Samvinnan - 01.12.1970, Page 63

Samvinnan - 01.12.1970, Page 63
Eysteinn Sigurðsson: Seinni hluti Það er megineinkenni á skáldskap Gríms, að þar gætir ríkrar tilhneigingar til að horfa til baka og aftur til genginna sögupersóna eða liðinna atburða. Slik viðhorf eru venjulegt einkenni á róman- tískum skáldskap, enda er auðsætt, að Grimur hefur mótazt svo af rómantísku stefnunni i bókmenntunum þegar á yngri árum, að hún hefur orðið honum að leið- arljósi að verulegu leyti allt fram á elli- ár. Og þó að rómantiska stefnan miðaðist oftar en hitt að fjarlægri fortið, þá er eigi að síður lærdómsríkt að veita því at- hygli, að viðhorf a. m. k. hliðstæð við- horfum hennar virðast hjá Grimi hafa náð að móta það verk hans, sem er eitt hið fullkomnasta af öllum ljóðum hans, ef litið er á þau frá strangfagurfræðilegu sjónarmiði, þ. e. kvæðið Endurminningin. Þar er yrkisefnið lífsreynsla manna og þáttur einstakra liðinna atburða, sem fyrir þá hefur borið, i henni, og á yrkis- efnið er horft frá sjónarhóli ellinnar undir ævilokin, það túlkað með óskyld- um myndum, en allt fellt saman i fast- mótaða smágera heild með ótviræðu snillingshandbragði, svo að boðskapur- inn, hógvært umburðarlyndi, kemur vel og greinilega fram. Þótt hér sé að vísu ekki um að ræða rómantiskt verk i þess orðs venjulegu merkingu, er samt fróð- legt að veita því eftirtekt, að á viðfangs- efnið er litið sem lið í horfinni tíð, svo að viðhorfin eru að því leyti skyld hinum rómantisku, sem svo mjög móta önnur verk Gríms. Það fer og saman i ljóðum Gríms, að jafnframt þvi sem skáldskaparviðhorf hans eru að meginhluta rómantísk, þá hefur hann verið ágætlega heima víða í íslenzkum siðari tíma þjóðsögum og sögn- um, og einnig í fornum norrænum og klassískum fræðum. Viðtækur bóklestur hans hefur þannig skilað honum drjúgum arði, og á þessum slóðum hefur hann fundið sér þær lindir, sem hann jós af við gerð merkustu kvæða sinna og kvæða- flokka. Af þessu leiðir, að meginþorrinn af frumortum kvæðum hans er með sögu- legu yfirbragði og fjallar um liðna menn eða atburði, og verk hans þeirrar tegund- ar eru tvímælalaust hið merkasta, sem hann hefur látið eftir sig liggja. Þessi verk eru fleiri og fjölbreytilegri en svo, að þeim verði gerð fullnægjandi skil í tíma- ritsgrein, en á ýmis hinna merkari verður drepið hér á eftir. Nokkuð er um það, að Grimur sæki sér yrkisefni í erlend söguleg efni, svo sem i kvæðinu Gyðingurinn gangandi, sem fjallar um manninn, sem eiliflega leitar dauðans, finnur hann ekki, en kvíðir honum eigi að síður. Sama á við um fleiri verk, svo sem Líkför Karls XII, þar sem lýst er sorg eftir mikinn leiðtoga, Antinóus, sem fjallar um útlagann i heiminum, sem ekkert skortir, en finnur sér þó ekki yndi, Hlöðver Frankakóngur og St. Pétur, sem fjallar um skipti kon- ungsins við postulann og er heldur gam- ansamt, og Alexander við Ganges, þar sem þvi er lýst, hvernig mikill herforingi talar kjark í menn sína. Út af guðspjöll- unum yrkir Grímur einnig í kvæðunum María Magdalena, Jesú skrifar í sandinn og Golgatha, en i þessum verkum, einkum Grimur Thomsen á efri árum. þó hinu síðast talda, heldur hann smekk- lega á alkunnum helgisagnaefnum. Öllu bragðmeiri eru þó þau kvæði Gríms, þar sem hann yrkir út af innlend- um síðari tíma efnum eða fornum nor- rænum. í fyrri flokknum eru ýmis fremstu verk hans, og nægir þar að nefna t. d. kvæðið Skúli fógeti, þar sem sett er á svið svipmikil lýsing á karlmenninu, sem lætur sér hvergi bregða andspænis grimmúðgum náttúruöflum. Önnur kvæði hans út af svipuðum efnum eru þó e. t. v. ekki síðri, svo sem Svarkurinn, um GRÍMUR THOMSEN 63

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.