Samvinnan - 01.12.1970, Síða 63

Samvinnan - 01.12.1970, Síða 63
Eysteinn Sigurðsson: Seinni hluti Það er megineinkenni á skáldskap Gríms, að þar gætir ríkrar tilhneigingar til að horfa til baka og aftur til genginna sögupersóna eða liðinna atburða. Slik viðhorf eru venjulegt einkenni á róman- tískum skáldskap, enda er auðsætt, að Grimur hefur mótazt svo af rómantísku stefnunni i bókmenntunum þegar á yngri árum, að hún hefur orðið honum að leið- arljósi að verulegu leyti allt fram á elli- ár. Og þó að rómantiska stefnan miðaðist oftar en hitt að fjarlægri fortið, þá er eigi að síður lærdómsríkt að veita því at- hygli, að viðhorf a. m. k. hliðstæð við- horfum hennar virðast hjá Grimi hafa náð að móta það verk hans, sem er eitt hið fullkomnasta af öllum ljóðum hans, ef litið er á þau frá strangfagurfræðilegu sjónarmiði, þ. e. kvæðið Endurminningin. Þar er yrkisefnið lífsreynsla manna og þáttur einstakra liðinna atburða, sem fyrir þá hefur borið, i henni, og á yrkis- efnið er horft frá sjónarhóli ellinnar undir ævilokin, það túlkað með óskyld- um myndum, en allt fellt saman i fast- mótaða smágera heild með ótviræðu snillingshandbragði, svo að boðskapur- inn, hógvært umburðarlyndi, kemur vel og greinilega fram. Þótt hér sé að vísu ekki um að ræða rómantiskt verk i þess orðs venjulegu merkingu, er samt fróð- legt að veita því eftirtekt, að á viðfangs- efnið er litið sem lið í horfinni tíð, svo að viðhorfin eru að því leyti skyld hinum rómantisku, sem svo mjög móta önnur verk Gríms. Það fer og saman i ljóðum Gríms, að jafnframt þvi sem skáldskaparviðhorf hans eru að meginhluta rómantísk, þá hefur hann verið ágætlega heima víða í íslenzkum siðari tíma þjóðsögum og sögn- um, og einnig í fornum norrænum og klassískum fræðum. Viðtækur bóklestur hans hefur þannig skilað honum drjúgum arði, og á þessum slóðum hefur hann fundið sér þær lindir, sem hann jós af við gerð merkustu kvæða sinna og kvæða- flokka. Af þessu leiðir, að meginþorrinn af frumortum kvæðum hans er með sögu- legu yfirbragði og fjallar um liðna menn eða atburði, og verk hans þeirrar tegund- ar eru tvímælalaust hið merkasta, sem hann hefur látið eftir sig liggja. Þessi verk eru fleiri og fjölbreytilegri en svo, að þeim verði gerð fullnægjandi skil í tíma- ritsgrein, en á ýmis hinna merkari verður drepið hér á eftir. Nokkuð er um það, að Grimur sæki sér yrkisefni í erlend söguleg efni, svo sem i kvæðinu Gyðingurinn gangandi, sem fjallar um manninn, sem eiliflega leitar dauðans, finnur hann ekki, en kvíðir honum eigi að síður. Sama á við um fleiri verk, svo sem Líkför Karls XII, þar sem lýst er sorg eftir mikinn leiðtoga, Antinóus, sem fjallar um útlagann i heiminum, sem ekkert skortir, en finnur sér þó ekki yndi, Hlöðver Frankakóngur og St. Pétur, sem fjallar um skipti kon- ungsins við postulann og er heldur gam- ansamt, og Alexander við Ganges, þar sem þvi er lýst, hvernig mikill herforingi talar kjark í menn sína. Út af guðspjöll- unum yrkir Grímur einnig í kvæðunum María Magdalena, Jesú skrifar í sandinn og Golgatha, en i þessum verkum, einkum Grimur Thomsen á efri árum. þó hinu síðast talda, heldur hann smekk- lega á alkunnum helgisagnaefnum. Öllu bragðmeiri eru þó þau kvæði Gríms, þar sem hann yrkir út af innlend- um síðari tíma efnum eða fornum nor- rænum. í fyrri flokknum eru ýmis fremstu verk hans, og nægir þar að nefna t. d. kvæðið Skúli fógeti, þar sem sett er á svið svipmikil lýsing á karlmenninu, sem lætur sér hvergi bregða andspænis grimmúðgum náttúruöflum. Önnur kvæði hans út af svipuðum efnum eru þó e. t. v. ekki síðri, svo sem Svarkurinn, um GRÍMUR THOMSEN 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.