Samvinnan - 01.12.1970, Blaðsíða 58

Samvinnan - 01.12.1970, Blaðsíða 58
Alþjóðaráðstefna Dagana 19. til 22. október s.l. var hald- in alþjóðleg ráðstefna í Helsingör í Dan- mörku. Sóttu hana 120 manns, þar af um 20 manns frá iöndum utan Skandinavíu. Margir „útlendinganna“ voru starfandi fræðimenn á sviðum framtíðarrannsókna, en stór hluti hinna norrænu heimamanna voru starfsmenn ýmissa atvinnu- og fé- sýslufyrirtækja, opinberra eða hálfopin- berra stofnana, auk álitlegs hóps nor- rænna vísinda- og fræðimanna. Frá ís- landi voru þátttakendur Geir Vilhjálms- son og Sigurður A. Magnússon. Viðfangsefni ráðstefnunnar var „Fé- lagslegar nýjungar“ (Social Innovation). Stofnunin, sem til ráðstefnunnar boðaði, er Akademiet for Fremtidsforskning í Ár- ósum. Þetta er fyrsta vísindastofnun í framtíðarfræðum á Norðurlöndum. En rannsóknarstofnanir eru starfandi í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Auk norrænna manna eru ýmsir aðrir Evrópu- menn aðilar að Akademíunni. Forseti er mikilsmetinn danskur hagfræðingur, Thorkil Kristensen. Þessi ráðstefna um félagslegar nýjungar stóð í fjóra þétt- setna, örvandi og hugvekjandi daga. Mörg eru þau félagslegu verkefni, sem fyrir liggja, og vaxandi þörf fyrir skap- andi leiðir til þess að vinna úr þeim skjótt. Fyrirlesarar frá mörgum löndum gáfu sýnishorn af aðferðum við margs- konar verkefni; reikningsleg formúla sem lýsir ágreiningi i fyrirtækjum; innihalds- greining á ræðum stjórnmálamanna með aðstoð tölvu; siðgæðislegur grundvöllur mismunandi samfélagstegunda; þróunar- áætlun fyrir milljónaborg á meginland- inu; starfshópar til framtíðarsköpunar o. m. fl. voru meðal þeirra verkefna sem viðstaddir sýsluðu með. Inn á milli fyr- irlestra og umræðna um þá var svo blandað umræðu- og starfshópum, og eins og við var að búast voru þessir smærri hópar skemmtilegasti þáttur ráð- stefnunnar. Sjá mátti tvær aðalafstöður til félags- nýjunga. Önnur er skipuleggj andi, stjórnandi, vélræn, varfærin efnishyggja; hin er skapandi, leikandi, margvíð, lif- fræðileg mannúð. Flestir höfðu eitthvað af báðum þessum afstöðum í sér, en mis- munandi hugsunarháttur af þessu tagi var auðvitað torfæra í vegi gagnkvæms skilnings á sama hátt og sameiginlega tungumálið (enska), sem allir voru ekki jafnæfðir í. Þarna var fólk úr mjög mörgum mismunandi greinum og skiln- ingserfiðleika augljóslega að vænta sök- um of einhliða sérhæfingar. Kom sú skoðun fram, að fá þyrfti túlka á næsta slikt þing, sem túlkuðu frá einni fræði- grein til annarra. Slikir visindalegir þúsundþjalasmiðir eru ómissandi liður í árangursríkum starfshópum. Umræðan En víkjum nú aftur að innihaldi um- ræðunnar. Þessar tvær meginafstöður, efnishyggjan og mannúðin, leiddu til mismunandi aðferða og meðhöndlunar á verkefnum. Efnishyggjufólk stefndi að því að finna kerfi, sem gera flóknkari og árangursríkari samskipti möguleg. Jörð- in er grjót, samfélagið er vél, sem ein- hverjir verða að stjórna. Mannúðarfólk- ið vildi láta fólk um að þróa upp sin eigin kerfi og örva almenning til tilrauna með nýjar tegundir samskipta og skipulags. Jörðin er lifandi heild, mannlegt samfé- lag er hluti hennar; kerfi sem hæfir manninum þarf að vera lífrænt, taka til- lit til mannlegra þarfa, þarf stöðugt að breytast, vaxa og byltast. Þessar mismunandi afstöður riktu ekki aðeins á þessu þingi, heldur endurspegla þær muninn á því, sem kallað hefur verið framtíðarfræði rikjandi afla (establish- ment future research) og gagnrýnin framtíðarfræði (critical future research). í vaxandi mæli upphefst þessi klofningur og hverfur, og má segja að flestir þeirra, sem til sin létu taka á þessari ráðstefnu í Helsingör, hafi fylgt þvi sem kallað er „samtengj andi f ramtiðarrannsóknir“ (integrative future research). Ekki er lengur um að ræða „annað-hvort-eða“, heldur „hvorttveggj a-þetta-og-meira-til“ hugsunarhátt; ekki troða raunveruleik- anum í kerfi, heldur nota margskonar aðferðir, þ. á m. kerfi, til að lýsa hinum ýmsu hliðum hans. En hugræn kerfi, hversu góð og rétt og æskileg sem þau kunna að vera, eru ekki nema hluti málsins. Samfélagskerfi sam- anstendur af fólki af holdi og blóði, hugs- un og tilfinningum. Kerfið er það, hvern- ig fólkið lifir, hvað það gerir, hugsar, skynjar og finnur til. Til að geta lifað í öðru kerfi þarf fólk að breytast, þ. e. þjóðfélagsbreytingar byggjast á þvi að fólk breytist, og það að vaxa, þroskast og breytast er í reynd hvorki auðvelt né sársaukalaust fyrir flesta. Einn af sérfræðingum frönsku ríkis- stjórnarinnar benti réttilega á það í ein- um umræðuhópnum, að sálarástand fjöldans hér á Vesturlöndum væri slikt, að fjöldasállækningar þyrfti við, áður en fólk gæti almennt farið að lifa i samræmi við þá glæstu möguleika, sem framtíðar- rannsóknir lýsa. Hvernig skapa má mannlegt og félagslegt umhverfi, sem örvar sálvöxt og þroska, er því tæknileg- ur lykill að árangursrikum félagsnýjung- um, og hópar (stofnanir, félög, fyrirtæki, bæjarfélög o. s. frv.) sem breyta innra skipulagi sínu á slíkan hátt munu vaxa og blómgast. Það er því meira en mann- úðin ein, sem beinir athyglinni að mann- inum, þörfum hans og vaxtarmöguleik- um; einnig frá hagnýtu sjónarmiði efnis- hyggju beinist athyglin í sömu átt. Framtíðarþjóðfélagið í einni alsnjöllustu ræðu þingsins út- skýrði Johan Galtung prófessor (Institute for Peace Research, Oslo), hvernig fram- tíðarþjóðfélagið muni geta starfað, þann- ig að sálvaxtarmöguleikar hvers og eins fái sem bezt vaxtarskilyrði. Slíkt þjóðfé- lag stefnir ekki að sem mestum hagvexti, heldur er takmarkið sem mest réttlæti. í þannig framtíð verður t. d. verkaskipting miklu fjölbreyttari og einstaklingurinn stundar mörg mismunandi störf um æv- ina; þetta stuðlar mjög að vexti og þroska persónunnar og gerir lif hans miklu fjölbreyttara. Slík verkaskipting er t. d. til i kolanámum Albaníu; þar skipt- ast verkamenn á um að stjórna rekstrin- um og sérstakir forstjórar eru ekki nauð- synlegir. Eða sambýlishópar ungs fólks í Bandaríkjunum, en þar eru mörg dæmi þess að fólk skipti margt með sér einu starfi (t. d. póstburður), og í Noregi eru hjón einnig farin að skipta milli sin einu starfi. Sem sannur raunhyggju- og félagsvísindamaður var Galtung upp- spretta fróðleiks um félagslegar nýjungar hvaðanæva úr heiminum, og þjóðfélags- flokkunarkerfi það, sem er upphaf hug- leiðinga hans um framtiðina, auðveldar rökrétta skynjun á því félagslega um- hverfi, sem við lifum i hér á Vesturlönd- um. Galtung greinir á milli fjögurra að- altegunda félagsuppbyggingar þannig: DÆMI: Teg. I England á 19. öld, Japan í dag (heildarhyggja og valdamis- munur). Teg. II Bandaríkin, Noregur, Sovétríkin, svo 3 dæmi séu nefnd (einstakl- ingshyggja og valdamismunur). Teg. III Kina, Kúba, Tanzanía (heildar- hyggja og jafnrétti). Teg. IV Ekki til ennþá (einstaklings- hyggja og jafnrétti). Englendingar sameinuðust í tákni kiúnunnar, og Kínverjar hafa Maó for- mann sem sitt einingartákn; heildar- hyggja einkennir hvoratveggju, en mikill munur er á valdastiganum. Englending- ar dýrkuðu sinn aristókratíska Jakobs- 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.