Samvinnan - 01.12.1970, Page 60

Samvinnan - 01.12.1970, Page 60
■£0331ERLEND VÍÐSJÁ Magnús Torfi Ólafsson: Sameinuðu þjóðirnar í skugga tvíveldadrottnunar Stofnun sem verið hefur við lýði í ald- arfjórðung hlýtur að hafa eignazt sínar hefðir, og það ekki sízt þegar um er að ræða jafn umfangsmikla og virðulega stofnun og Sameinuðu þjóðirnar. Föst hefð er komin á að hátíðahöld á afmælis- degi alþjóðasamtakanna, sem haldinn er hátíðlegur í október, ná í aðalstöðvunum í New York hámarki með hljómleikum að kvöldi afmælisdagsins. Þá koma snjöll- ustu listamenn frá ýmsum heimshornum fram fyrir fulltrúa á Allsherj arþingi og embættismenn samtakanna og ávarpa þá fyrir hönd alls mannkyns á máli tónanna, þeirri tungu sem hvert mannsbarn fær numið án þess túlkar þurfi að koma til. Afmælistónleikarnir eru sér í lagi helgað- ir háleitasta markmiði Sameinuðu þjóð- anna, að stuðla að friði á jarðríki. Táknrænt um tillitsleysið Það þótti fara eftir öðru við tuttugu og t'imm ára afmælishátiðahöld Sameinuðu o .óðanna í haust, að allur glans var fyrir k mufaskap og misskilning strokinn af látíðatónleikunum. Þar var hvergi að sjá porrann af heiðursgestum frá afmælis- fundinum fyrr um daginn, þjóðhöfðingja og oddvita ríkisstjórna, sem komið höfðu til New York gagngert vegna þess að sam- tökin áttu merkisafmæli í ár. Svo hafði til tekizt, að Nixon Banda- ríkjaforseti bauð þjóðhöfðingjum og for- sætisráðherrum að sitja veizlu sína í Hvíta húsinu í Washington einmitt sama kvöidið og hljóðfæraleikarar og söngvarar komu fram fyrir þing þjóðanna á hátíða- hljómleikunum í New York. Eftir að menn í aðalstöðvum Samein- uðu þjjóðanna höfðu áttað sig á þessum árekstri, gerðu U Thant aðalfram- kvæmdastjóri og Edvard Hambro forseti Allsherjarþingsins allt sem þeir gátu til að telja fulltrúa Bandaríkjastjórnar á að firra vandræðum með því að skáka for- setaveizlunni á næsta dag eftir hátíða- tónleikana, en viðleitni þeirra kom fyrir ekki. Siðameistarar Hvíta hússins viður- kenndu að þeim hefði orðið á skyssa, þegar þeir gerðu heiðursgestum á af- mælishátíð Sameinuðu þjóðanna veizlu- boð einmitt á sama tíma og afmælis- barnið ætlaðist til að sitt hóf stæði sem hæst, en kváðu stundaskrá Nixons svo stranga i miðri kosningabaráttunni í Bandaríkjunum, að engin tök væru á að breyta veizludeginum. U Thant og Hambro létu við það sitja að afþakka fyrir sitt leyti boð Nixons, en forðuðust að efna til opinberrar tog- streitu við Bandaríkjaforseta um gesti sína. Niðurstaðan varð að þeir þáðu flest- ir boðið til Washington, en þó voru nokkrir kyrrir i New York; atkvæðamest í þeim hópi var Indira Gandhi, forsætis- ráðherra Indlands. Fréttamenn í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna, sem töldu að hér hefði jaðrað við alþjóðlegt hneyksli, sögðu að þar dytti mönnum ekki í hug að veizlustjórar Nix- ons hefðu ásett sér að litillækka Samein- uðu þjóðirnar, en þætti atvikið táknrænt um tillitsleysi stórveldanna í verki gagn- vart alþjóðasamtökunum, hvað sem liði fögrum orðum i afmælisræðum og við önnur svipuð tækifæri. Sannleikurinn á aldarfjórðungs afmæli Sameinuðu þjóðanna er sá, að alþjóða- samtökin eru, fyrst og fremst fyrir til- verknað stórveldanna tveggja, Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna, ekki nema skuggi af því sem þau gætu verið, þyrftu að vera og ber að vera samkvæmt þeirra eigin stofnskrá. FriSarviðleitnin Sameinuðu þjóðirnar voru fyrst og fremst settar á stofn til að halda uppi friði í heiminum, og rækilega kveðið á um hversu valdamesta stofnun þeirra, Öryggisráðið, skuli gegna því hlutverki. Á tuttugu og fimm ára afmælinu geisar blóðugur ófriður í Suðaustur-Asíu, og stríðsástand, sem í einu vetfangi getur breytzt i styrjaldarbál, ríkir fyrir botni Miðjarðarhafs. Öll þau ár sem stríðið í Indó-Kína hefur staðið, hafa Samein- uðu þjóðirnar aldrei haft tök á að láta það til sín taka, og loks er friðarviðræður hófust milli aðila, voru þær í engum tengslum við alþjóðasamtökin. Ákvörðun Sameinuðu þjóðanna um skiptingu Pal- estínu varð beinlínis tilefni til vopnavið- skipta ísraels og Arabaríkjanna, og lengi framan af voru tilraunir til að setja þá deilu niður aðallega í höndum Samein- uðu þjóðanna, en nú er það breytt. Stór- veldin sem styðja sinn aðilann hvort, Bandaríkin og Sovétríkin, hafa sýnt til- hneigingu til að taka ráðin i sínar hend- ur, eftir því sem hætta vex á að skjól- stæðingar hvors um sig dragi þau lengra og lengra inn í átökin. Einstök atvik, sem til þess liggja að svona hefur farið i Indó-Kina og fyrir Miðjarðarhafsbotni, skipta ekki megin- máli í þessu sambandi. Hvað sem liður áhrifum þess á gang mála í Suðaustur- Asiu að Kína er haldið utan Sameinuðu þjóðanna, og hversu ófúsir sem ísraels- menn kunna að vera að eiga mál sin undir samtökum, þar sem arabar eiga núorðið vísan meirihlutastuðning, er það mergurinn málsins að Sameinuðu þjóð- irnar eru í raun og veru úr leik á stöðum þar sem ófriðareldur brennur eða liggur falinn. Sama kemur i ljós, ef litið er til þess verksviðs sem þýðingarmest er til að tryggja að framvinda mála i bráð og lengd falli i friðsamlegan farveg, afvopn- unar i viðustu merkingu, en einkum og sér í lagi þess brýna verkefnis að hefta æðisgengið kapphlaup stórveldanna um múgdrápsvopn til kj arnorkuhernaðar, sýklahernaðar og eiturhernaðar. Afvopn- unarráðstefna Sameinuðu þjóðanna hef- ur setið á rökstólum ár eftir ár, án þess að ná öðrum umtalsverðum árangri en sáttmála um að hefta útbreiðslu kjarn- orkuvopna til ríkja sem ekki hafa smíðað sér þau nú þegar, og er þó sá sáttmáli gloppóttur sökum þess að Kína og Frakk- land standa ekki að honum. Aftur á móti fara einu viðræður, sem vonir standa til að skili áður en langt um líður árangri, nú fram einslega milli kjarnorkustórveld- anna tveggja, Bandarikjanna og Sovét- ríkjanna. Er þar þó um það eitt að ræða, að tvíveldin stilli sig um að leggja í nýja lotu í vígbúnaðarkapphlaupinu, af því að báðum óar tilkostnaðurinn, en mestar horfur eru á að í raun og veru myndu bæði standa í svipuðum sporum hernað- arlega hvort gagnvart öðru og þau gera nú, eftir að ógrynni hugvits og fjármuna hefði enn á ný verið sóað í vígbúnaðar- hítina. Ekki svo að skilja að Sameinuðu þjóð- irnar séu eðli sínu samkvæmt ófærar um að stilla til friðar. Samtökin hafa tví- mælalaust átt meginþátt í að stöðva vopnaviðskipti og setja niður deilur sem valdið hefðu getað friðslitum. Nægir að nefna rifrildi Indlands og Pakistans um Kashmír, vígaferli Grikkja og Tyrkja á Kýpur, Súezstríðið 1956 og tilraun auð- hringa til að lima Kongó í sundur. Sömu- leiðis orkar ekki tvímælis, að tilvera og atbeini Sameinuðu þjóðanna hefur stuðl- að að því að upplausn nýlenduvelda Evrópuríkja í öðrum heimsálfum hefur þrátt fyrir allt orðið blóðsúthellinga- minni en ástæða var til að óttast. Sérstofnanirnar Þá er enn óminnzt á þann þátt í starfi Sameinuðu þjóðanna sem lætur minnst yfir sér, en þegar á allt er litið hefur tekizt bezt, starfsemi svonefndra sér- stofnana samtakanna. Þar ber hæst Mat- væla- og landbúnaðarstofnunina, Heil- brigðismálastofnunina, Flóttamanna- hjálpina, Barnahjálparsjóðinn, Menning- armálastofnunina og Þróunarsjóðinn. Þessar stofnanir hafa, sumar hverjar að minnsta kosti, náð árangri sem teljast má undraverður, þegar tillit er tekið til vandans sem við hefur verið að etja. Heilbrigðismálastofnunin hefur til að mynda átt meginþátt í að bjarga þjóðum hitabeltisins undan sóttum sem þar herj- uðu til skamms tíma eins og landplágur, en eru nú í fyrsta skipti orðnar viðráðan- legar. Matvælastofnunin beitti sér fyrir framförum í ræktunaraðferðum og jurta- kynbótum, sem eiga drjúgan hlut í að 60

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.