o. s. frv.), þá eiga ýmsar þeirra eflaust eftir að verða að raunveruleika, einhvers staðar einhvern tima. Útópiur eru óska- myndir, tilraunaheimspeki. Útópía Henrys Thoreaus, Walden, hefur haft talsverð áhrif á samfélags- hætti meðal ungu kynslóðarinnar í Bandaríkjunum núna, en einnig miklu fyrr var reynt að fara eftir þeirri fyrirmynd; t. d. var til sam- félag sem kallaðist Walden nálægt Hilversum i Hollandi á árunum 1898—1907. • Framtíðarfræðin fjalla um þá tegund spádóma, sem hægt er að gera að raunveruleika með hjálp hugvitssemi, vísinda og tækniþekk- ingar og skipulögðu samstarfi mill- um fólks. Slíkir spádómar eru sáð- korn framtíðarinnar. • Það virðist vera til fólk, sem getur náð i upplýsingar um fram- tíðina beint og milliliðalaust (pre- cognition), og hugsanlegt er að hægt verði að hagnýta slíka skyggnigáfu i þágu vísindalegra framtíðarrannsókna, t. d. við val á milli tveggja möguleika, sem ekki er nokkur leið að velja á milli á skynsemdar grundvelli. • Ein af þeim spádómsaðferð- um, sem mikið eru notaðar við framtiðarrannsóknir, felst í þvi að búa til og bera saman mismunandi framtíðarmyndir (alternative fu- tures, scenarios). Dæmi um helztu þætti, sem taka þarf með i slíka rannsókn, er að finna i ritsmið um stefnumótun menntamála á íslandi á öðrum stað i þessu hefti. • Frumskilyrði fyrir því, að ákveðinn hlutlægur raunveruleiki verði til, er að hægt sé að hugsa sér hann. Sköpunarþróttur, hug- myndaflug og ímyndunarafl eru aðalauðlindir framtíðarrannsókna, hráefnið sem unnið er úr. Spáði Jules Verne fyrir um geimferðir og kafbáta eða skapaði hann hug- rnyndir, sem aðrir unnu úr og hrundu í framkvæmd? „Science- fiction“-bókmenntir siðustu áratuga fylla heil herbergi, og þar er að finna fjölskrúðugt safn framtíðar- 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.