Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1976, Síða 16

Samvinnan - 01.05.1976, Síða 16
Draumurinn um peninga- og ávísanalausan heim á ekki langt í land með að rætast, að minnsta kosti ekki hjá bandarískum neytendum . . . HEIMUR ÁIY' PENHYGA Þegar konur fara í verzlun- arleiðangur árið 2000 og kaupa sér nýjan kjól, munu þær hvorki greiða með ávísun, pen- ingum né lánskorti. Þær munu segja nokkur orð við tölvu verzlunarinnar, og tölvan hef- ur beint samband við miðstöð allra banka. Röddin ein nægir til þess, að tölvurnar i mið- stöðinni geta á nokkrum sek- úndum staðfest, hvort inn- stæðan á reikningi fjölskyld- unnar er nægileg fyrir úttekt- inni. Sé svo kviknar grænt ljós á tölvunni og verð kjólsins er samstundis dregið frá innstæð- unni. Sé innstæðan ekki næg, kviknar gult Ijós á tölvunni, en það merkir að málið þurfi nán- ari athugunar við. Leiði undra- fljótleg rannsóknin það i ljós, að reikningseigandinn greiði reglulega inn á reikninginn, fær hann áreiðanlega yfir- dráttarheimild. Hafi reikn- ingshafinn hins vegar vanrækt að greiða reglulega inn á reikn- inginn sinn, kviknar rautt ljós á tölvu verzlunarinnar. Þá veit verzlunareigandinn, að hann getur ekki treyst því, að fá andvirði úttektarinnar og get- ur neitað að selja viðkomandi nokkuð. Draumurinn um peninga- og ávísanalausan heim á ekki langt í land með að rætast, að minnsta kosti ekki hjá banda- rískum neytendum. Nú þegar er sjaldgæft, að bandarískir borgarar gangi með meira en sem svarar rúmum þúsund krónum á sér, rétt til að eiga fyrir strætisvagnamiðum, frí- merkjum, pylsu og öðru smá- vegis. Þar er hægt að kaupa næstum hvað sem er með láns- kortum. Þó eru matvæli und- anskilin. Fingraför? Nú hefur meira en helming- ur Bandarikjamanna að minnsta kosti eitt lánskort, og rafeindafræðileg notkun þeirra er þó nokkur. Hið nýjasta á þessu sviði er ávísanakortið. Sé það notað er upphæðin, sem keypt er fyrir, dregin frá inn- stæðu á ávísanareikningi við- skiptavinarins. — Við búumst við því, að ávísanakortið muni á næstu árum ryðja sér mjög til rúms, segir Richard O’Neill, vara- bankastjóri í þriðja stærsta banka Bandaríkjanna, Chase Manhattan. Þegar ávisana- kortið hefur rutt sér svo mjög til rúms, er eðlilegt að álykta sem svo, að handhafi þeirra njóti sömu fríðinda og hand- hafi lánskortanna, sem sé að þeir fái heimild til ákveðinnar skuldar. Með rafeindabúnaði, sem þegar er farið að nota við lánskortin, má búast við því, að áður en langt um líður, verði kortið sjálft lagt niður, en i þess stað komi rödd, fingraför eða eitthvað annað, sem hvorki er hægt að týna né stela. Til þess að slíkt verði framkvæmanlegt er vitaskuld nauðsynlegt, að verzlanirnar komi sér upp rafeindatækjum við afgreiðslu, en tilraunir með slík tæki eru þegar vel á veg komnar. Þegar svo verður komið, munu atvinnurekendur færa laun viðkomandi starfsmanna sinna inn í bankann með raf- eindabúnaði, og síðan færast laun hvers og eins sjálfkrafa inn á reikning hans. Tölvurnar verða mataðar þannig, að þær munu sjálfkrafa greiða öll mánaðarleg útgjöld, svo sem húsaleigu, rafmagnsreikninga og svo framvegis. Ef svo skyldi samt sem áður fara, að rúðu- bréf berist inn um bréfalúguna einn góðan veðurdag, þá gríp- ur maður bara símann og tölv- una sína, velur reikningsnúm- erið sitt i bankanum, stimplar upphæðina inn og svo sér bankinn um afganginn. Þetta eru ekki loftkastalar, heldur var frá þessu skýrt í skýrslu Neytendanefndar bandaríkjastjórnar þegar árið 1972. Lánskort bankanna sem hafa breiðst gífurlega út á sið- ustu fimm árum eru talin vera fyrirboði um peninga- og ávís- analausan heim. Þegar árið 1914 voru til láns- kort i Bandarikjunum, bæði hjá olíufélögum og stórverzl- unum þess tíma. Lánskort bankanna, sem hægt er að nota í alls konar verzlunum í öllum Bandaríkjunum og víða utan þeirra, eru nýrri af nál- inni. Hin fyrstu þeirra voru tekin i notkun árið 1951, en þar sem kostnaður við þau var mikill í upphafi, var það ekki 16

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.