Samvinnan - 01.12.1970, Qupperneq 57
Geir Vilhjálmsson:
• Framtíðarfræði, hvað er það?
• Vísindagrein, sem fjallar um
framtíðina.
• Hvernig er það nú mögulegt
að fjalla vísindalega um það, sem
ekki er til? Framtíðin er jú ekki til,
óþekkt, ókomin.
e Fortíðin er ekki heldur til, lið-
in, horfin, búin að vera. Samt fjalla
yfirgripsmiklar visindagreinar um
fortiðina: mannkynssaga, jarðsaga
o. s. frv.
• Já, en fortíðin hefur raun-
verulega verið til á einhvern hátt;
þess vegna er hægt (með vísinda-
legum vinnubrögðum) að ná í upp-
lýsingar um það, hvernig fortíðin
var. Við höfum minjar frá fortíð-
inni, bækur, handrit, áhöld, mynd-
ir, sem sýna okkur hvernig hún
var. Það eru ekki til neinar slíkar
minjar um framtíðina.
• Að vísu eru ekki til minjar um
framtíðina, en það er til heilmikið
af upplýsingum um framtiðina:
fjöldi fæddra barna árið 1970 segir
nokkuð nákvæmlega fyrir um
fjölda unglinga i öðrum bekk gagn-
fræðaskóla árið 1984; áframhald-
andi mengunarvandamál erlendis
mun valda vaxandi áhuga á hrein-
am svæðum og ómenguðum; þannig
mun ferðamannastraumurinn til
íslands fara vaxandi og takmarkast
af framboðsskorti hér fremur en
skorti á eftirspurn erlendis frá, o.
m. a. Framtiðarfræðin beita vis-
indalegum aðferðum við saman-
burð og úrvinnslu slíkra upplýsinga.
• En hver er þá munurinn á
framtíðarfræðum og skipulags-
tækni? Er þetta ekki bara enn eitt
nýtt orð um það, sem lengi hefur
verið til?
• Framtiðarfræði (futurologi)
er ekki eina heitið; framtíðarrann-
sóknir (future research) og rann-
sóknir á framtiðum (research on
futures) eru önnur heiti. Skipu-
lagning (planning) á sér stað á
mjög mörgum sviðum. Innan hvers
sviðs er skipulagningin yfirleitt
„lokuð í endann“. Gengið er út frá
gefnu ástandi, og skilgreind eru
markmið og siðan leiðir til þess að
ná þeim. Framtiðarfræðin eru fyrst
og fremst rannsóknir, og niðurstöð-
ur rannsókna eru ekki þekktar fyr-
irfram. Hinsvegar er allskonar
skipulagstækni notuð við fram-
kvæmd verkefna sem framtíðar-
rannsóknir hafa uppgötvað, svo og
við undirbúning framtíðarrann-
sóknanna sjálfra. Annað einkenni
framtíðarrannsókna er heildar-
hyggja: þó að rannsóknin beinist
að afmörkuðu sviði, t. d. leit að
framtíðarverkefnum fyrir íslenzkan
fiskiðnað, þá hugsar framtíðar-
rannsakandinn ávallt um framtið-
ina sem heild og lítur ekki ein-
angrað á fiskiðnaðinn, heldur set-
ur þróunina á því sviði í samband
við önnur svið þjóðlífsins. Þvi fleiri
þættir, sem teknir eru með í reikn-
inginn, þeim mun nákvæmari er
rannsóknin. Þess vegna eru fram-
tíðarrannsóknir stundaðar af
margskonar vísindamönnum saman
i starfshópum. Framtiðarrannsókn
á alltaf að vera al- eða marg-
greinarannsókn (omnidisciplinary
eða multidisciplinary).
• Hvar koma svo „spádómar“ og
„science fiction" og útópíur inn í
myndina?
mynda. Þó margar þessara mynda
séu óliklegar og aðrar óæskilegar
(hrollvekjur o. s. frv.), þá eiga
ýmsar þeirra eflaust eftir að verða
að raunveruleika, einhvers staðar
einhvern tima. Útópiur eru óska-
myndir, tilraunaheimspeki. Útópía
Henrys Thoreaus, Walden, hefur
haft talsverð áhrif á samfélags-
hætti meðal ungu kynslóðarinnar í
Bandaríkjunum núna, en einnig
miklu fyrr var reynt að fara eftir
þeirri fyrirmynd; t. d. var til sam-
félag sem kallaðist Walden nálægt
Hilversum i Hollandi á árunum
1898—1907.
• Framtíðarfræðin fjalla um þá
tegund spádóma, sem hægt er að
gera að raunveruleika með hjálp
hugvitssemi, vísinda og tækniþekk-
ingar og skipulögðu samstarfi mill-
um fólks. Slíkir spádómar eru sáð-
korn framtíðarinnar.
• Það virðist vera til fólk, sem
getur náð i upplýsingar um fram-
tíðina beint og milliliðalaust (pre-
cognition), og hugsanlegt er að
hægt verði að hagnýta slíka
skyggnigáfu i þágu vísindalegra
framtíðarrannsókna, t. d. við val á
milli tveggja möguleika, sem ekki
er nokkur leið að velja á milli á
skynsemdar grundvelli.
• Ein af þeim spádómsaðferð-
um, sem mikið eru notaðar við
framtiðarrannsóknir, felst í þvi að
búa til og bera saman mismunandi
framtíðarmyndir (alternative fu-
tures, scenarios). Dæmi um helztu
þætti, sem taka þarf með i slíka
rannsókn, er að finna i ritsmið um
stefnumótun menntamála á íslandi
á öðrum stað i þessu hefti.
• Frumskilyrði fyrir því, að
ákveðinn hlutlægur raunveruleiki
verði til, er að hægt sé að hugsa
sér hann. Sköpunarþróttur, hug-
myndaflug og ímyndunarafl eru
aðalauðlindir framtíðarrannsókna,
hráefnið sem unnið er úr. Spáði
Jules Verne fyrir um geimferðir og
kafbáta eða skapaði hann hug-
rnyndir, sem aðrir unnu úr og
hrundu í framkvæmd? „Science-
fiction“-bókmenntir siðustu áratuga
fylla heil herbergi, og þar er að
finna fjölskrúðugt safn framtíðar-
57