Samvinnan - 01.05.1976, Side 17
yrr en á sjöunda áratugnum,
Sern bankarnir sneru sér að því
að breiða þau út fyrir alvöru.
Nú eru til ferns konar út-
tektarkort í Bandaríkjunum:
Bankakortin, en af þeim eru
Bank Americard og Master
Charge útbreiddust og viður-
^ennd um allan heim. Þau not-
ar þriðjungur allra Banda-
rikjamanna. Auk þeirra hafa
°líufélögin og stórverzlanirnar
sérkort. Þau notar einnig um
Það bil þriðjungur Bandarikja-
tnanna. Þá eru ótalin svoköll-
hð ferða- og skemmtikort, sem
1 kringum tíundi hluti Banda-
rikjamanna notar. Skilyrðin til
að fá slík kort i hendur eru af-
ar ströng og því eru þau ekki
míög útbreidd.
Þessi mikla útbreiðsla út-
iektarkortanna í Bandaríkjun-
um á sér meðal annars þá
skýringu, að ávísanir hafa
aldrei notið viðlíka vinsælda
þar og víða annars staðar, til
ásemis hérlendis.
Nýtt viðhorf til skulda
Bandaríkjamenn hafa einn-
annað viðhorf til peninga en
^estar aðrar þjóðir. Félags- og
bagfræðingar við Michigan-
báskóla gerðu könnun á við-
borf i Bandaríkj amanna til
jáhskorta. í niðurstöðum
könnunarinnar segir meðal
annars svo: „Bandaríkjamenn
lfa á lánum. Það er ein aðal-
astæðan fyrir þvi, að við leyf-
Um okkur meiri munað í dag-
leSu lífi en flestar aðrar þjóð-
ir.“
~~ A undanförnum árum
befur það færzt mjög í vöxt, að
íólki þyki sjálfsagt að skulda.
. tta á einkum við fólk á aldr-
mum 25 til 45 ára, segir Lewis
^andell prófessor, sem stjórn-
aði könnuninni. Lánskortin
njóta mestra vinsælda í þess-
Um aldurshópi, einkum þó
meðal barnafjölskyldna, og
Serstaklega hjá þeim, sem búa
1 úthverfum borga. Eldra fólk
°g þeir sem búa utan stórborg-
anna, eiga hins vegar erfiðara
með að komast upp á lag með
að notfæra sér lánskortin.
Þá virðist það nokkuð áber-
andi, að menntun og árstekjur
Setja svip á hverjir nota láns-
ortin og hverjir ekki. Fjórir
af hverjum fimm háskólaborg-
Uruni með árstekjur yfir sem
syarar fimm milljónum króna
n°ta lánskort. Hlutfallið
minnkar eftir þvi sem fólk er
tekjulægra.
Bankarnir hafa ekki vissa
reglu um úthlutun lánskorta,
en hver umsókn er vegin og
metin rétt eins og aðrar lána-
umsóknir. Alls staðar í Banda-
rikjunum eru lánaskrifstofur,
sem vita allt um lánasögu
hvers einstaks Bandarikja-
manns, hafi hann þá einhvern
tíma tekið lán eða keypt eitt-
hvað með afborgunum. Á þess-
um skrifstofum er að finna
upplýsingar um, hvað hver ein-
staklingur hefur keypt þann-
ig, með hvaða skilmálum hann
hefur keypt það og hvort hann
hefur staðið i skilum. Á þess-
um skrifstofum fá bankarnir
allar þær upplýsingar um um-
sækjandann, sem þá vanhagar
um.
Vankantar
Til þess að peningalaust
samfélag geti orðið raunveru-
leiki er nauðsynlegt, að alls
staðar verði hægt að greiða
með einu og sama kortinu. En
þótt bankarnir hafi á síðustu
árum tvöfaldað kortaviðskipt-
in, hafa þeir ekki ennþá þrengt
sér inn á svið stórverzlananna
og olíufélaganna. Báðir þessir
aðilar nota kort sin til þess að
viðskiptavinir þeirra kaupi af
þeim beint og þeir óttast af-
leiðingarnar af að missa þetta
beina samband við viðskipta-
vinina.
Þá eru einnig aðrir van-
kantar á þessum peningalausa
heimi. Neytendanefndin hefur
bent á, að erfitt verði fyrir
neytandann að henda reiður
á innkaupum sinum og út-
gjöldum, þar sem hann fær
enga nótu né neitt annað skrif-
legt sé hann afgreiddur með
rafeindabúnaði. Þá er einnig
sú hætta fyrir hendi, að rangt
verði fært inn á reikningana
og það getur orðið harla erfitt
að leiðrétta mistökin, þegar
þau hafa verið gerð. Þá er
einnig sú hætta fyrir hendi, að
þær upplýsingar, sem tölvur
myndu geyma um einkalíf fólks
i peningalausu samfélagi af
þessum toga, yrðu misnotaðar.
Handhafi níu korta
Venjulegur miðlungs ameri-
kani notar nú þrjú lánskort,
eitt til að fá bensín hjá oliu-
félaginu, sem hann skiptir við,
annað i stórverzlun og að auki
hefur hann eitt bankakort.
Sumir hafa fleiri kort en þetta
og einstöku nota allt upp i
tólf.
Richard O’Neill varabanka-
stjóri notar niu:
— Venjulega notum við ekki
nema fjögur, en stundum getur
verið gott að grípa til annars
bensinskorts og verzlunarkorts,
og á ferðalögum eru ferða- og
skemmtanakortin afbragð.
Þetta álíta flestir þeir sem
eiga mörg kort. Fæstir falla í
þá gryfju að sökkva sér í
botnlausar skuldir með kortun-
um, enda nægir strangt eftir-
lit bankanna yfirleitt eitt til
að koma í veg fyrir það.
Flest lánskort miða við 500
dollara hámarksúttekt. Verzl-
unum er gert að kanna það
á lánskortamiðstöðinni, hvort
viðskiptavinurinn hefur heim-
ild til úttektarinnar í hvert
sinn, sem keypt er fyrir hærri
upphæð en 50 dollara. Svarið
berst um hæl innan fáeinna
sekúndna, enda er það tölva,
sem svarar. Sé handhafi korts-
ins kominn yfir lánsmarkið,
spyr tölvan sjálfvirkt aðra að-
ila, sem veitir samstundis upp-
lýsingar um fyrri lánsviðskipti
viðkomandi viðskiptavinar.
Lánasaga hans ræður svo úr-
slitum um, hvort honum er
veitt yfirdráttarheimild eða
ekki.
Lánin eru vaxtalaus fyrstu
30 dagana og flestir handhaf-
ar lánskorta greiða lánin mán-
aðarlega, svo að þeir losna við
að greiða vexti, en annars eru
þeir 1>4% á mánuði, eða 18%
á ári.
Ofneyzla
Hvað veldur hinum miklu
vinsældum kortanna? í rann-
sókn Lewis Mandells kom það
fram, að handhafar kortanna
töldu það til mikilla þæginda,
hve fljótt afgreiðslan gengi
með kortunum og einnig væri
það mikið öryggi að þurfa ekki
að ganga með peninga á sér.
Einnig hafði það aukna mögu-
leika i för með sér að geta
keypt fyrir peningana sina, áð-
ur en unnið hefði verið fyrir
þeim. Helztu ágallar að mati
handhafa kortanna voru hætt-
an á að kortinu væri stolið og
sú freisting til að lifa um efni
fram, sem þeim væri samfara.
— Við Bandarikjamenn er-
um slæmir i efnahagslegu til-
liti og kortin gera okkur enn
verri, þvi að með notkun þeirra
hættum við gersamlega að
gera okkur grein fyrir verðlagi,
segir einn handhafi korts, sem
viðurkennir, að neyzla hans sé
alltof mikil. Lewis Mandell tel-
ur, að þrir af hverjum fjórum
handhöfum korta geri sig seka
um ofneyzlu. Tölfræðin bendir
þó ekki til þess, að um alvar-
lega ofnotkun sé að ræða. Árið
1974 voru lánamöguleikar kort-
anna til dæmis ekki nýttir
nema til helminga. Að meðal-
tali eru kortin ekki notuð nema
tvisvar til þrisvar i mánuði og
aðeins fyrir um það bil fimm
þúsund krónur i hvert sinn.
í árslok 1974 var meðalúttekt
á korti sem svarar í kringum
60 þúsund krónur yfir árið.
Kortin virðast heldur ekki
hafa haft verðhækkanir í för
með sér. Áður en lánskortin
komu til sögunnar hafði hver
kaupmaður lánaviðskipti við
fasta viðskiptavini sina, en nú
geta kaupmenn sparað vinnu-
kraft, þar sem þeir þurfa þess
ekki lengur.
Þá er rétt að endurtaka og
leggja áherzlu á, að lánskort-
in veita ekki heimild til ótak-
markaðra lána. Handhafi
kortsins getur aldrei fengið
meira lánað en lánsleyfi bank-
ans kveður á um.
Þegar á allt er litið virðast
lánskortin hafa orðið til góðs.
Neytendanefnd Bandaríkjanna
telur þó, að þau hafi hættu-
legar freistingar fyrir hina
lægst launuðu i för með sér.
Þeir geti farið að leyfa sér
meira en góðu hófi gegnir fyrir
þá sjálfa, þótt það yrði tæpast
í þeim mæli, að það skaðaði
samfélagið i heild. Og þá er
rétt að láta þess getið, að Neyt-
endanefndin hefur óskað eftir
því, að neytendur horfi gagn-
rýnum augum á þróun korta-
viðskipta á næstu árum. 4
17