Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1976, Page 20

Samvinnan - 01.05.1976, Page 20
Við höfðum verið samtíða á námsárum og vorum reyndar alltaf góðir kunningjar, þótt ólíkir værum um margt. Það var nú einu sinni þannig með Pétur, að öllum sem eitthvað kynntust honum, var hlýtt til hans, því að í rauninni var hann besti drengur og hvers manns hugljúfi. Og alltaf var hann reiðubúinn til að rétta hjálparhönd, þegar eitthvað lá við, og mátti ekkert aumt sjá. En það fór ekki hjá þvi, að margir tækju eftir óvenju- legri framkomu hans og gerðu jafnvel góðlátlegt gys að hon- um. Við vorum ekki saman í námi, því að Pétur var i verk- fræði, og áhugamál okkar og sjónarmið voru gjörólík, en samt hittumst við oft, og þar sem ég var eldri og eitthvað ör- lítið betur efnum búinn, kom það endrum og eins í minn hlut að gera þessum félaga mínum greiða, hjálpa honum um smálán um stundarsakir og annað þess háttar. Stundum hafði ég líka þann heiður að borga fyrir hann glas af öli eða aðrar smáveitingar, þegar við brugðum okkur inn á veitinga- hús til að ræða um heimsmál- in eða landsins gagn og nauð- synjar í góðu tómi. Við slík tækifæri lá oft prýðisvel á þess- um vini mínum, svo að hann lék á als oddi. Þá átti hann það og til að reka upp svo stórfenglegar hlátursrokur af litlu tilefni, að allir nærstadd- ir kipptust við og litu á okkur undrandi. Það var sannarlega tekiff eftir okkur á þessum út- lendu bjórstofum, þegar Pétur var með i hópnum, þótt enginn virtist sjá okkur, ef hann var hvergi nærri. En auðvitað var það margt fleira en hlátursköstin, sem gerðu Pétur eftirtektarverðan fyrir ókunnuga, þótt við, sem þekktum hann vel, værum ekkert að fetta fingur út i það. Hann var nú einu sinni svona skapaður og við því var ekkert að gera. En einhvern veginn var hann svo makalaust hirðu- laus og klaufskur um klæða- burð sinn og ytra útlit að undrun sætti, og hann hlaut að skera sig úr fjöldanum og vekja athygli þeirra, sem lítið eða ekkert þekktu til hans. Hann var mikill vexti, beina- stór og kraftalegur. Hárið var rautt, hrokkið og úfið og reis í allar áttir út frá höfðinu. Premur var hann stórskorinn og einkum var nef hans mikið og hátt og augnabrúnirnar framskotnar og loðnar. Lima- burður hans var og næsta furðulegur og svo handleggja- langur var hann, að kunningj- ar hans nefndu hann stund- um górilluna, er þeir töluðu um hann i sínum hópi. Allt voru þetta þó smámunir hjá klæðaburði hans, sem var allt- af öðruvísi en menn áttu að venjast. Auðvitað var hann fremur fátækur, svo sem titt var um stúdenta á þessum ár- um, en engu að síður hefði hann átt að geta verið sóma- samlega til fara, og ekki síð- ur en ýmsir aðrir okkar, sem líka börðust í bökkum fjár- hagslega. En það var segin saga, að hvernig sem Pétur klæddist, þá hlutu fötin að fara illa, því að alltaf var eitthvað bogið við meðferð hans á þeim. Háls- bindi hans var illa hnýtt og oftast skakkt. Skórnir voru stundum óreimaðir, af því að maðurinn var svo fljótfær að honum fannst nóg að fara i skóna og hirti þá ekki alltaf um þvílíka smámuni eins og að hnýta reimarnar. Þá var skyrtan oft heldur lauslega girt niður í buxurnar og átti það til að flaksa utan yfir þeim svo sem á annarri hvorri hliðinni eða að aftan. Þá var það segin saga að oftast hneppti hann jakkanum sín- um á víxl, ef hann þá hneppti honum á annað borð, þannig að efri tala lenti næstum und- antekningarlaust í neðra hnappagati eða öfugt. Einnig hlaut fólk að taka eftir því, að stundum gleymdi Pétur að loka buxnaklaufinni og brá hann stundum hart við og rak upp skrugguhlátur, þegar ein- hver okkar benti honum á þessa missmið og báðum hann að loka búðinni. Einna lakast var þetta þó þegar skyrtuhorn- ið blakti þarna eins og lauf í vindi og reyndu þá sumir nærstaddir að horfa í aðra átt eða láta sem minnst á því bera, að þeir þekktu Pétur, meðan aðrir bentu honum á þessa vankanta hans i hálfum hljóð- um. Þannig var Pétur. Sífellt var eitthvað öfugt og ambögulegt við klæðaburð hans, því að hann var eitthvað svo hirðu- laus og flausturslegur um allt, sem hann hafði utan á sér, að engu var líkara en að ekkert gæti farið honum vel og verið í réttum skorðum. Þá var og luralegur limaburður hans og útlit allt i fullu samræmi við klæðaburðinn, svo að maður- inn var harla einstæður. Leið okkur stundum hálfilla, þegar við vorum með honum í boð- um og veislum, því að oft urðu einhverjir til að setja út á hann, gagnrýna hann og hlæja Smásaga eftir Jón R. Hjálmarsson að honum. Kvað jafnvel stund- um svo ramt að aðfinnslusemi vegna þessa góða drengs, að sumir töluðu um hann sem kjána og viðundur, sem varla ætti heima i betri samkvæm- um. En þetta var mikill mis- skilningur, því að Pétur var enginn bjáni, heldur duglegur og greindur piltur, sem stóð sig alltaf vel í námi, og var drengur góður í hvívetna. Hann var aðeins nokkuð óvenjulegur og skeytingarlaus um ytra út- lit sitt. Við félagar hans höfðum oft orð á þessu okkar á milli og stundum við hann sjálfan og reyndum að hjálpa honum með ábendingum og skynsamleg- um fortölum, en það kom allt að litlu gagni. Pétur tók að vísu öllum aðfinnslum og gagnrýni með stillingu og jafnaðargeði og hló gjarna að mistökum sínum, en ástandið batnaði sáralítið eða ekki neitt. Hann lagaði með glöðu geði, það sem honum var bent á, en það var segin saga að misfellurnar komu sífellt og jafnharðan aftur, svo að um engan bata eða framför var að ræða, þrátt fyrir góðan vilja okkar til að hressa upp á klæðaburð hans og útlit. Með tímanum komumst við að þeirri niðurstöðu, að þetta með Pétur væri eins og hver annar ólæknandi sjúkdómur, og að trassaskapur hans og hirðu- leysi væru honum meðfæddir eiginleikar, sem hann réði ekk- ert við. Var það stundum haft á orði i okkar hópi, að gagn- vart þessu væri aðeins til ein lækning og hún væri sú, að Pétur eignaðist góða, umburð- arlynda og natna eiginkonu, sem með sífelldri umönnun og stakri þolinmæði gæti fengið hann til að hugsa betur um ytra útlit sitt og vanið hann á hirðusemi og snyrtimennsku. En við gerðum okkur jafnframt fulla grein fyrir, að slík kona mundi torfundin, ef hún væri þá nokkur til, sem takast vildi þann vanda á hendur. Pétur var heldur aldrei neitt kvenna- gull og allir tilburðir hans í návist ungra stúlkna voru heldur klaufalegir og í sam- ræmi við útlit hans, svo sem við var að búast. Árin i Höfn liðu fyrr en varði og menn luku námi. Sumir hurfu heim til margvíslegra starfa i þágu föðurlandsins, aðrir settust að erlendis og hópurinn dreifðist í ýmsar átt- ir eins og sprek fyrir vindum. Eftir það fylgdist ég litið með Pétri, en gleymdi honum samt ekki alveg, og öðru hverju frétti ég af honum hjá gömlum kunningjum, sem ég hitti. — Hann fór heim eins og ég og 20

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.