Samvinnan - 01.12.1970, Síða 61

Samvinnan - 01.12.1970, Síða 61
matvælaframleiðsla í heiminum hefur aukizt um helming síðasta aldarfjórð- ung. En samt er talið að hátt í helmingur þriggja og hálfs milljarðs manna sem jörðina byggja þjáist af vannæringu eða hreinum og beinum matarskorti. Fólks- fjölgunin er svo ör, að framfarir, sem i raun réttri ganga kraftaverki næst, gera litlu betur en halda i horfinu, þegar á heildina er litið. Skýrasta dæmi þessa mun vera barátta Menningarmálastofn- unarinnar við ólæsið. Ekki er dregið í efa að á því sviði hafi verið vel unnið, en engu að síður er ólæst fólk og óskrif- andi á unglings- eða fullorðinsaldri nú hundrað milljónum fleira en var, þegar herferðin gegn ólæsi hófst. Allur hópur- inn, sem ekki á þess kost að notfæra sér ritað mál og er þegar af þeirri ástæðu útilokaður frá að hagnýta sér vitneskju og tækni sem nútíminn hefur að bjóða, telur hvorki meira né minna en 800 milljónir manna. Þetta er hartnær fjórð- ungur mannkynsins. Engum er ljósara en þeim sem starfa i þágu Sameinuðu þjóðanna í ábyrgðar- stöðum og hafa því jafnt yfirsýn yfir það sem gert er og það sem gera þyrfti, að meginástæðan til að öll viðleitni reynist ónóg er að rangsnúið mat á verðmætum ræður enn hjá valdhöfum þjóðanna, og þá fyrst og fremst þeirra sem lengst hafa náð i tækniþróun og eru því aflögufær- astar til að liðsinna. Því var það megin- efnið i afmælisræðu U Thants, að sýna fram á fásinnuna í að eyða fé og kröftum hömlulaust til vígbúnaðar, samtímis því að félagsleg vandamál eru látin fá að grafa um sig og magnast. Ríki heims verja um þessar mundir á ári hverju um 15.800 milljörðum króna til herkostnaðar, og mestur hluti þessarar svimandi upphæðar fer í kj arnorkuvíg- búnað tvíveldanna, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Á sama tíma nemur þró- unaraðstoð iðnvæddra þjóða við þær sem skemmra eru á veg komnar í atvinnu- málum aðeins 616 milljörðum á ári. Tvískipting mannkynsins í rikar þjóðir og snauðar ágerist af þessum sökum jafnt og þétt, samtímis því að tæknin miðlar hinum snauðu og þjáðu skýrri vitneskju um auð og velsæld þeirra sem betur eru settir. Þegar þar á ofan bætist, að skilin milli ríkra og fátækra fylgja að verulegu leyti kynþáttaskiptingu mannkyns í hvíta menn og litaða, þarf ekki mikla skarp- skyggni til að gera sér í hugarlund, hvílik hætta er á ferðum fyrir sambúð manna á hnetti, sem verður fyrr en varir svo þröngbýll að til vandræða horfir, ef engin breyting verður á viðkomu mannfólksins. Vísir aS tröllauknum árekstrum Jafnframt þvi sem stéttaskipting rénar í iðnvæddum velferðarríkjum, kemur upp ný stéttaskipting á heimsmælikvarða milli þjóðfélaga, og jafnvel þeir sem hafna þvi að stéttabarátta sé helzta hreyfiafl söguþróunarinnar, hljóta að viðurkenna að í þessum vaxandi stétta- andstæðum felst vísir að svo tröllaukn- um árekstrum að ímyndunaraflið hrekk- ur vart til að gera grein fyrir hversu hroðalegir þeir geta orðið. Sú mynd, sem hér er dregin upp, er að sjálfsögðu ekki frumlegt verk þess sem þetta ritar; hér hefur einvörðungu verið leitazt við að setja fram í stuttu máli niðurstöður þeirra manna af mörgum þjóðernum og úr fjölda starfsgreina, sem fást við að gera sér grein fyrir, hvert stefnt hefur þann aldarfjórðung sem lið- inn er frá lokum síðustu heimsstyrjaldar, æviskeið Sameinuðu þjóðanna. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á rökstólum í aðalstöðvwm samtakanna í New York. ttcinttttttnettitttttttttctt mimrmttmvmttrmmemsrmnmnnf / / tttttnlirnrttmirit-nitnttttttfttttctctíctcttttteetttcetcttettttietct » - .. ■ ■ - . ^ v m • . v * • *— £• . . $••• . r *' * > v . /'** ' to' U ' v: -Zs&l* Jf r a* * *•- -n **< 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.