Samvinnan - 01.12.1970, Page 79

Samvinnan - 01.12.1970, Page 79
Pentagon 22/11 1970 Herra ritstjóri. Nokkur orð í tilefni nýút- komins tölublaðs Samvinnunn- ar, sem tekur til umræðu verkalýðshreyfinguna og kjarabaráttuna. Greinarnar eru margar mjög góðar, þar sem höfundarnir flestir taka málið til gaumgæfilegrar at- hugunar og leggja sínar skoð- anir skýrt og skipulega fram. Einnig sýnir myndin á siðu 22 meira en mörg orð segja. Það sem ég vil ræða hér að- eins eru hlutir, sem koma fram í ágætri grein Þorsteins Þor- steinssonar: „Stéttarfélög bænda og samskipti við neyt- endur“. í greininni gerir hann á ljós- an hátt grein fyrir uppbygg- ingu núverandi kerfis, sem langt í frá þjónar sínum til- gangi. Þess í stað leiðir það til úlfúðar milli bænda og verka- manna, þessara tveggja stétta sem þó annars hafa svo mikilla sameiginlegra hagsmuna að gæta. Hann bendir á það, sem rétt er, að vegna stöðu land- búnaðarins i dag væri eðlilegt, að hann semdi beint við ríkis- valdið. Vegna „offramleiðslu" er landbúnaðurinn háður tekjujöfnun í gegnum ríkissjóð. . Slík „offramleiðsla" er í dag velþekkt i flestum löndum : Vestur-Evrópu. Hvort hér sé * aðeins um tímabundið fyrir-’ bæri að ræða, skal ósagt látið.^i Einnig segir hann, að Búnaðar- félagið sé „sá aðili, sem helzt kemur fram fyrir hönd bænda við mótun landbúnaðarstefn- unnar, að svo miklu leyti sem um meðvitaða landbúnaðar- stefnu er hér að ræða.“ Hér er komið að mjög stóru vandamáli að mínum dómi. Mér er ekki Ijóst að á íslandi sé um neina „meðvitaða" landbúnaðar- stefnu að ræða. Þetta er að vísu ekki einsdæmi með land- búnaðinn, þar sem það sama mun gilda um flestar aðrar at.vinnugreinar. En til þess að geta haldið uppi sinni kjara- baráttu þarf bændastéttin að skapa sér landbúnaðarstefnu, sem ríkisvaldið viðurkennir. Hvert er t. d. hlutverk land- búnaðarins við að halda uppi byggð í hinum ýmsu héruðum úti á landi? Sé það viðurkennt, að landbúnaðurinn hafi þar hlutverki að gegna, þá verður jafnhliða að skaffa það fjár- magn, sem þarf til að hann geti rækt þetta hlutverk sitt. Vik ég þá aðeins að öðru atriði í grein Þorsteins i fram- haldi af þessu. Hann talar um að efla beri Stéttarsambandið á kostnað Búnaðarfélagsins. 79

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.