Samvinnan - 01.12.1970, Blaðsíða 62

Samvinnan - 01.12.1970, Blaðsíða 62
Fræöimennina greinir að sjálfsögðu á um einstök atriði í flókinni framvindu, en i megindráttum eru þeir sammála. Þeim mun geigvænlegra er, að þess verð- ur litt vart að valdhafarnir í ríkjunum, sem bolmagn hafa til að hafa veruleg áhrif á atburðarásina, geri sér nokkra viðhlítandi grein fyrir, að við blasir nýr veruleiki sem krefst nýrra viðbragða, ef afstýra á ófarnaði. Stjórnir stórveldanna haga sér eins og tæknibyltingin hafi í rauninni ekkert gert sem máli skiptir annað en leggja þeim upp i hendur ný tæki, áhrifameiri og skjótvirkari en áður þekktust, til að reka sína gamalkunnu, skammsýnu heimsveldisstefnu. Hagsmunir heimsveld- isins, drottnunaraðstaða þess á áhrifa- svæðinu sem það gerir tilkall til, er látin sitja fyrir öllu öðru. Brýnustu vandamál- um heimsbyggðarinnar er i hæsta lagi sinnt i orði kveðnu, framlagið til þeirra er smámunir einir hjá fjáraustrinum í valdatækin, nokkurs konar auglýsinga- starfsemi til að halda nafni sinu á loft. U Thant orðaði þetta auðvitað ekki svona ókurteislega í afmælisræðu sinni, en hann sagði þó berum orðum, að stefnubreytingar væri þörf i þeim efnum sem mestu máli skipta, ef ekki ætti illa að fara. Hann lætur nú senn af embætti, og þá þarf að velja Sameinuðu þjóðunum nýjan merkisbera. Hver sem fyrir vali verður mun reynast jafn máttvana og fyrirrennarinn að afstýra hnignun sam- takanna, nema innan vébanda þeirra myndistafl sem leggst ásveif með honum. Eins og stendur má heita borin von að stjórnir tvíveldanna taki sinnaskiptum að marki, enda má svo heita að þau séu eðli sínu samkvæmt ófær um að ráða fram úr vandanum. Heimsveldisaðstöð- unni fylgir heimsveldisafstaða, sem flæk- ir mál fiekar en greiðir úr þeim, þar sem heimsveldishagsmunirnir eru látnir ganga fyrir eðli málsefna. Skýrt dæmi þessa biitist á liönu hausti, þegar tví- veldin í sameiningu komu á vopnahléi í viðureign ísraelsmanna og Egypta, en klúðruðu málið svo um leið, að það er komið í nýja sjálfheldu. Samningavið- ræðurnar um frið og brottför ísraelshers af hernumdu landi, sem verða áttu óað- skiljanlegur eftirleikur vopnahlésins, hóf- ust ekki, af þvi það eru í rauninni stór- veldahag:munirnir sem ráða gangi mála. Bandaríkjunum og Sovétríkjunum er meira í mun að tryggja aðstöðu sína og ítök við Miðjarðarhafsbotn en að setja niður deiluna, sem varð þeim tilefni til að seilast þar til beinna áhrifa. Forusta um að endurlífga Sameinuðu þjóðirnar til sjálfstæðs hlutverks i heims- málunum kemur ekki í fyrirsjáanlegri framtíð frá tviveldunum, og smærri rikin hafa hingað til verið svo skipt í hópa, að ekki hefur verið um að ræða markvissa viðleitni í þá átt af þeirra hálfu. Tvi- veldin hafa eftir mætti íeynt að gera þau að skjólstæðingum sínum og fylgifiskum. Á afmælisþinginu sem enn stendur hef- ur þó orðið vart viðleitni hjá ýmsum að- ilum til að breyta þessu, binda enda á aðgerðaleysi tvíveldadrottnunarinnar í alþ j óðasamtökunum. Tilefnið var ekki sízt hvernlg deila ísraelsmanna og araba hljóp i enn harð- ari hnút en áður við það að tvíveldin tóku hana gersamlega í sinar hendur, af vettvangi Öryggisráðs og meira að segja úr nefnd fjögurra rikja sem fast sæti eiga i ráðinu, Bretlands og Frakklands auk tvíveldanna. Afstaða Frakka breytt Afstaða frönsku stjórnarinnar til Sam- einuðu þjóðanna hefur gerbreytzt, síðan Pompidou tók við stjórnartaumunum af de Gaulle. Hershöfðinginn gamli hafði lítið álit á alþjóðasamtökunum og hugð- ist afla Frakklandi áhrifa á gang mála með stórveldispólitík innan þeirra marka sem ríkjandi aðstæður setja. Stjórn Pompidous hefur lagt stórmennsku- drauma de Gaulles á hilluna, en stefnir að sama marki og hann með öðium ráð- um. Til að mynda er ljóst orðið, að hún lítur svo á að Sameinuðu þjóðirnar séu kjörinn vettvangur fyrir viðleitni til að skerða tvíveldadrottnunina, og hún hefur þegar fengið i lið með sér mörg áhrifa- mestu smærri ríkin i ýmsum álfum. Franska stjórnin fékk á afmælisþing- inu ákjósanlegt tilefni til að gera þessa nýju stefnu sína gagnvart Sameinuðu þjóðunum lýðum ljósa. í ræðu á hátíða- fundi Allsherjarþingsins lagði Nixon Bandarikjaforseti megináherzlu á hlut- verk Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í heimsmálunum; þau þyrftu að koma sér saman, og þá væru viðfangsefnin i raun- inni leyst. Jafnskjótt og Schumann, utanrikisráð- herra Frakklands, kom heim af hátiða- fundi Allsherjarþingsins, var haldinn í París ráðuneytisfundur, þar sem hann gaf skýrslu sem síðan var gerð opinber í nafni frönsku stjórnarinnar. Þar var af- staða Nixons gagnrýnd harðlega og varað við afleiðingum hennar. Schumann komst svo að orði, að yrði skoðunum Nixons framfylgt, hlytist af því alger tvíveldadrottnun í heiminum. Þá tækju Bandarikin og Sovétrikin ákvarðanir um málin; öll önnur riki væru í rauninni gerð að áhrifalausum áhorf- endum. Áður en franska stjórnin lét álit sitt í ljós, höfðu frönsk blöð sett svipuð sjónar- mið enn óvægilegar fram. Þau töluðu um nýjan Jaltasamning — i þetta skipti án þátttöku Bretlands — um skiptingu heimsins í áhrifasvæði milli Bandarikj- anna og Sovétríkjanna. Jafnframt létu þau þá skoðun í ljós, að engar likur væru til að Sovétríkin tækju tilboði Nixons um formlega tvi- veldadrottnun. Þeim þætti langtum hent- ugra að tvístíga áfram eins og hingað til, hafa í rauninni samkomulag við Banda- rikin um áhrifasvæði i Evrópu, en eiga þess kost i öðrum heimsálfum að notfæra sér uppreisn þjóða þróunarlandanna gegn nýlenduaðstöðu i hagkerfi þar sem Bandaríkin eiu þungamiðjan. StaSa Kína Siðast en ekki sízt eiga Sovétrikin en ekki Bandaríkin landamæri að Kina, og eru þvi það tvíveldanna sem taka þarf raunverulegt tillit til þróunarinnar i mannflesta riki heims. Af hálfu Banda- rikjanna myndi ,,nýr Jaltasamningur“ við Sovétrikin fyrst og fremst beinast gegn Kína, eina rikinu sem í fyrirsjáan- legri framtið getur náð þeirri aðstöðu að skáka hvoru tviveldanna. Tilvera Kína gerir að verkum að tvi- veldakerfið yrði valt, en meðan Kina er haldið utan Sameinuðu þjóðanna, er næstum óhjákvæmilegt að tvíveldin ónýti alla viðleitni til að gera alþjóðasamtökin að þvi sem þeim er ætlað að vera sam- kvæmt stofnskránni, sjálfstæðu afli, sem fært sé um að leiða í ljós vilja ríkja heimsins, stórra og smárra, og móta stefnu sem feli hann i sér. Því er nú af margra hálfu lagt kapp á að koma því til leiðar að Kína taki hið fyrsta sæti meðal Sameinuðu þjóðanna. Mikla athygli vakti þegar Kanada, ná- grannaríki Bandaríkjanna, ákvað skömmu eftir að Allsherj arþingið hófst að taka upp stjórnmálasamband við Kína, enda þótt það hefði í för með sér sambandsslit við Taívan. Um sama leyti varð kunnugt að tvö önnur riki i NATÓ, Ítalía og Belgía, eiga í samningaviðræð- um við Kina um stjórnmálasamband. Jafnframt gengu þau tvö ríki í Austur- Evrópu, sem gert hafa það að yfirlýstri stefnu að leysa álfuna úr viðjum hern- aðarbandalaga tvíveldanna, Rúmenía og Júgóslavía, fram fyrir skjöldu á Allsherj- arþinginu i viðleitni til að rjúfa víta- hiinginn sem deilan um aðild Kína hefur sett Sameinuðu þjóðirnar í. Ljóst er því að þau riki, jafnt i austri og vestri, sem vinna að því með þegjandi samkomulagi að losa smátt og smátt um tviveldadrottnunina í heimsmálunum, eru sammála um að eitt áhrifarikasta ráðið til að koma markmiði sínu i kring sé að koma þvi til leiðar að Kína verði virkt i alþjóðamálum á sama grundvelli og önnur stórveldi. Litlar líkur eru á að deilunni um aðild Kina verði ráðið til lykta á Allsherjar- þinginu sem enn situr þegar þetta er ritað, en eftir síðustu atburði er fyrirsjá- anlegt að með sama áframhaldi verður kominn meirihluti fyrir aðild Kina innan fárra ára. Við það mun margt breytast í alþjóðasamtökunum, sem hljóta að vera óstarfhæf i mörgum þýðingarmestu mál- um á alþjóðavettvangi meðan einu af þrem öflugustu ríkjum heims er haldið þar utan dyra. Hugmyndin með starfs- íeglum Sameinuðu þjóðanna var, að þar væii sett á laggirnar stofnun, sem fær væri um að láta verulega til sin taka hverju sinni sem fimm helztu aðildarrik- in væru sammála. Ástæðan til, að Sam- einuðu þjóðirnar hafa sett svo ofan á vettvangi alþjóðastjórnmála sem raun ber vitni, er að Öryggisráðið varð óstarf- hæft um leið og neitað var að viður- kenna, að ný stjórn væri komin til valda í einu þessara fimm ríkja; tveim þeirra fjögurra rikja sem eftir sátu var ýtt til hliðar þegar frá leið, og eftir var tví- veldadrottnun, sem reynzt hefur ófær um að leysa nokkurt þeirra meiriháttar vandamála sem við samfélagi þjóðanna blasa. 4 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.