Samvinnan - 01.12.1970, Qupperneq 70
eru af öðrum sjálfboðaliðum í vanþróuðu löndunum, nema hvað
aðstæðurnar eru ömurlegri.
Ég heimsótti litinn skóla í nyrzta héraðinu, Uige, sem liggur
að landamærum Kongó-lýðveldisins. Þar var allur fjallshrygg-
urinn í þriggja eða fjögurra kílómetra fjarlægð á valdi fjöl-
menns og velbúins liðsafla uppreisnarmanna, sem beittu ógnum
með mjög góðum árangri. Tvær ungar portúgalskar stúlkur
höfðu, að þvi er þær héldu fram, á hendi kennslu flóttamanna
sem snúið hefðu aftur og barna þeirra — þ. e. a. s. nokkurra
þeirra sem flúið hafa frá Norður-Angóla til Kongó-Kinshasa
siðan 1961.
Um 70.000 velþjálfaðir portúgalskir hermenn eru nú í nýlend-
unni til að berjast við innfædd uppreisnaröfl i norður-, austur-
og suðaustur-héruðum Angóla. Samt sem áður hefur uppreisnin
ekki verið brotin á bak aftur. Öðru nær, frelsishreyfingarnar
virðast vera öflugri en nokkru sinni fyrr. í desember 1968 lýsti
yfirmaður portúgalska herforingjaráðsins yfir þvi, að nauðsyn
bæri til að auka liðsaflann i nýlendunum. í áramótaboðskap
sínum til landhers, flughers og flota sagði hermálaráðherrann,
Sá Viana Rebelo hershöfðingi, í sambandi við ástandið í nýlend-
unum: „Liðið ár hefur verið ár mikils erfiðis og mikilla bardaga
fyrir herinn . . . Ég kemst ekki hjá þvi að álykta, að árið sem
er framundan (1969) verði jafnerfitt og árið sem rennur út í
dag.“
Tvær helztu uppreisnarhreyfingarnar eru UPA og MPLA. UPA
er skammstöfun á Uniáo das Populaeöes de Angola (Þjóðasam-
band Angóla), sem er i vinfengi við stjórnina í Kinshasa. Hreyf-
ingunni er stjórnað af heldur duglitlum en ákaflega metnaðar-
gjörnum manni frá Norður-Angóla, Holden Roberto að nafni.
Hann er 46 ára gamall og hefur að þvi er virðist aðeins eitt
markmið í lífinu: að halda áfram að vera leiðtogi þeirrar frelsis-
hreyfingar sem gæti orðið öflugust i Angóla. Hann er sagður
gerspilltur, og sama á við um marga undirmenn hans. Margar
ábyrgðarstöður i hreyfingunni hafa verið faldar ættingjum hans
og vinum. Hneyksli hafa verið tíð, og það er sennilega rétt, sem
talsmenn MPLA halda fram, að UPA hafi efnt til fjöldamorða
á stuðnir.gsmönnum MPLA. Það er staðreynd, að UPA fékk því
framgengt að MPLA var hrakin frá Kongó-Kinshasa, með þeim
afieiðingum að hreyfing dr. Agostinhos Netos hefur síðan neyðzt
til að skipuleggja starfsemi sína frá Kongó-Brazzaville og uppá
síðkastið frá Dar-es-Salaam. Ef satt skal segja hefur MPLA
orðið að fara ólöglega yfir kongólsk landsvæði til að komast til
Norður-Angóla.
Á liðnum áium hefur MPLA orðið veigamesta fielsishreyfing
i Angóla. Skammstöfunin stendur fyrir Movimento Popular de
Libertacáo de Angola (Alþýðuhreyfingin til frelsunar Angóla).
Þetta er eina starfandi frelsishreyfing í Angóla sem hefur mögu-
leika á að ná til allra héraða landsins og allra þjóðfélagshópa.
Portúgalar saka MPLA um kommúnisma eða hlýðni við komm-
únista. Það er firra. Hreyfingin er sósialisk i sama skilningi og
ríkisstjórniinar i Alsír og Tanzaniu, svo tekin séu tvö dæmi.
MPLA hóf starfsemi sína árið 1956 með því að nokkrar forboðn-
ar frelsishieyfingar tóku höndum saman og sameinuðust, en 1959
voru nokkur hundruð félagar úr hreyfingunni handteknir fyrir
„landráð“, þ. e. a. s. fyrir að láta í ljós óskir um sjálfstæði
landsins. 57 leiðtogar hreyfingarinnar voru sendir i fangelsi,
þeirra á meðal núverandi leiðtogi hennar, dr. Agostinho Neto
(sem er líka bezta ljóðskáld Angóla). Neto slapp úr greipum
portúgölsku lögreglunnar og hefur lifað i útlegð síðan. Hann er
lágvaxinn maður, 48 ára gamall, talar hægt og alvarlega, kemur
fyrir sjónir sem heiðarlegur og einbeittur maður. Einsog flestir
eldri félagar hreyfingarinnar er hann kynblendingur, en þel-
dekkri en þeir flestir.
Agostinho Neto kveðst binda miklar vonir við nýju vígstöðvarn-
ar í Austur-Angóla og bætir við: „Við trúum því, að brátt muni
okkur auðnast að dreifa uppreisninni um allt landið. Við njótum
stuðnings innfæddra ibúa í nálega allri nýlendunni og margra
embættismanna i þjónustu portúgölsku nýlendustjórnarinnar,
sem sumir hverjir eru í háum embættum og veita okkur fjár-
hagsstuðning í baráttunni.”
MPLA berst einkum á fernum vígstöðvum: á Cabinda-svæðinu
fyrir norðan mynni Kongó-fljóts, i Norður-Angóla, og í austur-
hluta og sunnanverðum miðhluta landsins, semsé i hinum víð-
áttumiklu héruðum Moxico og Cuando Cubango. Þessi héruð eru
skemmst á veg komin af öllum héruðum Angóla: járnbrautir eru
SkœruliSar MPLA í Austur-Angóla.
þar engar, vegir mjög fáir og negraþjóðflokkarnir þar ákaflega
frumstæðir. Landið er flatt — víðáttumiklar sléttur þaktar
mannhæðar háu grasi, tjarnir og mýrlendi. Héruðin liggja að
Katanga, Zambiu og Suðvestur-Afriku. Það er frá Zambíu sem
MPLA fer herferðir sínar inní héruðin og þrengir sér æ dýpra
inni landið.
Portúgalska herstjórnin hefur áhyggjur af miklum landvinn-
ingum MPLA á þessum vígstöðvum. Einungis með mjög veruleg-
um herafla yrði unnt að ná aftur svæðum nálægt landamærum
Zambíu sem uppreisnarmenn hafa þegar á valdi sinu. MPLA
kveðst hafa komizt alla leið til borganna Vila Serpa Pinto og
Silva Pörto, en sú síðarnefnda er um 800 kilómetra frá landa-
mærum Zambíu.
Þegar Portúgalsstjórn skipaði nýjan yfirhershöfðingja i Angóla
á liðnu ári, birtu hin drottinhollu dagblöð i Lúanda venjulegar
lofgreinar um persónuleika hans og hermannsdyggðir. Angólska
tímaritið Notícias, sem er ekki alltaf sérlega auðsveipt, bætti við
tviræðri lokalinu: „Og við treystum þvi, að Guð verði á yðar
bandi, hershöfðingi.“ 4
70