Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1976, Qupperneq 14

Samvinnan - 01.05.1976, Qupperneq 14
Svo bar Ella inn rjúkandi heitt súkkulaði og þeyttan rjóma. Ég setti rjómakúf ofan á súkkulaðið í bollanum og tímdi alls ekki að hræra hann saman við. Frekar brenndi ég mig á tungunni en eyðileggja þennan fannhvíta rjómakúf .... Svipmynd eftir Onnu Maríu Þórisdóttur Steinhjallinn rekur grýtta brúnina út úr algróinni fjalls- hlíðinni. Þar standa frá fornu fari vörður tvær, Grýla og Leppalúði. í grasi- og lyngi- vöxnum hvammi neðan við hjallann stendur Grásteinn, sem náttúruöflin hafa i fyrnd- inni klofið i tvennt. Að áliðnu sumri glampar sólin á dimm- bláum og glansandi svörtum berjum á ljósgrænu aðalblá- berjalynginu og viða má líta hárauða hrútaberjaklasa í hvirfingu fagurlagaðra laufa. Og á stöku stað má rekja sig eftir löngum, blaðfáum stöngl- um að miðju jarðarberjaplönt- unnar, þar sem stundum þrosk- ast ofurlítil, ljósrauö, súr villi- jarðarber. Sólríkan sumarmorgun fyrir langa löngu vorum við nokkrir krakkar í rannsóknarferð á þessum slóðum. Við strukum sólvermdan Grástein og biðum árangurslaust eftir þvi að dvergarnir i honum birtust, við hrósuðum happi yfir fundi nokkurra jarðarberja, tíndum blóm og lögðumst endilöng á mosavaxinn bakka smálækjar og teyguðum silfurtært vatnið. Þarna ofan úr fjallshlíðinni virtum við fyrir okkur lygna og tæra Rangána, sem rann út í straumhart, skolleitt Skjálf- andafljót við Fótartána. Við sáum ofan á grasivaxin þökin á bæjunum tveim, Þóroddsstað og Staðarholti, þaðan sem blá- grár reykurinn úr skorsteinin- um leið upp í loftið. Síðan rölt- um við niður að Staðarholti. Sólin vermdi bæjarþilið og hellurnar á hlaðinu og ofurlít- il gola ýfði stráin á þakinu. Ella stóð við eldhúsgluggann i morgunsólinni og var að þvo mjólkurilátin. Hún var í ljós- bláum léreftskjól, ermastutt- um, með hvíta dillu á höfðinu. Bústnir handleggirnir hreyfð- ust rösklega við verkið og bros lék um allt andlitið. Henni lá hátt rómur, þegar hún talaði við okkur í glaðlegum tón, löngu gleymdum orðum, en mynd hennar þennan bjarta sumarmorgun festist óafmáan- lega i huga mér ... Einn af hápunktum sveita- verunnar voru boðin hjá Ellu. Mamma, amma og við frænk- urnar gengum nýgreiddar og snyrtar yfir túnið á milli bæj- anna. Ella tók á móti okkur i bæjardyrunum í svörtum kjól með hvita svuntu og hafði sett flétturnar upp í körfu í hnakk- anum. Við gengum inn gang- inn og gegnum eldhúsið inn í 14

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.