Samvinnan - 01.05.1976, Side 19
Á SAMBAIMDSSLÓÐLM
Í KAIPMW\AI IÖI'\
Saga Sambandsins er nátengd þessum stöðum. Þar hafa fjölmargir
íslenzkir samvinnumenn lifað og starfað, sumir áratugum saman,
eins og til dæmis Oddur Rafnar og Óli Vilhjálmsson. Þeir tveir voru
lengst starfsmenn Sambandsins í Kaupmannahöfn.
Skrifstofa Sambandsins í Kaupmannahöfn var stofnuð 1915 í einu herbergi
á Farvergade 15, en sama ár fékk hún stærra og betra húsnæði að Nybrogade 28
ÁriS 1915 urðu tímamót
í sögu Sambands íslenskra
samvinnufélaga. Þá var
Hallgrímur Kristinsson skip-
aður erindreki og helgaði
Sambandinu starfskrafta
sína upp frá því. Síðast í
apríl 1915 tók hann sér far
með gufuskipinu ,,Flóru“ til
Bergen. Eftir viðkomu á
venjulegum höfnum hér-
lendis hélt skipið til hafs frá
Fáskrúðsfirði 29. apríl. Þrátt
fyrir styrjaldarástand gekk
ferðin vel og áfallalaust. Frá
Bergen fór Hallgrímur yfir
Svíþjóð og til Kaupmanna-
hafnar, en þangað var ferð-
inni heitið. Honum tókst að
reka nokkur verzlunarerindi
strax í Noregi og hélt því
áfram, þegartil Kaupmanna-
hafnar kom. Jafnframt leit-
aði hann að húsnæði fyrir
skrifstofu Sambandsins, sem
nú skyldi sett á stofn.
Eftir tíu daga leit tókst
honum að fá leigt herbergi
í Farvergade 15, skammt frá
Ftáðhústorginu. Þarna var
sem sagt til húsa fyrsti vísir
að skrifstofu Sambandsins á
erlendri grund.
Hallgrímur var allánægð-
ur með herbergið í fyrstu, en
gerði sér brátt Ijóst, að það
gat naumast verið til fram-
búðar. í septembermánuði
sama ár hefur hann fengið
nýtt og betra húsnæði, að
Nybrogade 28 — „tvö her-
bergi allstór, mjög sólrík og
skemmtileg og útsýni snot-
urt“, eins og hann se.gir í
bréfi.
Síðar var Hafnarskrifstofa
Sambandsins til húsa á fjór-
um stöðum til viðbótar:
Tordenskjoldsgade 29, Laxe-
gade 14, Strandgade 25 og
Njalsgade 13.
Tímarnir breytast fljótt. Nú
er ekki lengur skrifstofa í
kóngsins Kaupinhöfn —
heldur í Lundúnum og Ham-
borg. Myndirnar á þessari
opnu teljast því sögulegar
minjar, en þær tók Hermann
Þorsteinsson, forstöðumað-
ur Lífeyrissjóðs SÍS. ♦
18
19